Leita í fréttum mbl.is

NATO ætti að lægja öldur

Ekki er það gæfulegt að framkvæmdastjóri NATO standi þétt á bak við árás Tyrkja á Rússa og það áður en búið er að fara yfir málsatvik.

Tyrklandi er stjórnað af Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), sem byggir fyrst og fremst á trúarlegum gildum.  Tyrkir  ásamt Sádum hafa grafið undan stjórn Sýrlands og dregið lappirnar í báráttunni gegn ISIS. Það kom berlega fram í umsátri ISIS um Kobane og rökstuddur grunur hefur lengi verið uppi um að  vistir og olía ISIS fljóti fram og aftur yfir landamæri Tyrklands og Sýrlands.

Tyrkir hafa hins vega ekkert dregið við sig að ráðast á þá sem hafa verið hve harðastir í baráttunni gegn ISIS þ.e. Kúrda og Rússa.

Hyggilegast væri að NATO lími ekki örlög bandalagsþjóða við vafasöm uppátæki Erdogan.


mbl.is Mikil samstaða innan NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Almættið algóða og alvitra leiðbeini og stýri þeim óumdeilanlega góða manni sem Jens Stoltenberg í raun er.

Það er löngu tímabært að góðir menn eins og Jens Stoltenberg fái tækifæri og stuðning til að stýra þessari jarðar-skútu til friðarhafnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.11.2015 kl. 23:45

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Alveg sammála þér Sigurjón, en hvað Stoltenberg varðar, þá hlýtur að leika vafi á greind hans og "góðmennsku" hvað þessa afdrifaríku ákvörðun hans varðar.

Jónatan Karlsson, 25.11.2015 kl. 07:09

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jens Stoltenberg, hefur alltaf siglt á milli skers og báru og hagað seglum eftir vindi.  Það er kannski kominn tími til þess að hann geri sér grein fyrir því að hann er ekki lengur í "lokalpóltík" og að hann vinnur í breyttu umhverfi.

Jóhann Elíasson, 25.11.2015 kl. 07:35

4 identicon

Ég er sammála. Ég tel þetta virkilega vafasama aðgerð hjá Tyrklandi og finnst raunar stórundarlegt og jafnvel stórhættulegt að NATO skuli verja hana. Ég myndi vilja sjá Tyrkland biðjast afsökunar.

Hildur Sif (IP-tala skráð) 25.11.2015 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband