Leita í fréttum mbl.is

12. júlí - Göngudagurinn mikli ađ kvöldi kominn

Eitt ţađ jákvćđasta sem Tony Blair vann ađ í stjórnartíđ sinni var ađ stuđla ađ  ţví ađ sćtta stríđandi fylkingar á Norđur-Írlandi.  Ég hef fylgst međ öđru auganu međ norđur-írskum stjórnmálum í gegnum árin eđa allt frá ţví ađ ég vann sumarlangt á rannsóknarstofu í Belfast viđ ađ mćla veirusmit í kartöflugrösum.

Norđur-írsk stjórnmál eru engu lík ţar sem trúarbrögđ og öfgar skipta gríđarlega miklu máli.  Eldklerkurinn Ian Paisley og slunginn talsmađur stjórnmálaarms hryđjuverkasamtakanna IRA, Gerry Adams, hafa leikiđ stórt hlutverk á sviđi stjórnmálanna um áratuga skeiđ og nú virđist sem ţessi öfl séu ađ slíđra sverđin.  

Ţađ hefur ţurft mikiđ pólitískt ţor til ţess ađ stíga skref til sátta og friđar og hafa sumir, s.s. friđarverđlaunahafi Nóbels David Trimble, ţurft ađ fćra pólitískar fórnir fyrir gćfuspor til sátta.  Öfgasamtök og stjórnmálaöfl eru ráđandi í fréttum en ţađ hafa einnig veriđ starfandi hófsamiri samtök sem hafa beitt sér mjög fyrir friđi, t.d. stjórnmálafliđ Alliance Party sem hefur beinlínis beitt sér fyrir sáttum og blöndun samfélaga kaţólskra og mótmćlenda. Ég er ekki frá ţví ađ flokkurinn hafi haft talsverđ áhrif í ađ koma á skynsamlegri umrćđu ţó ađ hann hafi fengiđ mikiđ kjörfylgi. 

Tólfti júlí er hátíđisdagur mótmćlenda ţar sem ţeir halda uppi á sigur á kaţólskum hersveitum fyrir liđlega 300 árum. Ţađ er Appelsínugulareglan sem stendur fyrir göngum á Norđur-Írlandi en göngumenn koma víđar ađ. Reglan kynnir sig sem menningarsamtök sem standa vörđ um gömul og góđ bresk gildi. Kaţólikkar líta margir hverjir ţessar göngur hornauga og ţykir sem ađ tilgangur ţeirra sé öđrum ţrćđi ađ storka og viđhalda fornum deilum. Sérstaklega á ţađ viđ ţegar gengiđ er um hverfi kaţólskra.

Tólfti júlí er hápunktur í göngutíđinni og er oft á tíđum spennuţrunginn ţar sem talsverđ hćtta er á ađ ţađ slái í brýnu á milli fylkinga og sjóđi upp úr ţegar á líđur kvöld. 

Ég vona svo sannarlega ađ kvöldiđ og nóttin verđi friđsöm ţar sem nú ćtti vissulega ađ vera lag til ţess ađ komast frá deilum og hjađningavígum fortíđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Já tek undir ţađ međ ţér Sigurjón, mađur hefur fylgst međ ţessu úr fjarlćgđ frétta af atburđum og oft ekki skiliđ upp né niđur í illdeilum af ţessum toga.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 13.7.2007 kl. 02:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband