17.6.2007 | 23:59
Geir Haarde minnir á harðsvíraðan kommúnista
Eftir að múrinn féll 1989 var enn að finna þó nokkra gamla sanntrúaða kommúnista sem neituðu að horfast í augu við misheppnaða þjóðfélagsgerð sem leit þó ágætlega út í fræðibókum og á öðrum pappírum. Raunveruleikinn var samt allur annar.
Í dag, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, reyndi forsætisráðherrann á Austurvelli að réttlæta kvótakerfið með innihaldslausu tali um hagræðingu og árangur og öflug fyrirtæki. Með því minnti hann á þá sanntrúuðu kommúnista sem létu ekki af trúnni þótt allar staðreyndir æptu að þjóðkipulagið í Sovét væri ekki að gera sig rétt eins og kvótakerfið íslenska er ein rjúkandi rúst. Það sést best á þeim byggðum sem byggja á sjávarútvegi með minnkandi afla og minnkandi tekjum. Hvaða fleiri sannanir vilja menn fá? Forsætisráðherra getur í engu um hver þessi öflugu fyrirtæki eru. Er hann að tala um stóru fyrirtækin, s.s. Granda eða Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem eru margfalt verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum í stað þess að selja þau í áframhaldandi rekstri? Þetta eru öflugu fyrirtækin, er forsætisráðherra að tala um þau?
Ég vil nota fágætt tækifæri til að hrósa Sturlu Bövarssyni fyrir að vilja fara yfir þessi mál og ræða þau í alvöru í stað þess að draga upp pótemkintjöld eins og forsætisráðherra gerir sig sýknt og heilagt sekan um. Ég er glaður í sinni yfir að það skuli vera von innan Sjálfstæðisflokksins, að það rofi mögulega til í kvótamálunum þar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 5
- Sl. sólarhring: 504
- Sl. viku: 2453
- Frá upphafi: 1018607
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2138
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Fær umboðið eftir mánaðabið
- Segir fyrr munu frjósa í helvíti
- Kveðst ekki í kauphug í Grænlandsferðinni
- Þakkaði Íslandi mörg hundruð milljóna stuðning
- Útilokar ekki að beita hernum til að ná Grænlandi
- Fundust látin í lendingarbúnaðarrými þotu
- Meta lokar á staðreyndavaktina á Facebook
- Sóttu akkeri sem tengist skuggaflota Rússa
- Hefur áhyggjur af afskiptum Musk
- Yfir 700 starfsmenn höfða mál gegn McDonald's
Athugasemdir
Sæll Sigurjón! Kannske nær íhaldið áttum á undan Samfylkingunni, og leggur þar með grunninn að hraðfara hnignun hennar. Það virðist allavega ekki mikils að vænta úr þeim herbúðum til stuðnings sjávarbyggðunum!
Hrun þeirra verður svo enn hraðara en hjá Framsókn þegar menn sjá undirlægjuhátt S flokksins við Sægreifana!
Kristján H Theódórsson, 18.6.2007 kl. 00:25
Þetta er auðvitað ótrúlegt tal hjá þér. Hvenær koma hlekkirnir Sigurjón? Það er ekki langt frá flokksskristofunni og niður á höfn. Sjálfsagt eru einhver Granda - kvótaskrýmsli að finna þar, sem hægt væri að hlekkja sig við.
Það er auðvitað ekki mönnum sæmandi að tala svona, þótt að menn séu ekki sammála skoðunum annara. Þessi málflutningur er heldur ekki þínum málstað til bóta. Menn hlusta á rök, en ekki upphrópanir.
TómasHa, 18.6.2007 kl. 00:29
Sæll Kristján
Ég er sammála þér um að það verður erfitt mál fyrir Samfylkinguna að fá fólk til að berjast fyrir "jafnaðarmannaflokk" sem leggur blessun sína yfir mesta ójafnaðarmál síðari tíma og í raun vitleysiskerfi sem gengur alls ekki upp.
Tómas þetta er umhugsunarvert innlegg sem þú kemur með um hvað sé sæmandi og hvað ekki.
Það hlýtur að vera háð mati hvers og eins - mér finnst það alls ekki sæmandi þegar að forsætisráðherra fiskveiðiþjóðar neitar að horfast í augu við staðreyndir þ.e. að kvótakerfið er alls ekki að ganga upp og fer ítrekað að réttlæta kerfi sem hefur stórskaðað þjóðina og vel að merkja án þess að færa fyrir því einhver haldbær rök eða hvað þá almannahagsmuni.
Ég hrósa hins vegar Sturlu sem virðist vera að sjá að sér og ég vona innilega að svo sé um fleiri sjálfstæðismenn.
Sigurjón Þórðarson, 18.6.2007 kl. 00:54
Við höfum verið nokkuð stór hópur manna, sem barist höfum fyrir endurskoðun á og jafnvel afnámi Kvótakerfisins. Á mismunandi forsendum þó. Ég hef sannfæringu fyrir því, að stjórna beri notkun veiðarfæra og tel morgunljóst, að Lífríkið þoli ekki beitingu Trolla af þeim gerðum, sem við nú notum. Neðansjávarmyndir hafa enn styrkt mig í afstöðu minni, þar sem svæði sem áður voru gróin Kóröllum, og þangskógum er nú auðn og ekkert að sjá nema máðar klappir eftir troll.
Hefðu menn ekki gefist upp og farið í að stofna flokk utanum Sverri blessaðan, hefi verið meiri samhljómur innan míns ágæta flokks.
Með burthvarfi þeirra, sem gáfust upp og gengu inn í lítinn flokk með Sverri, hallaði verulega á okkur og LÍjúgararnir höfðu sigur á flokksráðstefnunum og Landsfundunum.
Eins og augljóst má vera, er missir af baráttujöxlum úr liði Kvótaandstæðinga innan Flokksins. Þessi umræða er ekki búin og sumir eru að gera sér grein fyrir því, að Kvótinn bjargar EKKI fiskistofnunum.
Ögurstund lífríkisins er í nánd og það gætu orðið veruleg átök milli ,,hagsmunaaðila" og þjóðarinnar um þessa auðlind. Nú er bráðnauðsynlegt, að koma á lagabundnum fullveldisrétti þjóðarinnar yfir ÖLLUM auðlindum.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 08:49
Þú getur auðvitað verið með allskonar upphrópanir, eins og að kalla menn kommúnista. Öfgaskoðanir og upphrópanir gera það fyrst og fremst að mála málflytjenda út í horn. Ég held að reglan sé að anda smávegis og skrifa svo.
Hvort ætli Sturla hafi tekið rökum eða verið kallaður kommúnisti nógu oft? Segir það sig ekki sjálft?
TómasHa, 18.6.2007 kl. 11:44
Vegna athugasemda Tómasar um óviðeigandi upphrópanir Sigurjóns, Get ég alls ekki tekið undir að hér sé eitthvað ofsagt.
Ef að menn eru eitthvað viðkvæmir fyrir svona samlíkingum eiga þeir auðvitað ekki að koma fram með þeim hætti að kalli á þessi viðmið!
Kristján H Theódórsson, 18.6.2007 kl. 12:16
Það getur auðvitað verið að menn hafi ekki önnur rök í málinu en upphrópanir. Sá málflutningur dæmir sig augljóslega sjálfur.
TómasHa, 18.6.2007 kl. 18:16
Tómas, sannleikurinn er manna sárastur ekki satt? Það eina sem ég hef séð Sigurjón gera er að benda á augljósar staðreyndir, sem allir sjá nema þeir sem styðja ómanneskjulegt kvótakerfi sem gerir þá ríku ríkari.
Guð blessi þig Sigurjón fyrir að koma svona djarflega fram og skafa ekki undan skoðunum þínum! Ég vildi bara að þú hefðir komist á þing !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:02
Tómas, þú ert sýnist mér að snúa þessu á haus, með því að halda fram að kvótaandstæðingar hafi engin rök og séu með einvörðungu með upphrópanir.
Öll rök ligga fyrir í málinu, kerfið er gjaldþrota og engar af forsendum þess eru vind- eða vatnsheldar. Þá virðist forsætisráðherrann svo trénaður að hann neitar að horfast í augu við augljósar staðreyndir. Það eru ekki bara gamlir kommúnistar sem geta verið trénaðir sagt er að japanskir hermenn hafi sumir barist í áratugi eftir að heimstyrjöldinnni lauk formlega.
Sigurður Þórðarson, 18.6.2007 kl. 20:51
Sæll Sigurjón.
Það er stutt á milli landamæra öfgakapítalisma og kommúnisma þar sem ein aðferð " ríkisaðferðin " er hin algóða.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.6.2007 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.