Leita í fréttum mbl.is

Að lækna fákeppni með einokun

Á síðustu tveimur áratugum hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun í úrvinnslu landbúnaðarvara og sláturhúsa. Fækkun sláturhúsa var keyrð áfram með ríkisstyrkjum og beinlínis rangfærslum á borð við að verið væri að mæta kröfum ESB.  Auðvitað var gulrótin um  að "ríkishagræðingunni" fylgdi betri kjör fyrir bændur og neytendur.

Vandséð er að sú spá hafi ræst  ef litið er til kjara bænda og verðlags í matvöruverslunum. 

Nú er ríkisstjórnin að keyra í gegnum þingið lög sem heimila einokun - það árið 2024. Með sömu rökum og á liðnum árum.

Samvinnuhugsjónin virðist vera löngu týnd og tröllum gefin í Framsóknarflokknum og reikna má með að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði gefið núverandi þingmönnum Framsóknarflokksins, þá einkunn að þar færu skósveinar braskara og fjárplógsmanna. Það bólar nefnilega ekki á því að leitað sé eftir samvinnu í stað samþjöppunar valds og eigna. Vg styður málið til þess að Katrín fái að halda í stólinn.

Sérkennilegustu rökin fyrir löggjöfinni eru í boði Sjálfstæðisflokksins en Óli Björn taldi réttast að mæta fákeppnishryllingi á matvörumarkaði með því að opna fyrir einokun afurðastöðva, en meðal þeirra fyrirtækja sem verið er að hliðra til fyrir eru afurðarstöðvar sem tengjast Alma leigufélagi, sem er þekkt fyrir allt annað en að huga að kjörum neytenda.

Landi og þjóð til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurjón þetta er stóralvarlegt mál. Þegar við sjáum kjötverð út úr búð og vitum hvað bændurnir fá, má spyrja sig: ,,Fyrir hvern er þetta kerfi?" Almenningur þarf meiri upplýsingar. 

Að mínu mati verður Ísland m.a. betra ef: 

Við höfum bændur um allt lands sem framleiða góða vöru og vanda sig, Við þurfum heimaslátrun og aukið handverk. Þannig bæta kjör þessa fólks. 

Við þurfum fleiri línuveiðimenn. Líf við hafnirnar. Verður að vera hluti af endurskoðun á kvótakerfinu. 

Nú eru siglingatengd ferðaþjónusta að aukast. Þá þarf að sjá til þess að stofnanir eins og Samgöngustofa geti ekki hegðað sér eins og villidýr. 

Það þarf að passa uppá að eftirlitsstofnanirnar verð ekki bákn og að starfsmenn þeirra viti að störfum starfsmanna fylgir ábyrgð

Það arf að taka reglugerðir og endurskoða þær. 

Gott innlegg hjá þér Siurjón. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.3.2024 kl. 08:12

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er hjartanlega sammála þér, en það er að ýmsu að hyggja í þessum efnum þar sem dæmi er um að stofnanir á vegum sveitarfélaganna hafa verið gagnrýndar fyrir er að vera of fámenna og því ekki burðugar.  

Sigurjón Þórðarson, 22.3.2024 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband