Leita í fréttum mbl.is

Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands?

Hafa álverin hverfandi áhrif á efnahag Íslands? Ég tel að það leiki mikill vafi á því að ef að mark má taka af hagfræðingum sem að Viðskiptablaðið setti sig í samband við til þess að fá fra álit þeirra á því hvernig niðurskurður á aflaheimildum muni koma niður á  þjóðarskútunni.  Í kostuglegri fréttaskýringu Viðskiptablaðsins er nánast fullyrt að áhrif sjávarútvegsins á efnahag þjóðarinnar sé hverfandi! 

Hagfræðingarnir sem líklega eru starfandi á hinum ýmsu greiningadeildum telja að svo sé, þrátt fyrir að sjávarútvegurinn standi undir meira en helmingi af vöruútflutningi landsmanna.  Það er gert með því að greina frá því hversu hátt hlutfall sjávarútvegurinn er af allri veltu í landinu þ.e. landsframleiðslunni. Vegna vanhugsaðara og óþarfra sekerðingar ríkisstjórnarinnar á aflaheimildum fer hlutfall sjávarútvegsins niður fyrir 10% af landsframleiðslunni.

 Með því að setja hlutina í þetta samhengi og nota svipaða röksemdafærslu má fullyrða að álframleiðsla landsmanna sem stendur undir helmingi minni útflutningsverðmætum en fiskurinn skipti nánast engu máli, sérstaklega ef litið er til þess að það þarf að flytja inn verðmæti s.s. súrál til þess að geta framleitt álið góða.

Í áðurnefndri "fréttaskýringu" er það rakið skilmerkilega að sjávarútvegurinn eigi mikla sök á helstu efnahagskreppum sem landsmenn fóru í gegnum á 20. öld og þess vegna væri vel að hann væri hverfandi þar sem þá væri þjóðin að mestu laus við þetta vandræðabarn sitt.

Þessi skrif í Viðskiptablaðinu eru ef til vill lýsandi fyrir þá vitleysis umræðu sem fram fer um sjávarútvegsmál s.s. þegar ráðherra telur það æðislega gott fyrir orðspor Íslendinga að geta ekki veitt og selt vegna meintrar ofveiði liðinna ára. Sumir reyna að leynast þegar talið berst að sjávarútvegi s.s. Dr. Össur Skarphéðinsson ráðherra byggðamála sem ræðst að sjávarbyggðunum með gerræðislegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar en svarar með þögn þegar hann er spurður nánar málefnalegra spurninga um veikan grundvöll ákvörðunar ríkisstjórnarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála þessu fændi. Það er blátt áfram dæmalaust þegar hver aulinn öðrum óburðugri tekur til máls um eitt viðkvæmasta mál samtíðarinnar þá reynist höfundur oftar en ekki vera prófessor eða stjórnmálamaður.

Þó kastaði fyrst tólfunum þegar gestkomandi fiskifræðingur bar slíkt lof á íslenska fiskveiðistjórnun og ráðgjöf eins og við urðum vitni að í sjónvarpsviðtali nú á dögunum.

"Engin þjóð hafði náð öðrum eins árangri og við Íslendingar."

Eru þessir menn bara í lagi? Eða hafa þeir fengið vafasamar upplýsingar?

Árni Gunnarsson, 11.7.2007 kl. 14:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðist vera að þessa menn vanti allt jarðsamband og svo til að bæta gráu ofan á svart, þá gleypa ráðamenn þjóðarinnar þessa vitleysu algjörlega ómatreidda.  Það er engu líkara en margir hverjir haldi að tekjur þjóðarinnar verði til í bönkunum og öðrum fjármálastofnunum.

Jóhann Elíasson, 11.7.2007 kl. 15:34

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já jarðsambandið vantar og það er stórfurðulegt að lesa grein eftir fyrrum borgarstjóra Samfylkingarinar Steinunni Valdísi þar sem hún talar um einhverja ábyrgð við stjórn fiskveiða. 

Ég tel það ekki ábyrgðalaust að fara ekki yfir málefnalega gagnrýni eins og Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa gert eins með sjálfan ráðherra byggðamála í fararbroddi þess að láta eins og vel rökstudd gagnrýni á mjög umdeilda ráðgjöf sé ekki til.

Sigurjón Þórðarson, 11.7.2007 kl. 17:33

4 identicon

Það er n´æu sannað mál að meira en helmingur útfluttingstekna íslendinga verða til í kringum starfsemi bankanna okkar. Svo held ég að maður þurfi að vera blindur og heyrnalaus til að halda að það sé í lagi með þorksstofninn okkar.

bjöggi (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:05

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þá vitum við það bjöggi.

Sigurjón Þórðarson, 11.7.2007 kl. 19:26

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það verður að segjast eins og er að þetta er hagfræðin sem kann ekki að tala og sama hvort um er að ræða hagfræðingastóð eða stjórnvöld sem virðast staurblind á ástandið í áraraðir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.7.2007 kl. 01:48

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit nú ekki hvort við eigum að ganga svo langt að kenna hagfræðingunum endilega um, þar innan um eru margir hverjir meðvitaðir um ástandið en vissulega eru margir til sem vantar allt jarðsamband og eiga erfitt með að ákveða hvort komi á undan Hænan eða Eggið.  Mesta vandamálið er að stjórnvöld fara eftir ráðleggingum án þess að kynna sér "málið" frá öllum sjónarhornum.

Jóhann Elíasson, 12.7.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband