Leita í fréttum mbl.is

Hópefli kvótavina í svartnættinu

Það fer ekki á milli mála að kvótakerfið hefur borið upp á sker og beðið algert skipbrot. Það sýnir niðurskurður þorskveiðiheimilda fyrir næsta fiskveiðiár og afkoma helstu sjávarútvegsfyrirtækja sem eru orðin stórskuldug eins og nýlegt uppgjör HB Granda ber ljóslega með sér.

Nú hafa helstu hugmyndafræðingar kerfisins boðað til ráðstefnu þar sem á að berja í brestina og þeir telja sér og öðrum trú um að allt leiki í lyndi. Lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson sem kostaður er af LÍÚ mun ræða um þorskstofninn og bankastarfsmaðurinn í Reykjavík Ásgeir Jónsson mun fjalla um áhrif kvótakerfisins á byggðaþróun.

Það er grátbroslegt að enginn fiskifræðingur og hvað þá sérfræðingur frá Byrggðastofnun mun tjá sig um þessi málefni. Það er spurning hvort kranablaðamennskan muni skrúfa gagnrýnislítið frá niðurstöðu þessa málþings kvótavinanna.

Helgi Áss hefur á liðnum vikum mikið látið fara fyrir sér á síðum Morgunblaðsins í umræðum um sjávarútvegsmál. Ég hef verið á báðum áttum um hvort ég ætti að nenna að svara greinunum á sama vettvangi. Helgi gerir sig sekan um að misskilja grundvöll þess sem hann fjallar um. Í réttlætingu sinni fyrir kvótakerfinu hefur hann beint sjónum sínum að stærð fiskiskipastóls við Íslandsstrendur, að hann hafi farið stækkandi, og réttlætir þannig kvótakerfið, þ.e. að skipastóllinn hafi stækkað en aflinn minnkað.

Í fyrsta lagi gerir hann ekki grein fyrir breytingum sem verða á sókn erlendra togara hér við land og í öðru lagi skiptir stærð flotans sáralitlu máli. Eftir 1984 þegar kvótakerfinu er komið á er ákveðið hversu margir fiskar eru teknir úr sjónum og það skiptir ekki máli upp á sóknina hvort það er gert með 10, 20 eða þúsund skipum. Líffræðilegar forsendur eiga ekki að breytast með fjölda skipa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hópefli og sjálfshjálparnámskeið!

Sjáfsagt munu hinir félagslega þenkjandi vandamálafræðingar Samfylkingarinnar leita í þetta eins og maðkar í mykjuhaug.

Sigurður Þórðarson, 28.8.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Helgi talaði um það að engir skuttogarar hafi verið á miðunum 1970 en hann minnist ekki á að það hafi verið milli 300-500 erlendir "síðutogarar" við landið ásamt Íslenskum skipum og margt annað hefur hann látið frá sér fara sem er svo arfavitlaust að, eins og þú segir, það tekur því ekki að svara því.  En ætli þessi ráðstefna eigi að koma í staðinn fyrir "mótvægisaðgerðirnar" sem enn er beðið eftir.

Jóhann Elíasson, 28.8.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Hafsteinn Sigurbjörnsson

Einföld leið til að stemma stigu við ofurvaldi LÍÚ og allsherjar togaravæðingar veiðanna, er að stjórnvöld setji reglur um hvernig veiðarfæri skuli nota til veiðanna þ.e. að hverri veiðiheimild fylgji ákvæði um hverskonar veiðarfæri skuli nota við veiðarnar.  Þetta gætu stjórnvöld gert án þess að skerða núverandi veðiheimildir nokkurrar útgerðar, og þar með lostnað undan hugsanlegum skaðabótakröfum einstakra aflaupptöku ( eignaupptöku ) og um leið stjórnað betur þróun atvinnugreinarinnar á margan máta.  Með svona stjórnvaldsaðgerð væri hægt að þvinga stórútgerðar hóp LÍÚ í áföngum til vistvænna veiða t.d. að breita togveiðiskipum í línuskip,(eins og Tjaldanna ), vermda viðkvæmt lífríki landgrunnsins, minka mengun frá fiskiskipastólnum,( olíueiðsla sem sífellt er að verða meiri og dýrari ), og minkað fjárfestingu á hvert aflað fiskitonn. Einnig eflingar og aukningar á útgerð frá minni sjávarplássum, sem eingöngu nota vistvæn veiðarfæri. Það eru fleiri þættir samfara þessari hugmynd sem gæti snúið þróuninni við til sjálfbærar nýtingar á stærstu auðlind þjóðarinnar.

Hafsteinn Sigurbjörnsson, 30.8.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband