Leita í fréttum mbl.is

Deilt um kofa í Reykjavík og fjárhús á Siglufirði

Skipulagsmál geta valdið hörðum deilum, bæði varðandi uppbyggingu og niðurrif húsa. Í Reykjavík er hart deilt um niðurrif húsa við Laugaveginn en á Siglufirði er deilt um uppbyggingu fjárhúsa. Mín skoðun er sú að það geti verið réttlætanlegt að rífa gömul hús, þ.e. ef eitthvað kemur í staðinn sem er smekklegt og fallegt og passar inn í götumyndina. Við höfum svoleiðis dæmi gegnt Hjálpræðishernum, Hótel Reykjavík Centrum, en hið sama verður ekki sagt um margar byggingar sem hefur verið þröngvað inn í götumyndina á Laugaveginum, þær eru langt frá því að vera vel heppnaðar.

Ef til vill gildir það sama um fjárhúsin á Siglufirði, ef myndarlega verður staðið að búskapnum og byggingu fjárhúsanna er ekkert slæmt um þær að segja, þær geta þá orðið Siglfirðingum til sóma. Einnig verður að líta til þess að það er meira frelsi í fjárbúskap en í sjósókn. Það má kannski segja að það séu tákn hafta og atvinnubanns í sjávarútvegi að Siglfirðingar leiti í búnaðarstörf á árinu 2007.

Það er alltaf áhugavert að velta fyrir sér hinum ýmsu deilum. Ég minnist þess að nú í haust þegar deilt var af offorsi um réttmæti vítaspyrnu í leik Chelsea og Liverpool var afar heitt mál í pottunum á Sauðárkróki réttmæti hrútadóma, þ.e. um að dómaramistök hefðu orðið í hrútadómum á landbúnaðarsýningunni á Sauðárkróki. Viðmælanda mínum í pottinum var mikið niðri fyrir og taldi að hrútarnir sem röðuðu sér í efstu sætin hefðu verið ófríðir, illa af guði gerðir og ullin í henglum (minnir mig).

Hvar er rannsóknarblaðamennskan á Íslandi í dag? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he, já maður hefur eiginlega fengið nóg af þessu sífellda nöldri um verndun gamalla húsa nú orðið. Ég skal trúa að menn séu ekki ánægðir með mistök í hrútadómum, ekkert smávegis umræðuefni í sveitum hér eitt sinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.9.2007 kl. 00:06

2 Smámynd: Erla Sigríður Ragnarsdóttir

Sæll Sigurjón. Ég varð nú aðeins að láta vita af mér;) Og hæ Guðrún María;) Að mínu mati er verndun gamalla húsa mikilvæg ef söguleg- eða menningarleg verðmæti húsanna eru einhver. Ekki til að vernda götumynd, bæjarmynd, útsýni eða stjórna veðráttu, lýsingu eða skuggum. Það þykir mér nú bara vera íhaldssemi.

En þetta er hins vegar skemmtilegt mál þarna á ferðinni á Sigló og sýnir ja...hugsanlega bæjarstjórn sem er langt á undan sinni samtíð...þetta er svona einhvers konar efnahagsleg forsjárhyggja bæjarins! Svona nokkurs konar ef saga skrifuð fyrirfram...ef einhver hefur áhuga á að stofna til fjárbúskapar þá er þetta svæði til staðar.  

Erla Sigríður Ragnarsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Erla talar um að bæjarstjórnin á Siglufirði sé langt á undan sinni samtíð. Það verður að skoða þessa fyrirhyggju og geysilegu framsýni bæjarstjórnarinnar í ljósi þess að í bæjarstjórn Fjallabyggðar situr einn yngsti og efnilegasti þingmaður þjóðarinnar, Birkir Jón Jónsson framsóknarmaður. Hann hefur að sönnu ósviknar taugar til hinnar íslensku sveitamenningar og er það vel.

Sigurjón Þórðarson, 11.9.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband