Leita í fréttum mbl.is

Verður Viðreisn enn einn sérhagsmunaflokkurinn?

Það skýtur óneitanlega skökku við að sjá Þorstein Víglundsson í framvarðarsveit Viðreisnar í ljósi þess að formaður flokksins, hefur boðað markaðslausnir við úthlutun aflaheimilda.

Á síðustu árum hefur fyrrverandi formaður SA, Þorsteinn Víglundsson boðað að litlu eða engu mætti breyta í kvótakerfinu næstu áratugina! - "Kvótakerfið þarf að vera hafið yfir pólitískt dægurþras" 

Því miður þá sýnir valið á frambjóðandanum að það fylgir ekki hugur máli í tali formanns Viðreisnar, um að það eigi hætta sérgæsku við örfáa. Ekki er það heldur til þess að auka trúverðugleika Viðreisnar til raunverulegra breytinga í sjávarútvegsmálum að helsti hugmyndafræðingur flokksins í sjávarútvegsmálum, er  Daði Már Kristófersson „hagfræðingur“. Hann hefur hingað til skrifað "lærðar"  greinar, þar sem hann hefur mælt fyrir lækkun veiðigjalds og gegn því að allur fiskur sé verðlagður á frjálsum fiskmarkaði. Engu máli skipti um niðurstöðuna þó svo augljósasta leiðin til að ná fram frekari verðmætum út úr sjávarauðlindinni sé að hráefnið fari til þeirrar fiskvinnslu sem getur gert greitt hæsta verðið og þá væntanlega gert mest verðmæti úr aflanum. Vart þarf að taka það fram tvöfalda verðlagningin hefur verið mjög ívilnandi fyrir örfáa.

Ég held að það væri ráð fyrir Viðreisn að gera hreint fyrir sínum dyrum, en flokkurinn virðist stefna í að verða enn einn sérhagsmunaflokkurinn.

 

 


mbl.is „Frjálslyndur hægri krati“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann verður verðugur fulltrúi L.Í.Ú, eða heita þeir núna S.F.S.  inn á þingi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.8.2016 kl. 22:26

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Einmitt þetta rímar ekki í mínum huga við að það eigi að taka sérhagsmunagæsku.

Sigurjón Þórðarson, 23.8.2016 kl. 22:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei hann er grímulaus talsmaður peningaaflanna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2016 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband