Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórinn á Ísafirði var í vor á móti byggðakvóta en nú segist hann vera með!

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, hélt áfram í fréttum ríkissjónvarpsins ohf. að sneiða hjá því að ræða hina raunverulegu ástæðu þess hversu illa er komið fyrir atvinnulífinu á Vestfjörðum sem hvert mannsbarn sér að er auðvitað óstjórnin í sjávarútvegi. Ekki bólaði heldur á því að „kappinn“ kæmi fram með tillögu um að breyta kvótakerfinu sem er á góðri leið með að leggja Flateyri í eyði.  

Hann er greinilega ekki að vinna fyrir fólkið á Vestfjörðum - hann er miklu frekar að vinna fyrir flokkinn sem framfylgir miskunnarlausri eyðibyggðastefnu. 

Mér finnst sérkennilegt að líta yfir þann flokk manna sem fylgir honum á þessari aumu vegferð en þar eru menn á borð við Gísla H. Halldórsson sem ég hef haft mætur á hingað til.

Bæjarstjórinn Halldór Halldórsson óskaði eftir því að ný ríkisstjórn legði til byggðakvóta til þess að bjarga ástandinu. Þessi orð komu mér nokkuð á óvart þar sem bæjarstjórinn er nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann samþykkti að draga úr sérstökum úthlutunum til byggðarlaga, s.s. þá Flateyrar.

Gera þarf sérstakt átak í að einfalda stjórnkerfi veiðanna og auka gegnsæi þess með því að draga úr sérstökum úthlutunum og skorðum og öðru því sem felur í sér mismunun. Sjávarútvegurinn er og verður um ókomin ár höfuðatvinnugrein landsbyggðarinnar. Til þess að leysa vanda einstakra byggðalaga þurfa stjórnvöld og fleiri atvinnugreinar að leggja sitt af mörkum. 

(Hér er vægast sagt sérkennileg ályktun Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál í heild sinni.)

Það kæmi mér ekki á óvart að þessir snillingar í bæjarstjórn Ísafjarðar leiddu nú talið að allt öðru en sjávarútveginum sem er undirstaða byggðanna fyrir vestan - þá væri tilvalið að fara að ræða olíuhreinsistöðina.  

Eina vörn fólks er að láta í sér heyra og helst að ganga í Frjálslynda flokkinn sem hefur verið óþreytandi við að hamra á lausn vandans. Og lausnin sú felst ekki í endalausu hjali og hringlandahætti - þaðan af síður að setja upp undrunarsvip og segja: Mig óraði ekki fyrir þessu. Eru í alvörunni vandræði í rekstrinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halldór sást í kvöld á vappi um Ísafjörð með "olíuhreinsifurstanum" , kannski að það hylli í "lausnir" innan tíðar.

Ísfirðingur (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Það virðist eiga að leysa öll vandamál landsbyggðarinnar með mismunandi stóriðju. Þegar eina verkfærið er hamar þá eru öll vandamál naglar. Því miður er tilveran örlítið flóknari en svo. Hvernig leysum við það "vandamál" að fólk vill búa fyrir vesta vegna þess að þar er fiskiðnaður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.5.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg stórkostlegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Þekki málin á Þingeyri sem á nú að styðjast við sem hækju til að bjarga Flateyri nú.  Koma með einn enn byggðakvótan. En er fólk eitthvað öruggt með vinnu eða afkomu að öðru leyti þar, frekar en annarsstaðar á landsbyggðinni? Nei en það þurfti mikinn hávaða til á Þingeyri til þess að eitthvað gerðist þá, ég var formaður íbúasamtakana Átaks á þeim tíma, svo ég þekki málin vel. Það gerist ekkert nema kvótakerfinu verði breytt og það strax.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 22.5.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Að nokkrum áratugum liðnum verður kvótakerfið á íslandi notað af fræðimönnum sem efni í doktorsritgerðir.

Það verður augljósast allra dæma um þjóðfélagsvandamál sem myndast  þegar dómgreindin bíður ósigur fyrir markaðsgræðginni.

Árni Gunnarsson, 22.5.2007 kl. 15:53

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Árni. Ég get ekki séð að nokkur fræðimaður geti notað þetta helvítis rugl  í doktorsritgerð það 
þarf nefnilega að rökstyðja þær og það held ég að verði andskoti erfitt að rökstyðja þessa djöfulsins þvælu.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 17:18

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jæja þá vitum við það,ónytjungurinn verður áfram sem sjávarútvegsráðherra.Alveg var það stór öflugt að gera hann að landbúnaðaráðherra líka.Hvernig getur þetta gengið hann veldur ekki einu ráðaneyti hvað þá tveimur.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband