Leita í fréttum mbl.is

Einn dagur til kosninga

Ástæðan fyrir því hvað ég hef haft hljótt um mig hér undanfarið er sú að ég hef gert víðreist um Austfirðina, fundað m.a. á Fáskrúðsfirði, verið á Reyðarfirði, Bakkafirði, Vopnafirði og víðar. Og ég verð að þakka fyrir hlýjar móttökur og fróðlegar viðræður.

Ég hlakka til ef þetta verður starfssvæði mitt í náinni framtíð og held áfram að vinna að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Báráttukveðjur Þér til handa tryggjum Sigurjóni öruggt þingsæti þarna er á ferðinni hörkuduglegur maður vinnusamur og réttsýnn setjum X Við F á morgun F. stendur fyrir fólkið og fiskinn

Grétar Pétur Geirsson, 11.5.2007 kl. 14:29

2 identicon

...frelsi  og farsæld. 'Afram Sigurjón, áfram frjálslyndir!

Solveig (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:54

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Þú flýgur inn karlinn minn og átt það svo sannarlega skilið. Þú verður einn af bestu þingmönnum Norðausturlands. Baráttukveðjur úr Reykjavík Norður!

Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 16:57

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Baráttukveðjur frá eyjum.

Georg Eiður Arnarson, 11.5.2007 kl. 22:10

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hlýtur hverjum sjómanni að vera ljóst hvað á að kjósa.Það er X við F og við það fáum við einhverjar breytingar á þessu arfavitlausa kerfi sem sumir vilja kalla fiskveiðistjórnun.Ég vil heldur kalla þetta óskafnað.Baráttu kveðja frá Akureyri.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það var glæsilegt að horfa á Guðjón taka Formann framsóknar og skamma eins og óþægan skólastrák í sjónvarpinu í kvöld.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 22:57

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Heill og sæll félagi!

Það kemur mér ekki á óvart að þér líði vel fyrir austan.  Þarna er fullt af frábæru fólki. Reyndi það sjálfur þegar ég bjó á Vopnafirði og síðar Borgarfirði.

En ég held að þú verðir að bíta í það súra epli að verða ekki þingmaður kjördæmisins næstu 4 árin.

Kveðja

Þinn gamli fótboltafélagi úr Leikni

Hallur M

Hallur Magnússon, 11.5.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Hallur það er eins í pólitíkinni og boltanum við spyrjum að leikslokum.Sigurjón er heiðarlegur leikmaður og á skilið að uppskera samkvæmt því og það mun hann gera 12.Maí til að tryggja það setjum við  X við F

Grétar Pétur Geirsson, 11.5.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Baráttukveðjur úr Suðvestrinu til þín Sigurjón.

Þú ert athafnasamasti þingmaður sem kosinn hefur verið á Alþingi Íslendinga og ekki skrítið að þú skyldir frá blóm á Landsþinginu okkar fyrir það að láta þig varða baráttu verkafólks.

kv. gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.5.2007 kl. 00:08

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bara flottur minn elskulegi, sakna þín héðan að vestan.  Bót í máli að við fengum sómakæran og kraftmikinn mann til að fylla þinn sess.  Gangi þér allt í haginn.  Þú átt góða framtíð í norðausturkjördæmi, og það áttu einfaldlega skilið.  Knús til þín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 00:31

11 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég skrifaði þetta á póstlista í nóvember 2006.

Vörumerki xF er andstaða við fiskveiðistjórnkerfið og barátta fyrir
byggðirnar.  Því kemur mér það ávallt á óvart að flokkurinn skuli ekki
skora meira í NA kjördæmi. Ég sá nýja Gallupkönnun áðan á ruv.is og þar er minnst fylgi frjálslynda, 2% í NA kjördæmi en kjördæmið hefur farið afskaplega illa út úr kvótakerfinu.  Þorp eins og Breiðdalsvík,
Stöðvarfjörður, Raufarhöfn og nú síðast Grímsey hafa farið mjög illa út
úr kerfinu og ef einhvers staðar væri hægt að ná árangri þá ætti það að vera í NA-kjördæmi.  Það þarf aðeins einn öflugan mann, helst frá
Akureyri á listann og þá ætti að vera hægt að sópa inn atkvæðum og
þingmönnum.

Spái því að þú haldir áfram að vinna á sama stað. 

Sigurpáll Ingibergsson, 12.5.2007 kl. 11:09

12 identicon

Var að koma úr kjörklefanum, rafmagnað að setja x við F á seðilinn og veita þeim flokki atkvæði sem:

1) hefur verið duglegastur við að fletta ofan af svínaríinu i kvótakerfinu!
2) hafa traustar áherzlur í sjávarútvegs-, skatta- og velferðarmálum!
3) hefur mestu möguleikana á að fella núverandi ríkisstjórn!

og svo koma þeir í Frjálslynda flokknum hreint til dyranna eru ákveðnir og þora að segja hlutina umbúðalaust!!!

Ragnar (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:11

13 Smámynd: Gunnar Freyr Hafsteinsson

Enginn efast um hugrekki þitt.. hins vegar efast landsmenn um hugrekki þessara byggða til að kjósa F á kjördag.þetta fólk á þá ekki betra skilið en vesæld ef það hafnar þér sem þingmanni.

Gunnar Freyr Hafsteinsson, 13.5.2007 kl. 02:56

14 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góðan dag Sigurjón.Alveg er það merkilegt hvað menn geta verið dofnir fyrir eigin örlögum.Mér væri nær að halda að allir hvalastofnar norðurhafanna hafi rekið við algjörlega þráðbeint upp í nasirnar á flestum sem búa í þessum blessuðu sjávarþorpum sem kvótakerfið er alveg að verða búið að steindrepa.Ef það er ekki ástæðan þá verður einfaldlega að benda mönnum á þá einföldu staðreynd að stein halda kjafti og ef einhver er ekki ánægður með hvernig þeir eru píndir áfram í ofríki íhaldsins geta þeir farið suður og reynt að fá hljóðlega áheyrn Geirs Harða,við lausn sinna mála.Það er allavega staðreynd að það er vilji fjöldans.STÓRMERKILEGT.Einnig undrast ég hugleysi fólks að þora ekki að taka á þessum málum og gefa þér brautargengi
til þess að leiðrétta þessi mál sem sjávarþorpin eru að glíma við.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 17:05

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íþróttamaður, baráttujaxl, heiðarlegur og harðfylginn. Þú barðist hetjulega og flokkurinn naut góðs af. Þú hefðir átt skilið að fagna sigrinum sem þú skapaðir flestum öðrum fremur að öllum þó ólöstuðum. 

 Bestu kveðjur! 

Árni Gunnarsson, 13.5.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband