Leita í fréttum mbl.is

Ég var á fundi með sérfræðingum Hafró í gær

Þá fengu þeir gagnrýnar spurningar sem þeir gátu ekki svarað. Ég er sannfærður um að ef fréttamenn hefðu rætt við Grétar Mar Jónsson og spurt út í þennan fund hefði fréttin orðið með allt öðrum hætti. Grétar er atvinnumaður og búinn að vera áratugum saman í greininni og hefur, eins og fleiri, enga trú á þessari ráðgjöf.

Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningnum.


mbl.is Þingnefnd fjallaði um ástandsskýrslu Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sama sinnis.  Ég hef mikið verið á sjó og ég trúi ekki einu einasta orði sem kemur frá Hafró. Það ætti að leggja stofnunina niður.  Það er ekki hægt að mæla stofnstærðir fisktegunguna í sjónum.

Gamall sailor (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það dugir ekki að deila við dómarann.

Níels A. Ársælsson., 20.6.2007 kl. 20:12

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er innst inni farinn að fagna þessari erfiðu stöðu sem komin er upp - megi hún verða til þess að heildarendurskoðun fari fram á kerfinu - bæði ráðgjöfinni og úthlutunarreglunum. Ég hef oft verið að velta fyrir mér af hverju togararallið vegur svona þungt í stofnmatinu. En eins og við vitum fer það fram á nokkrum svæðum sem kallað er djúpslóð. Varðandi grunnmiðinn, þá er eins og Hafró vilji ekkert af þeim vita og skellir bara skollaeyrum þegar þau bera á góma. En fyrst það er svona hrópandi ósamræmi í fiskgengd á milli djúp- og grunnmiða. Hvernig væri þá að gera tilraun til tveggja ára, um að minnka kvótann í samræmi við gögn Hafró hjá þeim nýtt hafa sér djúpmiðinn, togaraflotanum - og auka hann hjá bátaflotanum sem heldur sig á grunnslóðinn? Yrðu kannski einhverjir brjálaðir?

Getur það verið að þrátt fyrir aukna fiskgengd sé ekki hægt að auka þorskkvótann vegna lélegrar aflabragða á sérstökum og fyrirfram ákveðnum togslóðum? 

Atli Hermannsson., 20.6.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það er nauðsynlegt að breyta einungis bara landhelgislöggjöfinni. Ef við segjum togari er skip sem er yfir 29 metrar og með vélastærð yfir 1000 hp.

1. Allar veiðar togara eru bannaðar fyrir ofan 300 fm.

2. Allar veiðar með flottroll eru óheimilar í lögsögu Íslands.

Ef þetta yrði gert þá þyrftum við ekkert að vera hrófla við kvótakerfinu, einungis landhelgislögunum.

Níels A. Ársælsson., 20.6.2007 kl. 21:14

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

 Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. 

Sigurjón Þórðarson, 20.6.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Mér finnst kominn tími til að endurskoða og jafnvel afleggja þetta togararall, það hlýtur að vera hægt að nota einhverjar skynsamlegri aðferðir til grundvallar mati á stofnstærðum.  Ég sá í gamla daga leikrit sem heitir "Á sama tíma að ári," alveg ljómandi skemmtilegt en ég mynnist þess ekki að það hafi verið kynnt sérstaklega fyrir þorskinum.  Kominn tími til að sérfræðingar Hafró  viðurkenni það sem sjómenn hafa alla tíð vita, að "Fiskar hafa sporð!" og geta þar með ferðast um sjóinn.

Róbert Tómasson, 21.6.2007 kl. 02:34

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Mig langar að taka undir með Atla varðandi skerðingu á úthafsveiðina en auka heldur á grunnslóð..

Það kemur ekki á óvart að heyra í fréttum núna að útgerðarmenn hafa meiri áhyggjur af "tali" sjórnmálamanna ( sem þeir segja  óábyrga) heldur en niðurskurðinum sjálfum. Það fer hrollur um þá við tilhugsunina um að kvótinn verði tekinn af þeim

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2007 kl. 10:56

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta sem hann Nilli min er aðleggja til, er alls ónógt til að taka heilstætt á Lífkeðjunni við landið.

Við verðum að skoða hvert svæði fyrir sig og huga að, hvernig Flóran og Faunan er þar.  Landslag og tegundauppbyggingin er svo misjöfn, að ekki dugar, að taka svona grófar línur.  Sammála um Flotið en ég vil jafnvel friða fyrir trolli enn dýpra en hann segir,- á sumum svæðum.

Lífkeðjan er einmitt það --Keðja.  Þegar einn hlekkinn er búið að veikja mjög, fer svo um allt annað, það byggir hvert á öðru og Höfuðsmiðurinn bjó Náttúruna út þannig, þessu verðum við að bera fulla virðing fyrir ef ekki á enn verr að fara en nú þegar er komið.

HVernig má það vera, að menn eru ekkert hugsi yfir því, að jafnstöðuafli af okkar miðum hefur hrapað eins og raun er á?  Hví klingja þessar varnaðarbjöllur ekki í husum þessara manna, þegar Bjargfuglinn á þeim svæðum, sem trollað hefur verið mest og tíðast, er í fæðunauð?

 Lífríkið er allstaðar að gefa okkur allskonar Gul og  Rauð pjöld en menn hlusta ekkert á þessar spjaldanir.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.6.2007 kl. 10:59

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er athyglisverð færsla hjá Bjarna Kjartanssyni og ekki síður margt sem hann hefur áður sagt um kóralinn.   Sammála Bjarni,  það verður að skoða málin heildstætt.

  • Þessu til viðbótar: Fyrir 24 árum töluðu menn um ÞORSKSTOFNINN nú vita menn betur og telja að þeir séu amk 35-36.  Helstu álitsgjafar fjölmiðla um kvótakerfið eru oftar en ekki viðskipta- eða hagfræðingar sem enga þekkingu hafa á líffræði.   Sumir þeirra tala eins og það sé efnahagslegt bjargráð að  "hagræða" með því að leggja niður sjávarþorpin.  Þeir átta sig greinilega ekki á því að hagkvæmni sjávarþorpanna liggur í nálægð við  staðbundna fiskistofna.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2007 kl. 00:01

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt athugað hjá Kollu. 

Þetta virðist ekki ganga út á að veiða fisk heldur að geta leigt, veðsett eða selt óveiddan fisk.  

Sigurður Þórðarson, 22.6.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband