Sigurjón Þórðarson vakti mikla athygli landans þau fjögur ár sem hann staldraði við á Alþingi. Sigurjón er að öðrum ólöstuðum sá maður sem hvað harðast hefur barist gegn íslenska kvótakerfinu sl. ár. Hann er maður stórra orða og aðgerða. Þrátt fyrir þetta virðist sem flokksforysta Frjálslynda flokksins hafi snúið við honum baki, hafnað starfskröftum hans. Sigurjón ræðir kvótakerfið og flokkinn í Feykisviðtali.
Sigurjón hefur nú snúið aftur til sinna fyrri starfa sem framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og segist hann vera þakklátur þeim góðu móttökum sem hann hafi fengið við endurkomu í sitt gamla starf. Húsið í Reykjavík hefur hann sett á sölu og eru það tilvalin kaup fyrir þann sem vill eignast lítið hús við flugvöllinn í hjarta Reykjavíkur, eins og hann orðar það sjálfur. Á Sauðárkrók kom hann upphaflega árið 1992 eftir að systursonur hans hafði sagt honum að á Króknum væri gott að búa. Hann hafði verið hér í tengslum í íþróttaiðkun sína og gaf staðnum góða einkunn þegar ég spurði hann út í Krókinn í tengslum við starf sem ég sá auglýst, rifjar Sigurjón upp. Hvað upprunann varðar segist Sigurjón upphaflega koma úr Reykjavík en hins vegar sé hann ættaður af Snæfellsnesinu í nánast allar ættir. Menntaveginn gekk hann, er menntaður líffræðingur og árið 1990 stefndi hugur hans til frekara náms á því sviði. Ég var að velta því fyrir mér að fara í framhaldsnám tengt fiskeldi og lífeðlisfræði fiska en þá kom upp ákveðið bakslag í fiskeldið og því sótti ég um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Ég tók við þessu starfi af miklum merkismanni, Sveini Guðmundssyni úr Húnavatnssýslu. Síðan ég tók hér við hefur mikið breyst, bæði í þessum málaflokki svo og í íslenskri stjórnsýslu, bæði hvað varðar umhverfismál og ekki síst með tilkomu EES-samningsins sem lenti mikið inni á borði heilbrigðiseftirlitsins. Það má segja að reglugerðir og reglugerðarbreytingar á þessum tíma megi mæla í kílóum, eins eru í dag gerðar mun meiri kröfur en var hvað varðar upplýsingalöggjöf og meðferð mála. Starfið mitt er því mjög fjölbreytt .
Heilbrigðisfulltrúi þarf stundum að taka erfiðar ákvarðanir og ímynd hans í bíómyndunum er sú að hann sé leiðindagaur sem öllu ógnar eða lokar. Hvernig er að sinna þessu starfi á þessu litla svæði? Ertu alltaf í vinnunni? Nei, ekki þannig. Auðvitað má segja sem svo að á þessum minni stöðum séu menn alltaf í vinnunni og það er þá frekar þannig að menn séu að spyrja ráða en að ég sé einver ógnvaldur. Sjálfur er ég á því að það sé ákveðinn kostur að búa í litlu samfélagi. Starfið mitt er ótrúlega fjölbreytt enda eru hátt í 700 fyrirtæki á mínu starfssvæði og verkefnin eru fjölbreytt. Bara í dag er ég búinn að vera til ráðgjafar varðandi fráveitumál á Sauðárkróki, eins varðandi vatnsveitu og kattahald á Siglufirði og hef farið yfir fjölda salerna á stað sem verið er að hanna. Að auki er ég að vinna með sérlega góðu fólki, Steinunni Hjartardóttur og Sigríði Hjaltadóttur, og eins er formaður heilbrigðisnefndar, Ágúst Þór Bragason, áhugasamur um starfið.
Þú talar um reglugerðir og breytingar í kílóavís, ekki kanntu þetta allt utanbókar? Það fylgir náttúrlega þessu starfi að kynna sér rekstur og reglur og það kemur svona smám saman en yfirleitt skoðar maður reglurnar í hvert sinn.
Gekk í flokkinn við stofnun hans
Við vendum kvæði okkar í kross og tölum um stjórnmálin og flokkinn sem Sigurjón gekk til liðs við strax við stofnum hans árið 1998. Þá hafði ég aldrei tekið þátt í stjórnmálum en þegar Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður gekk ég strax til liðs við hann. Ástæðan var einföld, kvótakerfið. Það er bæði óréttlátt og síðan sá ég að íbúatölur fóru hraðar niður á þeim stöðum þar sem byggðirnar voru háðari sjávarútvegi en hinum, svo sem Siglufirði. Ég sá líka fiskvinnslufyrirtækjum fækka og síðast en ekki síst stendur þetta kerfi mjög völtum fótum líffræðilega séð og mundi aldrei ganga upp til lengdar. Það hlýtur því bara að vera tímaspursmál hvenær þessu verður breytt.
En ef þetta er svona augljóst af hverju er þetta kerfi þá enn við lýði?
-Ég held að það séu hagsmunir þeirra sem hafa yfir aflaheimildum að ráða sem hafi verið ráðandi í tilhögun kvótakerfisins. Atvinnurekendamegin voru menn sem töldu sig hafa hag af þessu kerfi sem vissulega hefur búið til kapítal fyrir þessa aðila. Menn hafa því getað bætt eiginfjárstöðu fyrirtækja sinna fyrst um sinn. En ef litið er á heildarhagsmunina er svo augljóst að kerfið er algjörlega misheppnað. Þorskafli hefur dregist gríðarlega saman á þeim tíma sem kvótakerfið hefur ráðið ríkjum. Þorskveiðiheimildir eru í dag ekki nema 30% af því sem þær voru þegar kerfið var sett á. Því hefur þetta kerfi sem sett var á til þess að vernda þorskstofninn snúist í andhverfu sína. Núna eru loks farnar að renna á þá sem starfa í greininni tvær grímur vegna þess að þeir sjá að niðurskurðurinn mun aðeins leiða til meiri niðurskurðar. Líffræðileg forsenda kerfisins er ekki fyrir hendi. Það þýðir ekki að ætla að vernda fisk sem ekki er að stækka og einstaklingsvöxtur er lágur. Það mun leiða til þess að meira drepst af náttúrulegum orsökum. Hvergi í heiminum hefur kvótakerfi gagnast til þess að byggja upp fiskistofna. Í Skotlandi eru menn komnir í veiði sem er 20% af þeirri veiði sem áður var þar og samt eru menn að tala um ofveiði.
Sem ráðherra myndi ég tvöfalda veiðiheimildir
Sigurjón, kvótamálin eru greinilega þín hjartans mál. Ef ég hefði heimild til þess að gera þig að sjávarútvegsráðherra hvað myndir þú gera? Ég myndi byrja á því að gefa allar handfæraveiðar frjálsar. Það væri númer eitt, síðan myndi ég auka fiskveiðiheimildir í þorski tvöfalt miðað við það sem er núna og byrja á þann hátt að vinda ofan af þessu kvótakerfi. Gefa meira frelsi, hætta að telja upp úr bátunum og takmarka fjölda skipa. Sjávarútvegsfyrirtækin eru skuldsettari nú en nokkru sinni og fá minna og minni afla til þess að vinna sig út úr vandræðum sínum. Það á að vera reglan að setja fisk á markað og markaðstengja þannig greinina. En auðvitað myndi taka tíma að vinda ofan af kerfi sem búið er að hnýta í hnút núna í 20 ár. Ég held að það hljóti að vera bara tímaspursmál hvenær yfirmenn stóru útgerðarfyrirtækjanna sjá að sér og sjá að þetta kerfi hefur feigðina eina í för með sér.
Þú talar um að auka heimildir, ertu þá ekki kominn aftur með kvótakerfi, bara í annars konar mynd? Þetta er góð spurning. Markmiðið er auðvitað að komast út úr þeirri hugsun að ákveða fyrirfram hvað náttúran gefur af sér og láta heldur aflann ráðast af náttúruöflunum. Mín sýn er að stjórna fjölda stærri skipa og togara sem hafa veiðileyfi en vel að merkja auka frelsi skipanna til veiða. Það má í sjálfu sér kalla það ákveðið skömmtunarkerfi. Skynsamlegt er síðan að auka frelsi til veiða eftir því sem skip verða minni og að það verði algjört frelsi til handfæraveiða. Trillukarl í Húnaflóa eða Skagafirði er alls ekki að taka fisk sem togarar Fiskiðjunnar taka á togaramiðum út af Vestfjörðum. Ég tel réttlætanlegt að koma á ákveðnu skömmtunarkerfi fyrir leyfi til togaraveiða til að koma í veg fyrir offjárfestingu í atvinnugreininni en ég hef engar áhyggjur af ofveiðigrýlu Hafró. Það er vert að pæla í því að sú grýla virðist verða stærri og hættulegri eftir því sem dregið er úr veiðum. Þorskstofninn í Barentshafi er við hestaheilsu þrátt fyrir að veitt sé mörg hundruð þúsund tonn fram úr ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem notar sömu aðferðir og Hafró. Þeim mun meira sem er veitt þeim mun auðveldara eiga þeir fiskar sem eftir verða í hafinu með að afla sér fæðu og vaxa hraðar.
Fyrir síðustu kosningar boðaði Frjálslyndi flokkurinn að þeir sem hafa yfir veiðiheimildum að ráða gætu veitt 170 þúsund tonn en heildarveiðin yrði 230 þúsund tonn og væri ákveðinn hluti af 60 þúsund tonna aukningunni ætlaður á markað til þeirra landshluta sem verr stæðu og eru háðir fiskveiðum. Það sem er kannski merkilegast við þessar tillögur okkar er það að ef þær hefðu náð fram að ganga væru fiskveiðiheimildir sem kvótafyrirtækin hefðu nú yfir að ráða hátt í 30% meiri en þær eru núna eftir skerðingu, svarar Sigurjón og hann heldur áfram: -Það þarf að breyta því hvernig menn ætla að nýta auðlindirnar með því að leyfa meiri veiðar og tryggja nýliðun í greininni. Eins tel ég þetta með handfæraveiðarnar mjög mikilvægt fyrir hinar minni byggðir og við skulum ekki gleyma því að þegar handfæraveiðarnar voru hvað mestar voru þær ekki nema um 5% af heildarveiðunum. Þetta eru því ekki veiðarnar sem skipta öllu máli í heildarmyndinni en fyrir hina minni staði geta þessar veiðar breytt miklu. Eins og kerfið er í dag er það sem Grímseyingar veiða dregið frá veiðum við Vestmannaeyjar, svo dæmi sé tekið, það hlýtur að vera meira en lítið galið.
Fjölmiðlar sjálfhverfir í umfjöllun sinni
Þær hljóma nógu vel á blaði, þessar tillögur ykkar. Af hverju heldur þú að þær hafi ekki náð fram að ganga? Við í Frjálslynda flokknum verðum fyrst og fremst að líta í eigin barm og gaumgæfa hvernig hægt er að koma þessum þjóðþrifamálum betur í gegn í þjóðfélagsumræðunni. Það er í raun óskiljanlegt að landsmenn hafi ekki kosið í meiri mæli með framtíð eigin byggða og þar með skynsamlegum breytingum á sjávarútvegsstefnu okkar sem hefur beðið skipbrot.
Einnig má nefna að Frjálslyndi flokkurinn hefur helst sett á oddinn sjávarútvegs- og byggðamál, málaflokka sem ekki hafa komist í kastljós fjölmiðlanna enda eru þeir Reykjavíkurmiðaðir. Á þeim slóðum er meiri áhugi á því að fjalla um rétt samkynhneigðra til giftingar og nýja biblíuþýðingu en þá staðreynd hversu illa glæfralegur niðurskurður á aflaheimildum kemur við líf margra á landsbyggðinni. Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk eru að verða svo sjálfhverf í umfjöllun sinni. Ég held að það eigi eftir að breytast en hætt er við að þær breytingar komi ekki fyrr en kreppir að í þjóðfélaginu og fólk þarf að endurskoða afstöðu sína til ýmissa mála. Vonandi verður þetta líka til þess að einhverjir haldi aftur út á land og við höldum áfram að byggja allt landið. Sjálfur er ég sannfærður um að miklir möguleikar séu ónýttir í sjávarútvegi og með því að fara að veiða eins og við gerðum hér áður eigum við að geta nýtt þá möguleika. Eins eru möguleikar í ferðaþjónustu, sérstaklega hér í Skagafirði þar sem við höfum allt þetta heita vatn, hér væri hægt að koma upp náttúrulækningahæli fyrir offitusjúklinga svo eitthvað sér nefnt. Hins vegar tel ég að lausnin eina felist ekki í því að dreifa háskólum eins og félagsheimilum um landið.
Í framboð með loforð í bakhöndinni
Sigurjón, það er heilmikill pólitískur eldmóður í þér ennþá og hugur þinn greinilega ennþá í stjórnmálunum, hvað kom til að þú ákvaðst að gefa kost á þér í veikasta vígi flokksins, Norðausturkjördæmi? Frjálslyndi flokkurinn býr við það að í honum er ekki mikið um félagsvant fólk og innan okkar raða er margt fólk sem er ekki vant að vera í framlínu stjórnmálanna. Því var ákveðið að við þingmennirnir myndum taka að okkur að leiða lista í kjördæmunum. Sjálfum var mér boðið að leiða lista í Suðvesturkjördæmi og hafði ég þegið það, m.a. vegna fjölskylduhaga. Guðjón Arnar kom að máli við mig eftir að ég var farinn að leita að hentugri kosningaskrifstofu í Kópavogi um að taka erfiðasta kjördæmið vegna þess að hann taldi að það væri helst ég sem ætti möguleika á því að ná kjöri í því kjördæmi. Þetta samþykkti ég meðal annars vegna þess að formaðurinn orðaði það við mig að ef það gengi ekki upp stæði mér til boða í bakhöndinni að verða framkvæmdastjóri flokksins.
Varstu þá aldrei bjartsýnn á að ná kjöri? Jú, ég var það og varð alltaf bjartsýnni og bjartsýnni eftir því sem leið á baráttuna, svarar Sigurjón, og ég spyr hvort það hafi þá ekki verið ákveðið sjokk að ná ekki kjöri? Nei, það var ekkert sjokk þannig. Það var kannski meira sjokk og kom mér óþægilega á óvart að ekki væri meiri vilji en síðar reyndist vera hjá framkvæmdastjórn flokksins á því að nýta krafta mína í þágu flokksins. Það er eitthvað sem ég fæ ekki neinn botn í. Það er búið að meina mér aðgang að heimasíðu flokksins sem legið hefur niðri og ég bauðst til að vinna að meðan ég var á biðlaunum.
Var álitinn ógnun og ýtt til hliðar
Var þér þá bara ýtt til hliðar? Ja, ég er svolítið á því að menn hafi viljað tryggja stöðu sína innan flokksins, menn sem hugsanlega óttuðust um sína stöðu og hugsanlega samkeppni af minni hálfu um vegtyllur innan flokksins síðar meir. Eina ástæðan sem hefur verið gefin fyrir því að ég fékk ekki það starf sem mér hafði verið lofað er sú að menn vilji ekki hafa í starfi framkvæmdastjóra mann sem hugsanlega gæti sóst eftir pólitískum metorðum síðar. Það er eitthvað sem mér finnst öfugsnúið því flokkurinn þarf á því að halda að nýta þá krafta sem hann hefur og þá einstaklinga sem þó hafa orðið reynslu af pólitískum störfum. Kannski stafar þetta líka af því að Kristinn (Kristinn H. Gunnarsson, innskot blaðamanns) vilji ekki eins miklar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og ég. Hann var á sínum tíma fylgjandi því að setja kvóta á handfæratrillur. Ég hreinlega veit ekki svarið og er enn að reyna að átta mig á þessu.
Hafði Kristinn eitthvað með þessi mál þín að gera? Já, hann er í framkvæmdastjórn flokksins og kom því að því að rjúfa það samkomulag sem fyrir var um að ég tæki við starfi framkvæmdastjóra flokksins 1. janúar 2009.
Nú myndu einhverjir segja að þarna hefðir þú hlotið makleg málagjöld sökum meintra afskipta þinna af máli Margrétar Sverrisdóttur. Hvað segir þú um það? Margrét var góð vinkona mín og sömuleiðis naut ég ómetanlegrar leiðsagnar Sverris Hermannssonar föður hennar sem nýliði í stjórnmálum. Margrét starfaði að mörgu leyti ágætlega fyrir flokkinn og ég er á því að hún hafi látið andstæðinga Frjálslynda flokksins etja sér út í ákveðnar ógöngur og held að hún hljóti að sjá eftir því sem hún gerði.
En hvað mig sjálfan varðar get ég ekki annað en talið að þetta sé óskynsamleg niðurstaða hjá framkvæmdastjórn flokksins. Á síðustu mánuðum hefur miklu frekar verið lagður steinn í götu þess að ég starfaði fyrir Frjálslynda flokkinn en hitt. Einn áhrifamaður flokksins sagði ástæðuna vera þá að ég hefði hagað mér illa. Mér fannst það virkilega góður brandari að einhver ætlaði sér að bæta úr því sem mömmu hafði mistekist í uppeldi mínu áður en ég fengi að taka til hendinni á ný í þágu Frjálslynda flokksins.
Ertu hættur í flokknum? Ég er fyrst og fremst í Frjálslynda flokknum vegna þess málstaðar að breyta fiskveiðistjórninni og eins finn ég að ég á mjög góðan hljómgrunn á meðal almennra flokksmanna.
Ég hef ekki skipt um skoðun á mínum helstu baráttumálum. Ég tel að það standi mörgum miklu nær að skipta um flokk en mér, en það er átakanlegt að horfa á margan íbúa sjávarbyggðanna vinna baki brotnu í þágu stjórnmálaafla sem hafa svipt þá atvinnuréttinum.
Ég tel ofur eðlilegt og sjálfsagt að skipta um stjórnmálaflokk ef flokkurinn villist af leið en svo er ekki með Frjálslynda flokkinn. Allur þorri þeirra sem skráðir eru í flokkinn er hugsjónafólk sem vill ná fram breytingum á íslensku samfélagi en er ekki að bíða eftir brauðmolum sem falla úr hendi forystu flokksins.
Aðalatriðið er auðvitað að vera trúr sínum eigin skoðunum, segir Sigurjón að lokum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það voru mistök hjá Adda að biðja þig að skipta um kjördæmi, eg botnaði bara ekkert í þessu á sínum tíma, og eg er fúll yfir því að þú skildir ekki ná á þing. Þú hefur staðið þig vel í því sem flokkurinn hefur staðið fyrir til þessa, það mættu nokkrir innan flokksins taka þig til fyrirmindar, allavega þeir sem skipta um flokk á 4 ára fresti, þeir eru allavega ekkert til að byggja á.
bjarni kjartansson (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 13:45
Ég verð að segja að mér finnst Sigurjón mjög góður maður, og hefur staðið sig fantavel í hvívetna. Hitt er svo annað mál, að mér er kunnugt um að þegar verið var að vinna í framboðsmálunum hér fyrir vestan, og ég var að spyrja Guðjón Arnar um hverjir myndu halda áfram í framboði hér, þá sagði hann mér að Sigurjón væri að hugsa sig um. Og hann sagði meira, hann sagði; "ég ætla að leyfa Sigurjóni að ákveða það alveg sjálfur hvað hann gerir í þessum málum. Það hefur verið farið fram á það við hann, að hann fari fram fyrir austan, en Sigurjón er góður maður, og það verður fyrst og fremst hans að ákveða hvað hann gerir".
Það var ekki fyrr en það var ljóst að Sigurjón ætlaði fram fyrir austan, að ég hafði samband við kjördæmaráðið og spurði hvort þeir samþykktu að ég ræddi við Kristinn H. Og það mælti enginn á móti því.
Mér er því ókunnugt um einhver loforð. Þetta var það sem kom fram í viðtölum mínum við Guðjón Arnar.
Ég hef bæði mikla trú og álit á Sigurjóni, og óska þess heitt að hann komist inn á þing aftur í næstu kosningum. Sigurjón ásamt öðrum köppum sem hafa sett sjávarútveg á oddinn í okkar flokki, eru þeir aðilar sem við þurfum að hlú að. Það er okkar aðalmál.
Þar eru fremstir í flokki auk Sigurjóns, Guðjón Arnar, Grétar Mar, Magnús Þór og Kristinn H. Allir með mikla þekkingu á sjávarúvegi og hafa kynnt sér ástandið í sjávarbyggðum. Við hreinlega megum ekki við öðru en að standa saman sem einn maður. Ef við eigum að ná árangri. Þar þurfum við fyrst og fremst að huga að heill sjómannastéttarinnar og hinna dreyfðu byggða. Síðast af öllu fara i persónulegan metnað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2007 kl. 15:10
Þetta var fróðleg lesning og skýrir margt sem ýmsum hefur verið óljóst.
Það var mikið pólitískt slys þegar Sigurjón Þórðarson féll út af Alþingi.
Árni Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 22:04
Ásthildur, ég vil byrja á að þakka þér öll þín góðu orð um samherja okkar mér nákomna sem aðra, fyrr og síðar. Við erum öll sannfærð um að flokkurinn okkar, þó lítill sé, hafi veigamiklu hlutverki að gegna. Samt getur okkur greint á um leiðir, en það gerist raunar á bestu heimilum. En þá er ekki síst dýrmætt að eiga kjölfestu og mannasætti, sem leggur sig fram um að leysa öll mál af velvild, sanngirni og hyggindum. Slík samskipti eru mannbætandi og fyrir það vil ég þakka þér. Ég las frásögn þína sem er viðbót, en ekki leiðrétting á frásögn bróður míns, ég sá auðvitað ekkert rangt í henni, enda átti ég síst von á því. Tel samt rétt að árétta þetta.
Að lokum minni ég þig á að taka með hnoðmör með skötunni hjá Sægreifanum okkar ef þú kemur suður.
Sigurður Þórðarson, 1.12.2007 kl. 22:18
Ef Sigurjóni var lofað framkvæmdastjórastöðunni, er Frjálslyndi flokkurinn í vondum málum. Loforð er nokkuð sem heiðarlegt fólk gefur ekki, án þess að ætla sér að standa við. Var þetta kannske bara snuð handa honum? Hafi verið lofað -og svikið- hvers eigum við kjósendur þá að vænta í framtíðinni?
Ulla (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 22:18
Frjálslyndi flokkurinn hefur marga málefnalega og góða félaga, að mínum dómi, en þarf engu að síður að "dýpka" hugmyndafræðina, vera ekki svona skíthræddur við að gagnrýna verðbréfakapitalisma og markaðshagkerfi. Ef menn halda áfram að skorða sínar stjórnmálahugmyndir innan marka hugmyndafræði kaupsýslustéttarinnar, þá munu aldrei róttækar breytingar á fiskveiðikerfinu nást fram. Með öðrum orðum Frjálslynda flokknum vantar róttæka, heildræna stefnu í efnahgsmálunum yfirleitt. T.d. útskýringar á því hvernig á að dreifa efnahagslegu valdi til fólks, hvernig á að hverfa frá of mikilli efnishyggju og hvernig á að takmarka óhóflega eignasöfnum fárra. Það þýðir ekkert að svamla bara um í svörtum sjó markaðshugmyndafræðinnar og græðginnar. Fólk vill meira réttlæti og ykkur í Frjálslynda flokknum tekst ekki, vegna hlíðni og undirgefni við markaðshagkerfi sérplægninnar, að skynja nógu vel réttlætiskröfur venjulegs fólks, sem er meirihluti þjóðarinnar.
Baráttumál ykkar gegn kvótakerfinu er gott, en það þarf að tengjast betur almennri baráttu fyrir því að fólk í hinum ýmsu byggðalögum þessa lands hafi frumrétt til nýtingar á þeim náttúrugæðum sem eru í þeirra byggðalögum.
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 00:54
Ég tek undir það að það var pólitískt slys að missa Sigurjón út af þingi. Alltaf var hægt að leita til hans og fá skýr svör innar tíðar. Sigurjón þú átt heima á alþingi Íslendinga,, þó að þú sért góður í því starfi sem að þú sinnir nú. Sigurjón aftur á þing. þar áttu heima.
Sigga Svavars (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:07
Sæll Sigurjón og takk fyrir síðast.
Vinsældir þínar sem þingmanns okkar Frjálslyndra náðu langt út fyrir þitt kjördæmi sem ekki hvað síst kom fram á síðasta Landsþingi þegar þú fékkst blóm og þakkir fyrir stuðning við konur í setuverkfalli í kjarabaráttu við umönnunarstörf.
Mín skoðun er sú að þú hafir verið athafnasamasti þingmaður sem setið hefur á þingi eitt kjörtímabil hér á landi með þáttöku í ræðu og riti um mál öll.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.12.2007 kl. 02:21
Innilega sammála Guðrúnu Mariu.
Ulla (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 14:17
Sigurjón minn, eftir að hafa lesið um þessa atburði í þessu viðtali, þá langar mig að spyrja og skora á þig að bjóða þig fram í formann Frjálslyndaflokksins. Það vantar öflugann einstakling sem leiðtoga flokksins. Guðjón hefur auðvitað staðið sig afskaplega vel og á ekkert nema hrós skilið fyrir sín störf, en ég álít að kominn sé tími á nýtt blóð í forystuna og líst mér sjálfum best á þig það hlutverk.
Eins og Guðrún María bendir réttilega á, þá átt þú þér vinsældir á landsvísu og ekki bara í kjördæminu.
P.s. ég var að ganga í flokkinn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.12.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.