Leita í fréttum mbl.is

Almenningur skrældur af bankaelítunni

Vaxtaokrið hefur fært bönkunum gríðarlegan hagnað á kostnað heimilanna. Einu hefur gilt hvort verðbólga geisi,þar sem hún er samkvæmt séríslenskri venju sett alfarið á lántakendur þ.e. heimilin og minni fyrirtæki.

Stjórnendur Landsbankans hafa ákveðið að nota það fé sem rakað var saman af heimilunum á síðasta ári, til þess að kaupa TM af samkeppnisaðilanum. Það er gert alfarið gegn eigendastefnu ríkisbankans og án samráðs við stjórnvöld. Ekkert gagnsæi og engar haldbærar röksemdir hafa verið lagðar fram með þessum gjörningi og virðist flest benda til þess að fiskur liggi undir steini.

Það er við hæfi að rifja það upp að þegar TM sameinaðist Kviku fyrir 3 árum, þá var það gert með lúðrablæstri um tækifæri á fjölbreyttum fjármálagjörningum. Verðgildi Kviku blés þá upp á "markaði" vegna vænts hagnaðar. Einstaka stjórnmálamaður leysti síðar út mikinn kaupréttarhagnað, en gleymdi víst að greiða skattinn eins og gengur.

Nú að þremur árum liðnum er komið á daginn að sameining TM og Kviku fyrir 3 árum var bara bóla. Það væri eftir öðru ef salan á TM gengur í gegn að það munni leiða til þess hlutabréf Kviku hækkuðu upp úr öllu valdi á ný!

Það sem má læra af þessu máli er að það þarf að aflúsa fjármálakerfið af peningafíklum og koma á fót samfélagsbanka sem veitir almenningi bankaþjónustu á sanngjörnum kjörum.

 

 

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband