Leita í fréttum mbl.is

Dagur pissar upp í vindinn

Sérkennileg er greinin eftir Dag B. Eggertsson á bls. 18 í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gagnrýnir Björn Inga Hrafnsson fyrir sinnuleysi. Hann segir Björn Inga ekki hafa brugðist nógu rösklega við niðurskurði á aflaheimildum sem eru alfarið á ábyrgð Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Degi finnst greinilega sem Björn Ingi hafi brugðist öðruvísi við en hann ætti að gera en segir þó ekkert um hvað hann ætti að gera. Hvatinn að greininni er fyrirhugaðir flutningar HB Granda upp á Akranes sem eru að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins afleiðing af niðurskurði aflaheimilda í þorski.

Það sem er alvarlegt við ákvörðun og málflutning Samfylkingarinnar er að fyrir kosningar gaf hún í skyn að til stæðu einhverjar breytingar á sjávarútvegi en eftir kosningar neitar hún að fara yfir veigamikil rök þeirra sem sýna fram á að niðurskurðurinn sé algerlega óþarfur.

Hvað vill annars Dagur upp á dekk, hvað meinar hann með greininni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samfylkingin hefur með aðgerðum og aðgerðarleysi, eftir alþingiskosningarnar í vor, sýnt kjósendum sínum svo mikla lítilsvirðingu að annað eins fyrirfinnst ekki og um leið sýnt það og sannað að þar er um að ræða "ótrúverðugasta" stjórnmálaaflið á landinu (þetta er mín skoðun sem ég stend við fram í rauðan dauðann).  Það virðist sama hvar Samfylkingin kemur að, í ríkisstjórn eða á sveitarstjórnarsviðinu, allstaðar sér maður klúður eftir þá og "aldrei virðist það vera að þeir beri ábyrgð á neinu".  Reyndar var það sagt í sveitinni í gamla daga að ef maður sæi mann míga upp í vindinn  þá gæti maður bókað að þar væri um verkfræðing að ræða, en þetta virðist ekki eiga við lengur Samfylkingarmenn gera þetta líka.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Slembinn einstaklingur, eins og hann kýs að kalla sig, það er ekki mikið mark takandi á mönnum sem ekki koma fram undir nafni og þora ekki að tjá sig þannig að þeir þekkist og það er ekki vinnandi vegur fyrir þig að halda því fram að ég fylgist síður með fréttum en þú.

Jóhann Elíasson, 13.8.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er alveg stórkostlegt að fylgjast með Samfylkingamönnum og Sjálfstæðismönnum víða núorðið ,hrein sápuópera þar sem flokksmenn hamast við að bera blak af ríkisstjórninni hægri vinstri.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Formaður Samfylkingarinnar var á Hólahátíð um helgina og tilkynnti þar landslýð í hverju byggðastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðis og Samfylkingar væri fólgin en þá minntist hún ekki einu orði á sjávarútveg enda virðist flokkurinn vera í þann mund að leggja blessun sína yfir óréttlátt kvótakerfi  sem hefur rústað sjávarbyggðunum.

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2007 kl. 00:01

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég fæ ekki betur séð en Samfylkingin sé þegar búin að leggja blessun sína yfir kvótakerfið, enda svo sem ekki við öðru að búast úr þeirri átt. En þessa dagana er er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað Samfylkingin er hörmulega misheppnaður stjórnmálaflokkur og samdauna framsóknaríhaldspólitíkinni sem rekin hefur verið síðastliðinn einn og hálfan áratug.

Snakkið sem haft er eftir Degi B. og þú gerir að umtalsefni Sigurjón, er tæplega þess virði að eyða á það orðum.

Jóhannes Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 01:18

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt hjá þér Jóhannes að þetta snakk Dags er varla þess virði að gera það að umtalsefni´.

Ég er viss um að umræða um sjávarútvegsmál eigi eftir að verða mikil á næstu misserum þegar áhrif niðurskurðar aflaheimilda mun koma fram en líklega verður niðurskurðurinn farinn að bíta um næstu áramót og þá munu það ekki einungis verða þorpin á landsbyggðinni sem munu finna fyrir því heldur einnig Höfuðborgarsvæðið.

Samfylkingin hlýtur fyrr eða síðar þurfa að skýra út fyrir fólki hvers vegna hún fer ekki yfir rök þeirra sem sýna með vísindalegum rökum að þessi niðurskurður sé á veikum grunni byggður. 

Samfylkingin gefur sig út fyrir að stunda umræðustjórnmál en fyrsta verk hennar í stjórn er að þagga niður sjónarmið sem eru ekki innundir hjá kerfinu.

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2007 kl. 11:32

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Í fyrsta lagi, það er engin útgerð á Hólum í Hjaltadal.

Í öðru lagi, er einver frekari þörf á að samfylkingarfólk tjái sig um stefnu flokksins í kvótamálum sjávarútvegs heldur en öðrum málum sem skrafað var um og skeggrætt fyrir kosningar. Þar vil ég benda á td. ræðu formannsins á landsfundinum þar sem hún talaði fjálglega um að endurskoða þyrfti eftirlaunalögin frægu sem er ekkert annað en opinber þjófnaður og ekki síður stuðningur Íslendinga við innrásina í Írak. Þar kom hún með einhverja þá furðulegustu skýringu sem fram hefur komið hjá íslenskum stjórnmálamanni og hefur þó margt furðulegt runnið úr munni þeirra margra.

Kristján Möller hefur eina trompið á hendinni sem er klúðrið með Grímseyjarferjuna. Vonandi spilast vel ú því á hans hendi.

Þórbergur Torfason, 15.8.2007 kl. 15:33

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þrátt fyrir allt tal um óréttlátt kvótakerfi,það hafi rústað sjávarbyggðum, sem er þá öll byggð strandlengja landsins, þá hefur enginn stjórnmálafokkur komið með aðra stefnu en kvótakerfi í einhverri mynd.Ef einhver telur að svo sé ekki,þá auglýsi ég hér með eftir þeim stjórnmálaflokki.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2007 kl. 17:21

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já einmitt Sigurgeir afar fróðlegt.

Hvað eru margir íbúar eftir í sjávarbyggðum og hvað hafa margir flutt á mölina frá upptöku arfavitlausasta kerfis á byggðu bóli til fiskveiða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband