Leita í fréttum mbl.is

Framsýni í ferðaþjónustu er þörf

Sumarið hefur verið tími ferðaþjónustunnar þótt tímabilið sé sem betur fer að lengjast. Í fyrrasumar fór ég til Grænlands og kynntist þar ferðaþjónustu sem gengur út á sérstöðu grænlenskrar náttúru, ekki síst siglingar milli tilkomumikilla ísjakanna.

Hvað er sérstakt á Íslandi?

Ýmislegt, einstök og mjög sýnileg náttúra (engir skógar sem byrgja mönnum sýn), bjartar nætur á sumrin, stuttir dagar á veturna, gómsætur matur, þýtt viðmót og mikil sérþekking heimamanna. Ég hef átt því láni að fagna á ferðum mínum innanlands að rekast á fjölmarga útlendinga og þeim ber yfirleitt saman um mikla gestrisni Íslendinga.

En hvað á að gera til vegsauka?

Það þarf að lengja tímabilið enn frekar. Hótel og aðrir gististaðir, rútur, sumarstarfsfólk úr skólunum, leiðsögumenn, bílstjórar, afþreying ýmiss konar - allt þetta er langar leiðir upppantað alla háönnina. Eins ef hingað eiga að koma stórir hópar frá Kína, fjölmennustu þjóð heims, þarf að setja eitthvað í gang til að taka á móti þeim, til að mynda varðandi tungumál.

Suðvesturhornið er fyrsti viðkomustaður flestra sem þýðir að mest mæðir á því og þangað fer þá líka obbinn af tekjunum.

Nú er farið að bjóða upp á millilandaflug frá Akureyri. Vonandi veit það á gott og vonandi verður það heilladrjúgt til framtíðar. Akureyri er þegar öflugur ferðamannastaður og býður upp á ýmislegt til afþreyingar, fallegan bæ, góða sundlaug, forvitnileg söfn og fjölbreytilegt mannlíf. Skammt undan er líka Mývatn sem hefur mikið aðdráttarafl og svo er Húsavík t.d. með hvalaskoðun.

Myvatn in the morning

Þetta allt þarf að efla og líka yfir dimma vetrarmánuðina. Myrkur og hæfilegur kuldi, átök við náttúruna, norðurljós, útivera, huldufólk og tröll sem sjást í rökkrinu, íslensk menning og jafnvel ásatrú - þetta er söluvara sem þarf að komast í umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband