7.10.2007 | 21:03
Æ, æ og ó, Eva María hjalar við Bjarna Ármannsson
Fátt brennur heitar á þjóðinni þessa dagana en að upplýsa pukrið í kringum braskið við REI sem er hlutafélag í eigu hins opinbera og þess vegna á allt að vera uppi á borðinu hvað varðar athafnir stjórnarmanna þar. Í fréttaskýringaþættinum Kastljósi ræddi Eva María í kvöld við stjórnarformann REI um þessi mál og hefði maður haldið að RÚV ætti að nota tækifærið til að sinna lagaskyldu sinni skv. 3. gr. laga um Ríkisútvarpið ohf. og stunda áreiðanlega og hlutlæga fréttamennsku á því sem efst er á baugi. Í stað þess var þetta eins og hvert annað hjal þar sem hlaupið var yfir grundvallarspurningar í málinu. Bjarna virðist hafa verið skotið inn í þáttinn með engum fyrirvara miðað við hvaða viðmælandi er kynntur á vef RÚV í kvöld. Maður hefði því getað haldið að til stæði að leggja fyrir hann knýjandi spurningar en ekki vera með eitthvert hjal.
Spurningarnar sem Eva María sneiddi hjá voru t.d.: Hver samdi við Bjarna um kaup hans í fyrirtækinu á bónuskjörunum 1,3? Hvaða heimild hafði viðkomandi til þess? Hvers vegna fá skemmtanastjóri og kosningastjóri Framsóknarflokksins, Rúnar Hreinsson, og sömuleiðis fyrrum blaðamaður á Fréttablaðinu, Hafliði Helgason, kjörin 2,77 í opinberu fyrirtæki? Það eru líka sérkjör þótt þau séu tvisvar sinnum hærri en Bjarna buðust. Við þetta má bæta að forsvarsmenn fyrirtækisins segja að verðmæti þess muni margfaldast í verði á næstu kannski tveimur árum, fjórfaldast jafnvel.
Niðurstaða viðtalsins er að nánast hefði mátt komast hjá vandræðaganginum ef Bjarni hefði ekki verið símasambandslaus í Afríku þegar málið komst í hámæli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 1019342
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 64
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sæll Sigurjón
Heldur þú að það sé eitthvað hægt að gera í þessum málum? Hvers vegna eru þessi spillingarmál alltaf að koma upp? Þegar bankarnir voru seldir þá var allt fullt af þessari umræðu og nú þegar REI málið kemur upp þá er nákvæmlega sömu álitamálin í brennidepli. Endar þetta nokkurntíma? Erum við ekki bara svona, við Íslendingar?
Sigurður Sigurðsson, 7.10.2007 kl. 21:36
Það er eins og íhaldið hafi pantað þetta viðtal til að reyna að fá Bjarna til að bjarga einhverju mitt í almennu óánægjunni. Bjarni hefur nefnilega sömu geðþekku engilsásjónuna og Marion Jones sem rakaði að sér m.a. Olympiuverðlaunum á meðan hún svindlaði í sig sterum og öðrum ólögulegum lyfjum.
Bjarni þarf líklega bara ekkert að svindla, bara plata svolítið einfalda stjórnmálamenn eins og gamla góða Villa og Binga.
Haukur Nikulásson, 7.10.2007 kl. 21:45
Núna er mín tilfinning sú að fólki sé nóg boðið en það er rétt að Bjarni kom vel fyrir enda voru þetta nú ekki snúnar spurningar sem voru lagðar fyrir kapann og hvað þá að þeim væri fylgt eftir.
Sigurjón Þórðarson, 7.10.2007 kl. 21:59
Það er nóg að horfa í augun á Bjarna Ármanssyni,og sjá hvenær hann er að ljúga,hann er alltaf að ljúga.
Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 22:09
Þetta mál verður ekki lengi í umræðunni. Það mun fletjast út eins og önnur spillingarmál á fáum vikum.
Þegar upp verður staðið þá týnist það vegna umdeildrar vítaspyrnu á Goodison Park einhverntíman á næstu dögum.
En kjarninn í þessu viðtali fanns mér vera að verkefni fyrirtækisins sneri fyrst og fremst að umhverfisvernd.
það þótti mér mátulega trúverðugt.
Árni Gunnarsson, 7.10.2007 kl. 22:18
Ég hef verið að velta fyrir mér hlut þessa Hafliða fyrrverandi ritstjóra Markaðarins. Hann var daglegur gestur í fréttatímum Stöðvar 2 þar til fyrir örfáum vikum. Hvers vegna fékk hann kaupréttarsamning í þessu dæmi? Hvað hafði hann gert til að verðskulda það? Varla hefur hann verið búinn að vinna í þessum orkumálum nema örfáa daga - nema hann hafi verið á kafi í að plotta þessi mál á meðan hann var ennþá í starfi sem blaðamaður sem sagði þjóðinni viðskiptafréttir á hverjum degi. Eða hvað?
Hafi svo verið þá spyr maður hver sé trúðverðugleiki fjölmiðla eins og Fréttablaðsins í þessu öllu? Eru viðskiptablaðamenn á Íslandi almennt "innvígðir" og "innmúraðir" í hagsmunatengslum innan viðskiptalífsins og leyfist þeim það af hálfu þeirra fjölmiðla sem þeir starfa fyrir? Nú er það reyndar svo að fjölmiðlarnir eru flestir í eigu sumra þeirra sem eru þungt inni í þessu REI dæmi....
Einhverjir blaðamenn ættu að rannsaka þetta nánar, og kannski þarf blaðamannastéttin að taka naflaskoðun á sjálfri sér vegna þessa.
Þetta er svona einn angi af þessu máli, en margar fleiri spurningar hafa vaknað. Ég vil fá að sjá upphaflega listann yfir þá sem áttu að fá kaupréttarsamninga eða hvað þeir kalla þetta sukk sitt.
Maður hlýtur til að mynda að velta því fyrir sér hvað Bjarni Ármannson hafi til að bera sem réttlætir sporslurnar til hans? Það er verið að tala um að nýta þá þekkingu sem sé í orkugeiranum. Varla er hann með yfirburða sérþekkingu í orkumálum sem réttlætir þetta? Ég veit ekki til þess. En lykilstjórnendur Orkuveitunnar og þeir pólitíkusar sem bera ábyrgð á málum þar með þeim hljóta að upplýsa okkur eigendur fyrirtæksins um þetta eins og annað.
Er það ekki?
Magnús Þór Hafsteinsson, 7.10.2007 kl. 22:38
Gleymdi að minna á fundinn um orkumál og OR sem þingmenn Frjálslynda flokksins halda á Akranesi annað kvöld - mánudagskvöld.
Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.
Magnús Þór Hafsteinsson, 7.10.2007 kl. 22:41
HVAÐA BLAÐAMENN/BLAÐAMAÐUR ÞORIR AÐ FARA 'I ÞETTA O R .REI MÁL??KOMA ÞARF UPP UM ÞÁ FLÉTTU SEM VAR ÞAR OFIN.MIKILL FRAMSÓKNARFNYKUR ER AÐ ÞESSUM GLÆP.HVERJIR TENGJAST ÞESSARI FLÉTTU SEM ÞARNA VAR OFIN.??ÞAÐ ER NÓG KOMIÐ AF SVONA VERNDUÐUM ÞJÓFNUÐUM FRÁ ÞJÓÐINNI.
Jensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 23:47
Fjölmiðlar hér eru ekki marktækir lengur. Varðandi þetta yfirklór og lygi, þá hef ég ætíð sagt að stærsta lygin felst í því sem EKKI er sagt. Þar standa bubbablöðin sig vel. Nú er kominn tími á frjálsan og óháðan fjölmiðil, því engan slíkan er að finna hér á landi í dag.
Þið ættuð að verða ykkur út um heimildamyndina: Smartest guys in the room." sem er um Enron skandalann. Það ætti að gefa einhverja hugmynd um blikurnar. Það sem er þó verra hér er að sameign þjóðarinnar og grunnur sjálfstæðis okkar og sjálfræðis er nú að verða veð og pókerpillur í höndum misviturra skyndiarðsfíkla, sem hvorki hafa hugmynd um né kæra sig um afleiðingar gerða sinna. Þetta er fyrsta þrepið í að grafa undan sjálfstæðinu og vil ég kalla þetta sínu rétta nafni: Landráð.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2007 kl. 01:13
Af hverju neitar Guðlaugur Þór að tjá sig um málið?
Jens Guð, 8.10.2007 kl. 02:24
Viðar það er greinilega eitt og annað sem á eftir að koma upp á yfirborðið en það er ekki traustvekjandi að Guðlaugur Þór tjái sig ekki um málið í ljósi þess að ýmsir Sjálfstæðismenn hafa bent á ábyrgð hans í málinu.
Sigurjón Þórðarson, 8.10.2007 kl. 09:30
Mér varð nú að orði þegar ég sá peningaglottið á Bjarna Ármanns. hjá Evu Maríu í gærkvöldi ,, Ég vissi ekki að Eva María væri svona helvíti ódýr ". Bjarni hafði Evu Maríu alveg í vasanum og nokkuð ljóst er að honum var skotið þarna inn til að reyna með öllu móti að fegra ímynd hans á þeirri stundu sem hann stendur sem völtustum fótum gagnvart þjóðinni. Ríkissjónvarpið og Eva María eiga litlar þakkir skyldar fyrir þessa blautu tusku í andlit okkar.
Stefán (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 11:01
Þetta viðtal var í anda markaðsmanna. Þetta var gagngert sett upp til að gera hann mannlegan en það er svipað og Jóhannes í Bónus hefur verið að gera í gegn um árin og hafði án efa mikinn áhrif á álit almennings þegar þeirra málarekstur gekk yfir. Ef auðmenn gera sig mannlega og hlýja þá fá þeir stuðning almennings og geta eftir það gert nánast hvað sem er.
Viðtalið tekið í rómatísku umhverfi af þeim sjónvarpsmanni sem þjóðinni þykir einna mest vænt um og treystir. Þarna var sýndar myndir af honum þegar hann var lítið barn og svo viðtöl við foreldra hans sem eru vægast sagt "venjulegir" og hefðu getað verið foreldrar hvaða Íslendings sem er. Sem sagt Bjarni er bara venjulegur maður eins og við öll hin.
Hann kom því fram með hægu og fallegu tali að hann væri í raun að gera þetta allt fyrir náttúruna og þróunarhjálp en ekki fyrir alla þá milljarða sem hann er að hagnast af þessu öllu saman. Hver einasti maður sem ekki hefur gagnrýnan hugsanna hátt mun horfa á Bjarna öðruvísi eftir að hafa séð þetta viðtal. Ég verð að segja að þetta tókst mjög vel hjá honum. Til hamingju Bjarni.
Halla Rut , 8.10.2007 kl. 12:07
Bjarni Ármannsson kemur alltaf fram eiins og "saklaus sveitastrákur" sem nýkomin er til byggða. Ég man ekki eftir væmnara viðtali en það sem var í Kastljósi í gær. Hvað er að gerast með þjoðina, er flestum sama. Hvað gera sjálfstæðismenn núna? já eða samfylkinginn?
Stöndum saman og við meigum ekki gefast upp...
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.10.2007 kl. 12:15
Það er rétt Halla þetta var mjög hugguleg sviðsetning en ég gæti nú samt trúað því að þarna hafi Eva María farið svo rækilega yfir strikið að hún eigi talsvert verk fyrir hönum að endurvinna traust margra.
Já það er góð spurning hvað varðar afstöðu Samfylkingarinnar en þegar ég hlusta á þá félagana Dag og Össur þá finnst mér erfitt að henda reiður á því hvað þeir vilja í raun og veru og hvort þeir styðji þetta meik allt. Ég held að að þeir verði að girða sig í brók og tala þannig að maður haldi þræði - Ég er a.m.k. nokkuð fljótur að missa þráðinn þegar þeir fjalla um útrás REI - sameiningu við GGE - orka í eigu almennings.
Sigurjón Þórðarson, 8.10.2007 kl. 13:59
Er fólk á Íslandi ekki búið að fá nóg af .yfirganginum,frekjunni,lygunum,okrinu,smjaðrinu gagnvart peningafólki,og lítilsvirðingunni gagnvart venjulegu fólki?Í það minnsta ég.Jú þeir eru ofsalega duglegir peningamennirnir sem hafa fengið uppí hendurnar milljónir af almannfé til að braska með.Er hinn venjulegi verkamaður sem stundar sína vinnu alla tíð,borgar sína skatta,fer á eftirlaun og borgar aftur skatta ekki duglegur?Nei ekki í augum íhaldsafla samtímans.Allt snýst um peninga og aftur peninga.En hvað er gert?Ekkert og aftur ekkert.Ef slík spillingarmál,í það minnsta ef að grunur kviknar um að einhver háttsettur embættismaður hafi óhreint mjöl í pokahorninu erlendis,þá eru menn umsvifalaust látnir víkja.Væri afgreiðslukona á Bónuskassa látin mæta daginn eftir ef að grunur væri um að hún hefði dregið af sér fé? Nei Nei.Er ekki kominn tími á að við förum að láta í okkur heyra annars staðar en á blogginu.Berjum í borðið eins og alvöru þjóðir.
RagnaB (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:12
Meinti auðvitað dregið að sér fé.
RagnaB (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 14:13
Mér þykir leitt hvernig Eva Maria tapaði trausti sínu sem ein traustasta fjölmiðlamanneskja sem við höfum lengi haft með þessu viðtali í gær. Það er greinilega búið að greiða þessum peningaöflum leið út um allt samfélag og hvergi nokkur veggur sem þau munu stöðvast við. Allt er falt.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 15:15
Mér finnst undarlega lítið heyrast í Samfylkingunni, þessi flokkur þykist vera samviska þjóðarinnar, en nú heyrist ekkert í þeim út af þessu. Hvar er Fjármálaeftirlitið?? (það er reyndar máttlaust).
Það ætti að kæra þessa sameiningu til lögreglunnar og sækja hlutaðeigandi til saka fyrir spillingu. Þetta er gert í öllum lýðræðislöndum nema Íslandi.
Guðröður Hermannsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:20
Þetta er mál algerlega lýsandi dæmi um íslenska stjórnmálamenn.
Týpiskt dæmi er að hverfa á meðan skandalling stendur sem hæst, eða þyrla upp moldviðri eannarstaðar til að dreyfa athyglinni.
Íslenska þjóð'n á þetta skilið að auðlindum hennar sé stolið í skjóli næturs, af lögmönnun, slefandi gróðapólitíkusum og bréfadrengjum á náttfötunum .
HÚN LÆTUR ÞENNA LÝÐ komast upp með það.
Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 16:11
Bjarni Á kom inní þetta 9/11 - man einhver eftir öðrum ósköpum þann dag ? :)
Þrátt fyrir allt umtalið hef ég hvergi séð hvaða eignir Orkuveitan setti inní dótturfélagið.. mér finnst það eiginlega svo stórt atriði að ég skil ekki afhverju það er ekki upplýst ??
Einar (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:18
held að það sé nokkuð ljóst hvar samfylkingin stendur í þessu máli.. hún styður sameininguna en ekki framkvæmdina !
Óskar Þorkelsson, 8.10.2007 kl. 20:00
Ég ætlaði að láta mig hafa það að horfa á viðtalið við Bjarna - Hinn venjulega allt til enda. En væmnin og slepjan fengu hárin á bakinu á mér fljótlega til að rísa ásamt því að - að mér setti aumingjahroll. Því stóð ég upp til að forða því að ég yrði fyrir varanlegum skaða.
Atli Hermannsson., 8.10.2007 kl. 21:17
Ég tek undir með þér Einar að það er lykilatriði í þessu máli hvaða eignir fylgdu inn í REI en það er ekki full ljóst í fréttaflutningi af málinu.
Það væri eftir öðru ef nokkrum vildarvinum hefði verið heimilað að kaupa hlut í Hellisheiðavirkjun fyrir þrefalt lægra verð en öðrum sem vildu festa kaup á virkjuninni.
Samfylkingin veit ekki heldur hvar hún stendur í þessu máli frekar en í kvótamálinu þannig að það er örugglega erfitt fyrir okkur hin að kortleggja það með einhverju viti.
Sigurjón Þórðarson, 8.10.2007 kl. 21:22
Hann Guðröður sem skrifar hér aðeins ofar ,spyr,hvar er Fjármálaeftirlitið?.Því er fljótsvarað hvar það er.Þar skylst manni að framsóknarmafían ráði öllu þar,gleymum ekki því hver var þar forstöðumaður,en nú komin í samkeppnisstofu.
Jensen (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 23:19
Hér étur hver bullið eftir öðrum. Reyni að leiðrétta það helsta hér að neðan.
Er ekki lágmarkskrafa að fólk sem ætlar sér að komast til metorða í stjórnmálum, eins og Sigurjón Þórðarson, reyni að kynna sér málin áður en látið er vaða á súðum?
Vilhjálmur Þorsteinsson, 9.10.2007 kl. 23:58
Sæll Vilhjálmur.
Þú steingleymir því atriði að skattgreiðendur , almenningur í landinu hefur EKKI tekið ákvörðun um það að vera gerður þáttakandi í áhættufjárfestingum fyrirtækja í útrás fyrir sitt fé.
Orkuveita Reykjavíkur er og á að vera þjónustufyrirtæki við notendur hita og rafmagns á höfuðborgarsvæðinu, annað ekki. Sú þekking sem þar hefur skapast, er því í þágu þess verkefnis að þjóna borgarbúum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2007 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.