Leita í fréttum mbl.is

Kvótinn var skiptimynt í stjórnarmyndunarviðræðum S og D

Ég hef ítrekað reynt að  spyrja talsmenn Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum, þá Össur Skarphéðinsson og Karl Matthíasson, út í skrif og afstöðu þeirra til skýrslna Hafró og Hagfræðistofnunar og jafnframt þá til kvótakerfisins. Þeir hafa ekki enn séð ástæðu til að svara málefnalegum spurningum en það gladdi mig óneitanlega að Karl Matthíasson, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, sá ástæðu til að bregðast við skrifum mínum. Það hafði nefnilega verið gefið í skyn af samfylkingarfólki hér á síðunni að þingmenn Samfylkingarinnar væru merkilegri en svo að þeir ættu í skoðanaskiptum við almúgann. Auðvitað geta kjörnir fulltrúar ekki hlaupið eftir tittlingaskít og svarað öllum spurningum, en þegar um er að ræða spurningar sem varða grundvallarmál eins og jafnræði er ekki til of mikils mælst að þeir svari fyrr eða síðar. Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera jafnaðarmannaflokk og kvótakerfið elur á ójafnrétti þannig að það er vandfundið mál sem ætti að brenna heitar á jafnaðarmönnum.

Það er vissulega miður að hvorki Karl né Össur hafi enn sem komið er svarað efnislega spurningum mínum en samt sem áður koma fram mjög merkilegar upplýsingar í skrifum Karls Matthíassonar.

Í fyrsta lagi kemur fram að óbreytt fiskveiðistefna sé Samfylkingunni þvert um geð en um það hafi engu að síður verið samið við Sjálfstæðisflokkinn og þá að Samfylkingin hafi fengið eitthvað gott í staðinn.

Í öðru lagi kemur fram að Karli Matthíassyni þyki þetta mjög erfitt mál enda hafi þetta gert hann að ómerkingi orða sinna í kosningabaráttunni þegar hann lofaði fólkinu í sjávarbyggðunum breytingum á þessu óréttláta kerfi sem - eins og hann lýsti því - hefur rústað sjávarbyggðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það er margt til í þessu sem þú segir Sigurjón.

Samfylkingarmenn munu sjálfsagt ekki sinna lýðræðislegum skyldum sínum fyrr enn korter fyrir næstu kosningar. Borgaralegt lýðræði byggist á því að við Borgararnir höfum í frammi skoðanir og fyrirspurnir vorar á milli kosninga. Samfylkingarmenn ætla að hunsa það. Þar með er brostinn grundvöllur hins Borgaralega lýðræðis. Þar með eru Samfylkingarmenn orðnir ólýðræðislegir. Valdið er vandmeðfarið.

Kalli Matt lofaði breytingum, það virðist sem hann sé maður orða sinna, breytingar eru vissulega í aðsigi eða hvað? 

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.7.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvorugur núverandi stjórnarflokka hefur látið sig varða fiskveiðistjórn við Ísland síðasta hálfa áratuginn líkt og allt væri þar í himnalagi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2007 kl. 02:15

3 identicon

Já, málefnavíman hvarf af Samfylkingunni þegar hún komst til valda, enda var stefna flokksins bara ein, þ.e. að komast í stjórn.  IGS er nú hamingjusamasta kona á Íslandi í dag eftir að Geir Haarde bjargaði pólitískri framtíð hennar og Samfylkingarinnar.  Samfó er einn mesti tækifærisflokkur sem til hefur verið á Íslandi.

Sjálfstæðis og Samfó eru nú með stóriðjuútsölu sem þau ákveða að ljúka þegar tryggt verður að byggt verði álver í Helguvík, Keilisnesi og Þorlákshöfn, auk þess að heimila stækkun álveranna í Straumsvík og Grundartanga á meðan landsbyggðinni blæðir út vegan skerðingar á kvóta.   Þegar Húsvíkingar minna á sig og sitt álver verður sagt nei, nú er nóg komið, þið fáið ekkert álver.  Landsbyggðin á sem sagt ekki að fá að vera með, þar má fólk éta það sem úti frýs og vera atvinnulaust.  Sagt verður við Húsvíkinga; reynið að finna "eitthvað annað" að gera, orð sem verða ættuð frá stærsta "jafnaðarflokki" Íslands, Samfylkingunni.  Samfylkingin er flokkur Suð-Vesturhornsins, þaðan eru líka flestir málsmetandi þingmenn hennar og þeir láta sig landsbyggðina engu skipta, er í rauninni alveg skítsama um hana.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 11:48

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona er þetta því miður/"það bregðast kosstré sem önnur tré"og Guðmennirnir lika/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.7.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband