Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingar sem hvergi hafa fengið að koma fram og glænýtt vef TV

Frjálslyndir hafa verið öflugir við að nýta sér netið til þess að koma góðum málstað áleiðis. Nú erum við að reyna fyrir okkur með vefvarp eða vef TV.  Segið endilega ykkar álit á dagskránni

Fyrir skömmu lauk góðum fundi hér á Siglufirði þar sem Jón Kristjánsson fiskifræðingur flutti afar fróðlegt erindi um stjórn fiskveiða í Norður Atlantshafi og ég greindi frá stefnu Frjálslynda flokksins sjávarútvegsmálum. Núverandi kvótakerfi er: óréttlátt gagnslaust og hvetur til brottkasts.  Þrátt fyrir þessar staðreyndir leggur Frjálslyndi flokkurinn einn flokka fram verulegar breytingar á vondu kvótakerfi.  Framsókn og Sjálfstæðisflokkur reyna að ljúga að þjóðinni að kerfið sé gott og ótrúlegt en satt VG og S hafa ekki kjark til að boða nokkra breytingu á alvondu kerfi.

Það var athyglisvert að hlýða á viðbrögð reyndra sjómanna við fyrirlestri Jóns.  Einn togarskipstjóri sem hafði verið 45 ár til sjós sagði eitthvað á þessa leið.  Hvers vegna hafa þessar upplýsingar hvergi komið fram en þær koma mjög heim og saman við mína reynslu. Einnig veltu menn því fyrir sér hvers vegna íslenskir fjölmiðlar sýndu þessum málum ekki meiri áhuga en raun ber vitni?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurjón.

Nú er ég sjálfur hættur að skilja þig hvert þú ert að fara þetta er með ólíkindum hvernig þú ert .Að berjast eins og fuglinn sem er týnur og hefur verið leitað að lengi án árangurs.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 6.5.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Ábyrgðarleysi VG og SF er mikið þegar kemur að fiskveiðistjórnunni og álika andvaraleysi núverandi stjórnarflokka um kerfi sem er löngu handónýtt.

baráttukveðja. gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.5.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það vita það allir að það aðhyllist ekki stefnu Hafró og Líúaranna að viðurkenna svona einfaldar staðreyndir.Hvað halda menn að verði um hluta aflans sem uppsjávarskip tekur í einu holi og leggst síðan í vinnslu.Dæmi eitt hol 300 tonn,frystigeta 80-120 tonn á sólahring legið í vinnslu í sirka einn og hálfan sólahring.Afurðir 120- 180 tonn af frystum afurðum,afgangurinn 120-180 tonn.Leikurinn endurtekinn fimm sinnum.Útkoman er 600-900 hent í hafið aftur og landað 600-900 tonnum af frosnum afurðum.Skelfileg staðreynd sem enginn þorir
að viðurkenna.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband