Leita í fréttum mbl.is

Össur og Einar Kristinn svara ekki gagnrýni

Það er vert að velta því fyrir sér hvers vegna hvorki sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson né Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra svara málefnalegri gagnrýni á forsendur fiskveiðiráðgjafar sem gengur mjög nærri sjómönnum og byggðum landsins. Í gær var t.d. mjög vönduð grein í Morgunblaðinu eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing sem ætti að kalla á viðbrögð.

Þeir vinirnir Össur og Einar Kristinn eru ekki einir um að svara í engu gagnrýni á veikar forsendur fiskveiðiráðgjafarinnar, en það sama má segja um viðbrögð opinberra stofnana, s.s. Hafró og Hagfræðistofnunar sem svara með þögninni.

Þegar gagnrýni er ekki svarað er það venjulega annars vegar vegna þess að þeir aðilar sem hún beinist að eiga engin svör og reyna því með öllum ráðum að leynast en hins vegar getur verið að ráðamönnum þyki gagnrýnin svo fádæma vitlaus og ómerkileg að hún sé ekki svaraverð. 

Smábátafélagið Reykjanes ályktaði í fyrradag að stofnstærðarmæling Hafró væri út úr öllu korti og rökstuddi þá ályktun ágætlega, s.s. með því að þorskstofninn hefði minnkað, vel að merkja samkvæmt mælingum, um 200 þúsund tonn á hálfu ári.

Ég tel rétt að sjómenn á Reykjanesi og landsmenn almennt velti fyrir sér hvers vegna þessari gagnrýni er ekki svarað. Er það vegna þess að Össur og Einar Kristinn treysta sér ekki í röksemdafærsluna þrátt fyrir fulltingi allra færustu sérfræðinga sem að sögn eru í fremstu röð í heiminum eða telja Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin þessa gagnrýni og þá aðila sem setja hana fram svo ómerkilega að hún sé ekki svaraverð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar menn svara ekki gagnrýni hafa þeir vondan málstað að verja .

Ég tel að svona sé í pottinn búið:  Ég er sannfærður um að þessi aflasamdráttur sé löngu undirbúið "plott" undirbúið af LÍÚ, með fulltingi HAFRÓ og svo eru "undirlægjurnar" í sjávarútvegsráðuneytinu, sem gera bara eins og þeim er sagt.  Fyrir það fyrsta fékk LÍÚ það í gegn að veiðileyfagjaldið, sem alveg frá fyrstu stundu hefur verið þyrnir í augum samtakanna, fellt niður (það er sagt í tvö ár en það er farið og þá verður ekki einfalt að koma því á aftur).  Í öðru lagi er fyrirsjáanleg mikil samþjöppun í kvótaeign, það er auðséð að´minni og skuldsett fyrirtæk, koma ekki til með að þola þann mikla samdrátt sem verður í aflaheimildum og neyðast því til að selja frá sér veiðiheimildir og hverjir hafa ráð á að kaupa? Í framhaldi af þessu kemur leiguverð á aflaheimildum til með að hækka mikið.  Fari fram sem horfir kemur leiga á aflaheimildum að leggjast af þegar búið er að knésetja minni aðila í fiskvinnslu og útgerð.  Til að "lappa" aðeins upp á ástandið var ríkisstjórninni "falið" að koma með svokallaðar mótvægisaðgerðir til að taka mesta "höggið" af skerðingunni, þessar mótvægisaðgerðir, ef það á að kalla þær því nafni, felast aðallega í almennu bulli (eins og stjórnarsáttmálinn) t.d. samgöngubótum, háhraðatengingum, meiri menntun o.s.fr.v.  Sá sem er í vandræðum árið 2007 þarf ekki nýja vegi 2012.  Og ég var nærri búinn að gleyma því, það á að styrkja hafrannsóknir.  Þvílíkur brandari HAFRÓ hefur verið á villigötum síðan 1983 og það á að verðlauna stofnunina og til að bæta gráu ofan á svart, þá á fyrrum starfsmaður HAFRÓ að meta rannsóknir stofnunarinnar og koma með tillögur um hvort eitthvað megi betur fara.  Ég fæ ekki betur séð en það sé verið að festa "kerfið" enn betur í sessi.

Jóhann Elíasson, 18.7.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Tek undir hvert orð sem þú skrifar Jóhann.Það eru svona greinar sem ég myndi halda að"misstu"sig þegar þær eru skrifaðar sem athugasemdir hjá öðrum.Ekki það að síða Sigurjóns sé ekki mikið lesin og að menn hafi ekki áhuga skrifum hans,heldur myndi ég segja að mikið af athugasemdum eins og hafa t.d. hafa verið skrifaðar hjá mér þyrftu að koma fyrir sjónir fleiri.Ég held að það séu ekki svo margir sem hafa áhuga á hvað ég er að nöldra um.Þess vegna ætti kannske að stofna "heimasíði"og auglýsa hana vel upp,þar sem allir geta gengið að þessum skrifum ef það hefur áhuga á þessum málum,Sem ég held að menn séu að fá meiri áhuga á.

Ólafur Ragnarsson, 18.7.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Sigurjón. Þú ferð ekki fram á lítið. En ég hef í mörg ár furðað mig á því hvernig lífræðingurinn Össur Skarphéðinsson, hefur komið sér hjá því að ræða hinn líf- og vistfræðilega þátt fiskveiðikerfisins. Hann á það til eins og við vitum að froðufella af minnsta tilefni - en hefur algerlega komið sér hjá því að taka afstöðu í máli sem heyrir beint undir hans sérþekkingu... Ef hann ætlar sér öllu lengur að koma sér hjá því má hann hundur heita fyrir mér. 

Varðandi fulltrúa þriðju kynslóðarinnar frá Bolungavík, Þá geri ég ekki þá kröfu að hann geti rætt fisveiðimálinn með þeim hætti sem þú ferð fram á. Takru eftir...hann hefur aldrei gert það á öllum þeim árum sem hann hefur verið á þingi......bara kjaftavaðall um veiðileyfagjald og þess háttar.  

Atli Hermannsson., 18.7.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ef til vill má Össur ekki ræða þessa hluti en það má ekki gleyma því að Ingibjörg Sólrún drottning samræðustjórnmálanna ræður ferðinni um hvað er rætt og hvað ekki í Samfylkingunni? 

 Ingibjörg er ekki að eyða tíma sínum í að ræða við íslenska sjómenn sem missa tekjur og jafnvel vinnuna.  Hún er ekki heldur að spá í forsendur einhverra þorskveiða -  Nei Ingibjörg er að ræða við fólkið í Ísrael og Palestínu og kynna sér málin frá fyrstu hendi svo hún geti tekið réttu ákvarðnirnar þegar Ísland er búið að splæsa milljarði eða milljörðum í sætið góða í Öryggisráðinu.

Sigurjón Þórðarson, 18.7.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

 Þetta sagði Samfylkingin fyrir kosningar.

 "Skapa sátt um nýtingu auðlinda hafsins með þátttöku allra hagsmunaaðila sem tryggi útgerðinni starfsgrundvöll til framtíðar. Breytingar á fiskveiðikerfinu miði að því að auðvelda aðgang nýliða að útgerð."

Sjálfsagt erum við, Sigurjón minn, haldnir svæsinni lesblindu að skilja ekki innihaldið rétt. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.7.2007 kl. 20:59

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún Ingibjörg Sólrún er ekkert annað en undirlægja Sjálfstæðisflokksins og gerir það sem D segir henni, svo hún haldi ráðherrastólnum sínum, nú þegar er hún búin að éta flest stóru orðin, sem hún viðhafði í kosningabaráttunni, ofan í sig.  Skildi henni ekki fara að verða óglatt?

Jóhann Elíasson, 18.7.2007 kl. 21:03

7 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Og ég var nærri búinn að gleyma því, það á að styrkja hafrannsóknir. Þvílíkur brandari HAFRÓ hefur verið á villigötum síðan 1983 og það á að verðlauna stofnunina og til að bæta gráu ofan á svart, þá á fyrrum starfsmaður HAFRÓ að meta rannsóknir stofnunarinnar og koma með tillögur um hvort eitthvað megi betur fara.  Ég fæ ekki betur séð en það sé verið að festa "kerfið" enn betur í sessi."

Sæll Jóhann.  Ef nefndin sem Guðrún Marteins á að stýra minnir ekki á frægan Rósenberg,  sem fenginn var til lands að mig minnir 2003 til að endurskoða starfsaðferðir og nýtingarstefnu Hafró – t.d. hvernig Hafró tókst að tína úr gögnum sínum 600 þúsund tonnum af þorski á tveim árum.
Þegar "Rósaskýrslan” var lesin kom í ljós að hann og samstarfsfélagar höfðu ekkert annað gert en að athuga með það hvort útreikningarnir hjá Hafró væru nú ekki allir réttir. (Lagt saman og dregið frá)..

Atli Hermannsson., 18.7.2007 kl. 22:52

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þegar menn vita ekki sitt rjúkandi ráð um hverju best sé að ljúga næst, dettur þeim ekkert betra í hug en reyna að þegja allt í hel. Vonandi það að fólk gleymi þessu einsog öllu öðru. Það er alveg á hreinu að það treystir sér enginn af þessum herrum í umræðu um þessi mál. Skildi ástæðan fyrir því vera sú, að Einar K og Össur geri sér orðið grein fyrir þvælunni sem þeir eru að reyna með veikum mætti að verja?

Hallgrímur Guðmundsson, 19.7.2007 kl. 01:09

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Strákar svo má ekki gleyma einu,og það er að réttlæta síðan öll álverin sem eru fyrirhuguð á næstu árum,enn eitt lofoð sem virðist engu skipta lengur,þessi pólítík á sér ekki lengur hliðstæðu og meðan íhaldið verður við völd munu hinir flokkarnir sem eru í teimi fjara út.

Og síðan er öll þjóðið svo þreytt af vinnu við að ná endum saman að enginn er vakandi lengur fyrir öllu bullinu og ruglinu hreint út sagt ömurlegt.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.7.2007 kl. 08:14

10 Smámynd: Katrín

og svo að allt öðru máli: klukk klukk

Katrín, 19.7.2007 kl. 10:05

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já þá er það klukkið Kata en ég er nú frekar blankur í því.

Ég er Valsari en held þó með Tindastól í körfunni.

Ég átti 7 systkini en tvo eru fallin frá.

Ég á 3 börn með 3 .

Ég er ekkert alltof líklegur til átaka að morgni til en yfirleitt í mjög góð skapi. 

Ég er með símamaníu

Ég man flest en þó geta nöfn þvælst fyrir mér.

Hef gaman af skotveiði og hinu og þessu  brölti en á það líka til að detta í tölvuleiki.

Sigurjón Þórðarson, 19.7.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband