Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðir punktar

Það er lítið mál að vera þjálfari þegar vel gengur en það reynir verulega á í mótbyr.  Það er mín skoðun að framhald starfa hans eigi að byggjast á því hvort að reyndir leikmenn og þeir sem eru í kringum liðið hafi trú á því að hann eigi eftir að endurskipuleggja liðið og blása leikmönnum kapp í kinn.  Ég hef trú á að Eyjólfur eigi eftir að ná að berja þetta áfram enda er hann sjálfur þekktur baráttujaxl.

Ef maður skoðar jákvæða punkta í þessum annars dapra leik að þá er það helst frammistaða nýliðans Theódórs Elmars og jú fyriliðinn stóð fyrir sínu gegn góðu liði Svía.  Þetta eru allt mjög góðir leikmenn sem leika í vörn íslenska liðsins en einhverra hluta vegna vantar meiri samvinnu og öryggi í leik þeirra.  Eini leikmaðurinn sem ég set spurningamerki við að eigi að leika aftarlega á miðjunni er Arnar Þór en mér finnst að íslenska liðið þurfi meiri skriðdreka á það svæði. Emil Hallfreðsson er að mínu mati kröftugur og góður leikmaður sem þarf ef til vill að ná betri tökum á spennustiginu en það kemur örugglega með fleiri leikjum.

Í sjálfu sér er engin ástæða til þess að vera bjartsýnni á betra gengi liðsins í komandi leikjum enda eru hæfileikarnir og metnaður fyrir hendi.

 


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Norðanmaður

Ég vona að þér sé ekki alvara Sigurjón. Eyjólfur hefur ALDREI þjálfað félagslið, hann er of reynslulaus þjálfari til þess að taka að sér landslið Íslands, því miður.

 Ég krefst afsagnar hans, eða þá að Geir reki hann. Annars er KSI getulaus.

Norðanmaður, 6.6.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það eru mörg dæmi um að menn hafi stokkið beint úr leikmannabúningi og í þjálfun og verið jafnvel spilandi þjálfarar.  Hann hefur verið fyrirliði og hefur mikla reynslu úr alþjóðlegum fótbolta þannig að ég deil ekki með þér þessari skoðun um algjört reynsluleysi hans.

Málið snýst miklu frekar um tiltrú leikmanna, hans sjálfs og forráðamanna KSÍ um að hann eigi eftir snúa þessari skák við. 

Sigurjón Þórðarson, 6.6.2007 kl. 23:47

3 identicon

Síðasta setningin eitthvað mis? Enginn ástæða til að vera bjartsýnn enda eru hæfileikar metnaður til staðar. Er þetta ekki þversögn. Á þetta ekki að vera "engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn"?

Annars sammála þér. Reka Eyjólf og splæsa í Guus Hiddink. Suður-Kórea og Ástralía brilleruðu undir hans stjórn og Ísland gæti það líka. KSÍ getur leitað eftir styrk hjá Björgólfi til að dekka launin ef það er eitthvað vandamál.

Reynir (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband