2.10.2007 | 09:30
Æsir tófan upp hungrið í fálkanum?
Þessi pistill fjallar ekki um samskipti Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, heldur galna líffræði. Nú liggur fyrir veiðiráðgjöf Náttúrufræðistofnunar Íslands um að veiða megi 38.000 rjúpur í haust. Ráðgjöfin byggir á reiknilíkani sem svipar að öllu leyti til reiknilíkans Hafrannsóknastofnunar, þ.e. að áætlað sé að fyrirframákveðinn fasti drepist af náttúrulegum orsökum, sem sagt öðrum orsökum en veiðum. Síðan eru veiðar lagðar við þennan fasta sem ættu þá að vera heildarafföll stofnsins. Það er alveg ljóst að þetta reiknilíkan Náttúrufræðistofnunar gengur engan veginn upp þar sem það hafa tapast út úr stofninum 400 þúsund rjúpur á síðustu tveimur árum sem svarar til fjórfalds varpstofns í vor. Í hnotskurn er ekkert mark takandi á því líkani sem umhverfisráðherra notar til veiðistjórnunar.
Í bréfi Náttúrufræðistofnunar Íslands til umhverfisráðherra, dags. 6. september 2007, var ýmislegt sem flokkast undir galnar líffræðilegar vangaveltur, s.s. að skotveiðar magni upp aðra þætti affalla. Þetta eru sérlega furðulegar vangaveltur þar sem tekið er fram í bréfinu að afföll séu svipuð á friðuðum svæðum og þar sem veiðar eru leyfðar. Þetta er álíka og að telja að fálkinn magni upp matarlystina í tófunni.Það er orðið löngu tímabært að taka þessi líkön til endurskoðunar þar sem þau virðast vera jafn vitlaus hvort sem er í undirdjúpunum eða háloftunum.
Í mínum huga er alveg ljóst að grunnhugsunin í þessum líkönum er röng, þ.e. að áætla að náttúrulegur dauði sé einhver fasti og að öll önnur afföll skrifist síðan á veiðar. Í tilfelli rjúpunnar verður þessi skekkja augljós þar sem hún flögrar ofan jarðar og veiðin er þekkt stærð. Þegar afföll verða mun meiri en líkanið gerir ráð fyrir er farin gamalkunnug leið til að skýra út skekkjuna, þ.e. með því að endurmeta fyrri stofnstærð og segja stofninn minni en fyrri mælingar sýndu, og síðan er farin hin nýja stórundarlega leið að telja að veiðar magni upp önnur afföll. Er ekki orðið löngu tímabært að setja stórt spurningarmerki við þessa reiknileikfimi? Frá því að umrætt stofnstærðarlíkan var tekið í notkun hafa tapast út 400.000 fuglar og það á tveimur árum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það sem ég var að benda í þessari grein var að líkanið notað er til grundvallar veiðiráðgjafarinnar er ekki að ganga upp og þess vegna ónothæft til þeirra verka.
Það er einn mikilvægur punktur sem má ekki gleymast og er rétt að undirstrika en hann er að afföll rjúpu vegna skotveiða eru mikið minni en önnur afföll rjúpnastofnsins. Það er þvi af og frá að ætla að veiðarnar séu ráðandi um framvindu stofnsins.
Ég hef átt í talsverðum bréfaskriftum við fjölda veiðimanna víðs vegar um landið og hafa þeir sumir bent á að þeir telji sig sjá að það sé meira af rjúpu þar sem varg s.s. tófu og mink sé haldið niðri.
Það væri hægt að rannsaka þessa tilgáu þeirra með því að leggja áherslu á eyðingu vargs á ákveðnum reitum á friðaða svæðinu á Sv horni landsins og sömuleiðis að mætti gera svipað tilraun á þeim svæðum þar veiðar eru leyfðar og athuga hvort að með veiðum á vargi fáist staðbundin aukning á rjúpu.
Að lokum skal það tekið fram að þó svo slík tilraun sýndi fram á að vargur hefði veruleg áhrif á stærð rjúpnastofnsins þá tel ég af og frá að rétt sé að fara í framhaldinu í einhverjar útrýmingaherferðir og staursetningar á hendur vargnum - Rjúpnastofninn er ekki í neinni hættu.
Sigurjón Þórðarson, 2.10.2007 kl. 16:18
Ég og konan mín höfum verið á ferð um norðausturhornið í sumar og t. d. fór konan mín bæði í Fjörður og Flateyardal. Okkur var sagt að aldrei hefði verið svo lítið af rjúpu þar og á svæðinu austur um til Öxarfjarðar, - segja mætti að hún virtist horfin af þessum svæðum.
Það hlýtur að vera hægt að taka mark á svona frásögnum og þá skipta reiknilíkön ekki máli, - það getur varla verið viturlegt að skjóta rjúpur á þeim svæðum þar sem svona er ástatt.
Ómar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 18:22
Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki rétt hjá Sigurjóni að gert sé of mikið úr áhrifum veiði á rjúpnastofninn, þótt vafalaust höggvi veiðimenn einhver skörð í stofninn. Þetta bendi ég á því að hér á höfuðborgarsvæðinu - alfriðuðu fyrir rjúpnaveiði - eru greinilega gríðarlegar sveiflur í stofnstærðinni.
Sjálfur geng ég um með hundinn minn í næsta nágrenni Mosfellsbæjar og nú er genginn í garð sá tími þegar ég reyni að fá Funa til að taka nefið upp úr jörðinni og horfa á rjúpurnar. Þær eru merkilega fáar í Hamrahlíðinni í ár, hvað svo sem síðar verður á þessu hausti. Er búinn að sjá sama hópinn - fimm rjúpur - tvo daga í röð. Fyrir réttu ári voru margir hópar á sama stað og mest taldi ég um 50 rjúpur í gönguferð og það nokkra daga í röð. Veðráttan hefur reyndar verið með allt öðrum hætti í haust en fyrrahaust en staða mála ætti að skýrast á næstunni. Varla hafa friðuðu rjúpurnar flogið út fyrir öryggismörk til að láta skjóta sig. Það var fálki á ferðinni í Hamrahlíðinni í byrjun ársins og rjúpnahræ, sem þar voru, bentu til þess að hann hafi setið að veisluborði.
Eiríkur Stefán Eiríksson, 2.10.2007 kl. 18:32
Ómar, Eiríkur og Þorvaldur og aðrir þeir sem kunna að hafa áhuga á sjá brestina í líkaninu sem er hér til umræðu þá get ég sent þeim útreikninga mína sem sýna fram á gapandi vitleysu í líkaninu.
Hvað varðar að meta fjölda rjúpa á landinu eftir reynslu gönguferða einstaklinga þá er það vandmeðfarið.
Ég var t.d. á ferð í Fljótunum í dag og varð var við rjúpu og reyndar sá ég fálka líka í Sléttuhlíðinni. Á þriðjudaginn í síðustu viku var ég í Hofsósi og átti erindi í grunnskólann og þar á hlaðinu voru gæfar rjúpur þannig að eitthvað fuglalíf er hér í Skagafirðinum.
Hér að neðan eru línur Austfirðings sem ég fékk í rafpósti um helgina.
Sæll Sigurjón
Ég er sammála þér varðandi ráðgjöf UST í rjúpnamálum. Finnst einnig mjög einkennileg fækkun rjúpu á friðuðu svæði og sérstaklega hversu haldlítil svör sérfræðinga við því eru. Hér fyrir austan skýtur hver sem betur getur en samt fjölgar rjúpu. Var mikið á ferðinni í haust í leiðsögn og mín tilfinnig er sú að meira sé af fugli en í fyrra. Ég hef grun um að mikil tófuveiði hér á Héraði sé ein skýringin á þessu.
Fljótsdalshérað hefur haldið vel utan um vargeiðingu síðustu ár enda er greitt hátt verð fyrir unnið dýr og því hvatning fyrir veiðimenn að halda sér við efnið. Reyndar held ég að hugarfarsbreytingar sé þörf hjá veiðimönnum almennt í þessum efnum.
Sigurjón Þórðarson, 2.10.2007 kl. 21:55
Var að koma úr göngum á Austurlandi....það hefur aldrei verið meira af rjúpu!!!
Einar Ben Þorsteinsson, 3.10.2007 kl. 00:31
Ég hef heyrt þá tilgátu að rjúpnastofnin sveiflist upp og niður eins og sólblettatíðni á 11 árum. Ég man bara ekki hver setti þessa tilgátu fram, en eins og Sigurjón bendir á þá er full ástæða til að öðlast betri skilning á þessu því veiðarnar gera það hreint ekki eins og Eiríkur og fleiri hafa bent á.
Svo undarlega sem það kann að hljóma fyrir einhveja þá er þessi 11 ára sveifla í sólblettatíðni mjög áberandi hjá radíóamatörum. Radíómerki berast nefnilega áberandi illa þegar 11 ára hringurinn fer á botninn.
Ég er einn þeirra sem hef þá trú að sólblettatíðni hafi meiri áhrif á lífríkið en við vitum um. Einnig er líklegt að áhrif sólar séu meiri á hlýnun og kólnun jarðar en menn hafa hingað til haldið. Sveiflur í hitastigi jarðar hljóta að taka mið af breytilegu hitastigi uppsprettu lífs okkar, sólarinnar. Af þessum sökum er ég einn þeirra sem tel fráleitt sannað að maðurinn sé megin orsök hlýnunar jarðar, því það er vitað að jörðin hefur bæði verið miklu hlýrri og miklu kaldari en nú er. Þetta sanna borkjarnar á heimskautasvæðum svo ekki verður um villst. Árhringir elstu trjáa gefa líka sömu vísbendingar.
Haukur Nikulásson, 3.10.2007 kl. 08:55
Í þessu samhengi er allavega glapræði að ætla að vísa í veiðimenn, það er eins og að hlusta á sjómenn um hversu mikill fiskur sé í sjónum... mikil hagsmunatengsl þar í gangi... Við verðum að hafa eitthvað viðmið og ef það er rétt að þessi líkön sem stuðst er við eru röng, þá verðum við allavega að hafa eitthvað áþreyfanlegra en orð manna út í bæ fyrir því að allt sé að fara til fjandans eða ekki...
Frelsisson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 09:06
Það er rjúpa í lóðinni hjá Skúla í Barra, Egilsstöðum! Já og nokkur stykki sá ég með ferjunni út í Hrísey. Næsta mál á dagskrá að afnema með öllu ferjutollinn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.