Leita í fréttum mbl.is

Er súldin ávísun á langt sumarþing?

Í dag hef ég verið í blíðskaparveðri á Siglufirði að vitja um net en sit nú hér í stofunni á Sauðárkróki og velti fyrir mér næstu leikjum í stjórnmálalífi landsmanna. Eftir að hafa velt hlutunum fyrir mér og hlustað á orð vísra Skagfirðinga er niðurstaðan sú að sumarþingið sem nú stendur verði nokkuð langt. Ekki er meginástæðan sú að mikil ótíðindi bárust frá Hafrannsóknastofnun um helgina enda er það nokkuð reglubundinn söngur og hið sama má segja um viðbrögð Einars Kristins sem fer í marga hringi og erfitt að festa hendur á hvað hann ætlar sér.

Ég tel að aðalástæðan fyrir því að þingið muni standa lengi sé slæmt sumarveður í Reykjavík. Meðan ég starfaði sem þingmaður varð ég var við vaxandi óþol hluta þingmanna við að dvelja við fundastörf þingsins. Þessa gætti sérstaklega á vorin. Nú er um að gera fyrir Einar Sveinbjörnsson og Sigga storm að gera úttekt á þessu. Þeir hafa báðir áhuga á veðri og pólitískum vindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er spurning Sigurjón.

Hér er rigningarsull og rok, rétt einn daginn enn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband