Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde minnir á harðsvíraðan kommúnista

Eftir að múrinn féll 1989 var enn að finna þó nokkra gamla sanntrúaða kommúnista sem neituðu að horfast í augu við misheppnaða þjóðfélagsgerð sem leit þó ágætlega út í fræðibókum og á öðrum pappírum. Raunveruleikinn var samt allur annar.

Í dag, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, reyndi forsætisráðherrann á Austurvelli að réttlæta kvótakerfið með innihaldslausu tali um hagræðingu og árangur og öflug fyrirtæki. Með því minnti hann á þá sanntrúuðu kommúnista sem létu ekki af trúnni þótt allar staðreyndir æptu að þjóðkipulagið í Sovét væri ekki að gera sig rétt eins og kvótakerfið íslenska er ein rjúkandi rúst. Það sést best á þeim byggðum sem byggja á sjávarútvegi með minnkandi afla og minnkandi tekjum. Hvaða fleiri sannanir vilja menn fá? Forsætisráðherra getur í engu um hver þessi öflugu fyrirtæki eru. Er hann að tala um stóru fyrirtækin, s.s. Granda eða Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum sem eru margfalt verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum í stað þess að selja þau í áframhaldandi rekstri? Þetta eru öflugu fyrirtækin, er forsætisráðherra að tala um þau? 

Ég vil nota fágætt tækifæri til að hrósa Sturlu Bövarssyni fyrir að vilja fara yfir þessi mál og ræða þau í alvöru í stað þess að draga upp pótemkintjöld eins og forsætisráðherra gerir sig sýknt og heilagt sekan um. Ég er glaður í sinni yfir að það skuli vera von innan Sjálfstæðisflokksins, að það rofi mögulega til í kvótamálunum þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sæll Sigurjón!  Kannske nær íhaldið áttum á undan Samfylkingunni, og leggur þar með grunninn að hraðfara hnignun hennar.  Það virðist allavega ekki mikils að vænta úr þeim herbúðum til stuðnings sjávarbyggðunum!

Hrun þeirra verður svo enn hraðara en hjá Framsókn þegar menn sjá undirlægjuhátt  S flokksins við Sægreifana!

Kristján H Theódórsson, 18.6.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: TómasHa

Þetta er auðvitað ótrúlegt tal hjá þér.  Hvenær koma hlekkirnir Sigurjón?  Það er ekki langt frá flokksskristofunni og niður á höfn. Sjálfsagt eru einhver Granda - kvótaskrýmsli að finna þar, sem hægt væri að hlekkja sig við.

Það er auðvitað ekki mönnum sæmandi að tala svona, þótt að menn séu ekki sammála skoðunum annara.  Þessi málflutningur er heldur ekki þínum málstað til bóta.  Menn hlusta á rök, en ekki upphrópanir.

TómasHa, 18.6.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Kristján

Ég er sammála þér um að það verður erfitt mál fyrir Samfylkinguna að fá fólk til að berjast fyrir "jafnaðarmannaflokk" sem leggur blessun sína yfir mesta ójafnaðarmál síðari tíma og í raun vitleysiskerfi sem gengur alls ekki upp.

Tómas þetta er umhugsunarvert innlegg sem þú kemur með um hvað sé sæmandi og hvað ekki. 

Það hlýtur að vera háð mati hvers og eins - mér finnst það alls ekki sæmandi þegar að forsætisráðherra fiskveiðiþjóðar neitar að horfast í augu við staðreyndir þ.e. að kvótakerfið er alls ekki að ganga upp og fer ítrekað að réttlæta kerfi sem hefur stórskaðað þjóðina og vel að merkja án þess að færa fyrir því einhver haldbær rök eða hvað þá almannahagsmuni. 

Ég hrósa hins vegar Sturlu sem virðist vera að sjá að sér og ég vona innilega að svo sé um fleiri sjálfstæðismenn.

Sigurjón Þórðarson, 18.6.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Við höfum verið nokkuð stór hópur manna, sem barist höfum fyrir endurskoðun á og jafnvel afnámi Kvótakerfisins. Á mismunandi forsendum þó.  Ég hef sannfæringu fyrir því, að stjórna beri notkun veiðarfæra og tel morgunljóst, að Lífríkið þoli ekki beitingu Trolla af þeim gerðum, sem við nú notum.  Neðansjávarmyndir hafa enn styrkt mig í afstöðu minni, þar sem svæði sem áður voru gróin Kóröllum, og þangskógum er nú auðn og ekkert að sjá nema máðar klappir eftir troll.

Hefðu menn ekki gefist upp og farið í að stofna flokk utanum Sverri blessaðan, hefi verið meiri samhljómur innan míns ágæta flokks.

Með burthvarfi þeirra, sem gáfust upp og gengu inn í lítinn flokk með Sverri, hallaði verulega á okkur og LÍjúgararnir höfðu sigur á flokksráðstefnunum og Landsfundunum.

Eins og augljóst má vera, er missir af baráttujöxlum úr liði Kvótaandstæðinga innan Flokksins.  Þessi umræða er ekki búin og sumir eru að gera sér grein fyrir því, að Kvótinn bjargar EKKI fiskistofnunum.

Ögurstund lífríkisins er í nánd og það gætu orðið veruleg átök milli ,,hagsmunaaðila" og þjóðarinnar um þessa auðlind.  Nú er bráðnauðsynlegt, að koma á lagabundnum fullveldisrétti þjóðarinnar yfir ÖLLUM auðlindum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 08:49

5 Smámynd: TómasHa

Þú getur auðvitað verið með allskonar upphrópanir, eins og að kalla menn kommúnista.  Öfgaskoðanir og upphrópanir gera það fyrst og fremst að mála málflytjenda út í horn.  Ég held að reglan sé að anda smávegis og skrifa svo.  

Hvort ætli Sturla hafi tekið rökum eða verið kallaður kommúnisti nógu oft?  Segir það sig ekki sjálft? 

TómasHa, 18.6.2007 kl. 11:44

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Vegna athugasemda Tómasar um óviðeigandi upphrópanir Sigurjóns, Get ég alls ekki tekið undir að hér sé eitthvað ofsagt.

Ef að menn eru eitthvað viðkvæmir fyrir svona samlíkingum eiga þeir auðvitað ekki að koma fram með þeim hætti að kalli á þessi viðmið!

Kristján H Theódórsson, 18.6.2007 kl. 12:16

7 Smámynd: TómasHa

Það getur auðvitað verið að menn hafi ekki önnur rök í málinu en upphrópanir.   Sá málflutningur dæmir sig augljóslega sjálfur.

TómasHa, 18.6.2007 kl. 18:16

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tómas, sannleikurinn er manna sárastur ekki satt? Það eina sem ég hef séð Sigurjón gera er að benda á augljósar staðreyndir, sem allir sjá nema þeir sem styðja ómanneskjulegt kvótakerfi sem gerir þá ríku ríkari.

Guð blessi þig Sigurjón fyrir að koma svona djarflega fram og skafa ekki undan skoðunum þínum! Ég vildi bara að þú hefðir komist á þing !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:02

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tómas, þú ert sýnist mér að snúa þessu á haus, með því að halda fram að  kvótaandstæðingar hafi engin rök og séu  með  einvörðungu með upphrópanir.  

Öll rök ligga fyrir  í málinu, kerfið er gjaldþrota og engar af forsendum þess eru vind-  eða vatnsheldar.  Þá virðist forsætisráðherrann svo trénaður að hann neitar að horfast í augu við augljósar staðreyndir.  Það eru ekki bara gamlir kommúnistar sem geta verið trénaðir sagt er að japanskir hermenn hafi sumir barist í áratugi eftir að heimstyrjöldinnni lauk formlega.  

Sigurður Þórðarson, 18.6.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það er stutt á milli landamæra öfgakapítalisma og kommúnisma þar sem ein aðferð " ríkisaðferðin " er hin algóða.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.6.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband