30.4.2007 | 11:00
Bjarni Benediktsson segir ósatt
Ég hafði ákveðið að vera ekki að tjá mig um málefni tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz sem veittur var íslenskur ríkisborgararéttur af Alþingi.
Ástæðan er sú að þessi mál snúa að einstaklingum og fjalla um undantekningar frá meginreglum laga um veitingu ríkisborgararéttar. Ég hafði ekki kynnt mér hvaða það var sem réttlætti einmitt þessa undantekingu en treysti því að fulltrúar almennings gætu skýrt skilmerkilega frá því. Það hefur ekki gerst heldur eru alþingismennirnir á hlaupum undan fjölmiðlamönnum þegar talið berst að þessu máli og sýnir það stöðu þeirra í málinu.
Nú ber svo við að Bjarni Benediktsson fullyrðir að hann hafi ekkert vitað af tengslum umhverfisráðherra við stúlkuna sem um ræðir. Ég trúi þessu ekki enda getur þetta ekki verið satt miðað við hvernig þessi svokallaða undirnefnd allsherjarnefndar hefur sagst starfa í öðrum málum.
Mér finnst Bjarni, Guðjón og Guðrún setja mjög niður við að greina þjóðinni ekki satt og rétt frá þessu máli og skýra það út af hreinskilni.
Það er aldrei gott að ljúga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 1014245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Örvæntingarfull kosningabarátta að velta sér upp úr persónuhögum
Jónínu Bartmars.
Engin frambærileg rök um að allsherjarnefnd sé að ljúga. Aldrei gott að bera sakið á aðra án þess að hafa sönnun.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 30.4.2007 kl. 11:07
Mér finnst það illskiljanlegt, raunar óskiljanlegt, hvernig hægt er að meta aðstæður umsækjanda um ríkisborgararétt án þess að kynna sér þær. Ef rétt er, að Bjarni, Guðjón Ólafur og Guðrún hafi ekki gert það, ef þau hafa ekki kynnt sér persónulega hagi þess umsækjanda sem hér um ræðir, þá eru vinnubrögðin hreint forkastanleg.
Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 11:10
Alveg sama hvernig þessu máli er velt það er ljótt og ekki þinginu sæmandi. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 11:12
Það er næsta víst að ef þarna hefur verið klíkuskapur á ferð þá verða allir viðkomandi að ljúga og ljúga.
Annars ætti þetta lið ekkert að vera að stressa sig því ekki þurfa embættis og stjórnmálamenn á íslandi að taka ábyrgð á neinu sem þeir gera.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 11:13
Viðbót: Ég sé að Sigríður Laufey hefur skrifað hér inn á meðan ég var að því. Er hún að halda því fram að Sigurjón sé hér að velta sér upp úr persónuhögum Jónínu Bjartmarz? Hvers konar kjánaskapur er þetta eiginlega, leyfi ég mér að segja?
Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 11:13
Hvað á Bjarni að skýra? Á hann að skýra frá einkamálum þessarar stúlku til að sanna fyrir þér að hann og nefndarmenn hafi haft fullgildar ástæður fyrir veitingu ríkisborgararéttar? En um leið er farið að fjalla um einkahagi þessarar stúlku. Það er ómerkileg pólitík.
Benedikt Halldórsson, 30.4.2007 kl. 11:14
Er ekki rétt að segja satt og rétt frá
Sigurjón Þórðarson, 30.4.2007 kl. 11:20
Er þetta bara ekki samfæri Samfó gegn okkur Framsóknarmönnum korter fyrir kosningar, sb Kastljósþáttinn góða í fyrradag. Þvílíkar dylgjur og ofstopi hjá Seljan í Jónínumálinu. Nei, réttara væir að segja Guðrúnar Ögmundsmálinu. Það ætti frekar að hafa uppá frú Guðrúnu til að segja okkur hvers vegna hún skrifaði upp á þennan ríkisborgararétt. Og nefnið mér bara eitt dæmi um rúmlega tvítuga stúlku frá þriðja heiminum (asíu, afríku eða suður-ameríku), sem hefur fengið ríkisborgararétt eftir rúmlega ár í vinnu eða námi á Íslandi. Nefnið mér bara 1-2 dæmi og ég skal éta öll ljóti orðin ofan í mig. Allar undanþágur frá aðalreglunum hafa verið vegna "ástæðu". Mál Bobby Fischer var sérstakt. En ástæða var gefin. Rúnar Alexandersson, Duranona osf. Allt þekkt. Núna þarf frú Guðrún Ögmunds að stíga fram og segja mér og þeim nýbúum sem þurftu að biða í röðinni í sjö ár eftir íslensku vegabréfi ástæðuna. Þetta er bara samsæri Samfylkingarinnar gegn okkur Framsóknarmönnum korter fyrir kosningar.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.4.2007 kl. 11:25
Ef umrætt nefndarfólk hefur unnið vinnuna sína, þá hefur það kynnt sér persónulega hagi umsækjenda. Það er algert lágmarksatriði. Og þá hefur það óhjákvæmilega komist að því, að umsækjandinn í þessu tilviki var búsettur á heimili Jónínu nokkurrar Bjartmarz og undir hennar verndarvæng hérlendis. Svo segist nefndarfólkið ekkert hafa vitað um það ...
Hlynur Þór Magnússon, 30.4.2007 kl. 11:27
Að sjálfsögðu eiga menn að segja satt, en stundum er sannleikurinn lyginni líkastur, menn hafa bókstaflega verið teknir af lífi vegna þess eða dæmdir saklausir í fangelsi. Það verður að sanna lygina. Sigurjón; þú gefur þér að Bjarni sé að ljúga án nokkurra sannana, en hann getur ekki varið sig með því að leggja mál stúlkunnar í "dóm" okkar, svo við sem þekkjum ekkert til málavaxta getum farið að velta vöngum, hugsa málið. Til að "dæma" Bjarna yrði "kviðdómur" að fá allar hugsanlegar persónuupplýsingar um hagi þessarar stúlku til að meta hvort Bjarni hafi verið að ljúga eða ekki. Það er ósiðlegt og bitnar á þeim sem síst skyldi.
Benedikt Halldórsson, 30.4.2007 kl. 11:57
Sigurjón, ef þú hefur minnsta grun um að það sé verið að misnota Alþingi með þessum hætti, þá er auðvitað rétt hjá þér að stíga fram og segja frá því. Ég segi misnota vegna þess að svona afgreiðsla fram hjá stofnunum og ráðuneyti á ekki að vera möguleg nema lagarammi og skýrar verklagsreglur séu fyrir hendi. Ég spyr er svo?
Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:25
Hvort sem í þessu tilviki er um grófa spillingu að ræða eða ekki, sannar þetta mál hve rotið kerfið er. Þrír þingmenn hafa það hlutverk, það vald, að veita heimilisfólki og fjölskyldumeðlimum annarra þingmanna ríkisborgararétt með undanþágum en bera síðan við minnisleysi þegar þeir eru spurðir um hvaða ástæður liggi að baki ákvörðunum þeirra. Er það nema von að virðing og traust almennings gagnvart Alþingi fari dvínandi.
Bjarni Þór Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:28
Ég treysti Guðrúnu Ögmundsdóttur helst til að stíga fram og segja okkur "sannleikann" í þessu máli. Hún var einlægur ástríðupólitíkus sem ég hélt mikið uppá, en öllum getur okkur orðið á í messunni.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.4.2007 kl. 12:45
Athyglisvert innlegg í umræðuna, það hlýtur að vera hægt að taka allan vafa úr þessu máli og komast að hinu sanna...
Í lögum um þingsköp Alþingis segir meðal annars:
18. gr. Forseti ákveður í samráði við formenn fastanefnda fundatíma nefnda, starfsáætlun þeirra og starfshætti að svo miklu leyti sem ekki er kveðið á um þá í þingsköpum.
Eru starfshætti þessarar nefndar þannig að ekki þarf að rökstyðja ákvarðanir hennar? Er ekki hægt að komast að því hvað varð til að stúlkan fékk undanþágu?
21. gr. Nefndir skulu halda gerðabók um það sem fram fer á fundum. Starfsmaður nefndar, nefndarritari, ritar fundargerð og skal fundargerðin undirrituð af formanni og nefndarritara. Forseti setur nánari reglur um frágang fundargerða nefnda.
Er ekki hægt að komast í gerðabók eða fundargerð og skoða rökstuðning undanþágunnar? Er þessi gerðabók bara að safna ryki og ekki til neins annars?
Gunnar Aron Ólason, 30.4.2007 kl. 12:46
Ein spurning til Sigurjóns, gætirðu útskýrt verklagsreglur nefndarinnar svo maður átti sig betur á hvers vegna þau eiga að vera að ljúga miðað við þessi orð:"Ég trúi þessu ekki enda getur þetta ekki verið satt miðað við hvernig þessi svokallaða undirnefnd allsherjarnefndar hefur sagst starfa í öðrum málum. "?
AK-72, 30.4.2007 kl. 13:00
Mann rekur í rogastanz við þessar fréttir! Allt lygarar á Alþingi! Ja, hérna. Þverpólitísk lygi? Nú dámar mér ekki!
Júlíus Valsson, 30.4.2007 kl. 13:55
Stórmerkilegt að Gunnar Freyr skuli viðurkenna að hér er pottur brotinn, en kalli einungis Guðrúnu Ögmundsdóttur til ábyrgðar. Að mínu mati eru þau öll tortryggileg í þessu máli, Guðrún, Bjarni og Guðjón Ólafur; og kerfið allt í heild sinni. Þar varðar mig ekkert um hvar í flokki fólk stendur - þetta er skandall sem ljóst er að nær þvert yfir línuna.
Jón Magnússon hefur fært mjög sannfærandi rök fyrir því að það getur tæpast staðið að þau hafi ekki vitað neitt um tengsl stúlkunnar við Jónínu ef þau hefðu farið eftir öllum reglum.
Aðalskandallinn hlýtur hins vegar að vera að menn skuli ekki viðurkenna að nú þurfi að endurskoða kerfið og lofa bótum og betrun. Nei, þvert á móti viðurkennir enginn að neitt sé að kerfi þar sem fólk getur farið framhjá öllum viðmiðunarreglum og síðan firrt sig allri ábyrgð. Það er hrein og klár móðgun við alla þá sem hafa sótt um undanþágu hjá Allsherjarnefnd, en fengið synjun, að skilaboðin til þeirra virðast vera sú að engin rök þurfi að gefa fyrir þessum ákvörðunum.
Þarfagreinir, 30.4.2007 kl. 14:02
Þarna átti hlekkurinn hjá mér að vera beint yfir í rétta færslu hjá Jóni. Best að bæta úr því.
Þarfagreinir, 30.4.2007 kl. 14:06
Allsherjarnefnd er í lófa lagið að leiða sannleikann í ljós - ef hún vill.
Aðeins þarf að svara því hvort umsókn tengdadóttur umhverfisráðherra var afgreidd á sérstakan hátt.
Er t.d. að finna aðrar sambærilegar umsóknir þar sem 15 mánaða dvalartími hefur dugað til þess að fá landvistarleyfi? Jónína ráðherra og Bjarni Benediktsson hafa jafnan talað um "innan við tvö ár" þegar þau nefna önnur dæmi, en það er munur á 23 mánuðum og 15. Og hve mörg eru dæmin þar sem "innan við tvö ár" hafa dugað til landvistarleyfis - og er staða þeirra umsækjenda sambærileg við stöðu tengdadóttur ráðherra?
Það er einfalt mál fyrir nefndina að sýna fram á hvort svo sé eða ekki. Engu breytir þótt "öll mál séu sérstök". Sú staðreynd stendur ekki í vegi fyrir því að hægt sé að upplýsa um málið.
Af hverju gerir nefndin ekki einfaldlega hreint fyrir sínum dyrum?
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 14:48
Jónína Bjartmarz sagðist í sjónvarpsviðtali einungis hafa ráðlagt stúlkunni um fyrstu skrefin í umsóknarferlinu, væntanlega þau að sækja um hjá Útlendingastofnun. Hefði hún ekki mátt vita þar yrði þessari umsókn hafnað á grundvelli reglunnar um búsetu? Ég vil benda á að hún er þessum málum þaulkunnug, sem lögfræðingur, þingmaður og fulltrúi í Alslherjarnefnd.
Var það ekki hún ekki sem annaðist afgreiðslu þessarra mála í nefndinni áður flokksbróðir hennar Guðjón Ólafur leysti hana af hólmi? Hún vissi því mætavel um málsskotsréttinn. Hún þekkir allt ferlið mætavel og er öllum hnútum kunnug varðandi störf nefndarinnar.
Fyrst þessi umsókn var svona mikilvæg, eru þá ekki allar líkur á því að ráðherra sé einn meðmælenda á umsókninni. Ef svo er ekki hverjar eru líkurnar á því að Bjartmarznafnið komi hvergi fram í gögnum málsins? Þarf umsækjandi ekki að greina frá hjúskaparstöðu, lögheimili og nöfnum umrámanna húsnæðis?
Ætli nefndarmenn séu svo viti fyrrtir að þeir komi ekki auga á tenginguna þegar þeir sjá Bjartmarznafnið svart á hvítu?
Bara tll að taka af allan vafa, má ekki upplýsa um röksemndafærslu nefndarinnar og meðmælendur? A.m.k. láta uppi hvort J.B. komi þar við sögu.
Að lokum, er ekki full ástæða til rannsaka ofan í kjölinn embættisfærslur J.B. í nefndinni, sem og þeirra nefndarmanna sem nú starfa þar. Fordæmalaus fyrirgreiðsla eins þýðir að brotið sé á rétti annarra. Ekki satt?
Jóhann H., 30.4.2007 kl. 15:30
Ég óskaði eftir því við framkvæmdastjóra þingflokks Frjálslynda flokksins að hún aflaði allra gagna sem liggja fyrir hjá ritara allsherjarnefndar um málið.
Sigurjón Þórðarson, 30.4.2007 kl. 15:51
Gísli B. (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 16:00
Allir landsmenn ættu að vita að Alþingismenn, hvar í flokki sem þeir eru verja hver annan ef fjölmiðill sækir að þeim. Mig langar til að minna á hvernig meirihluti Alþingismanna sá sér fært að kjósa Sólveigu Pétursdóttir AFTUR FORSETA ALÞINGIS Á SÍÐASTA KJÖRTÍMABILI. Eiginkonu Olíusvindlarans.
Orð Eiríks Stefánssonar í pisli á Útvarpi Sögu þar sem hann benti á að Alþingismenn meintu ekkert með því að vera ósammála um málefni líðandi stundar og féllust í faðma að fundunum loknum og færu jafnvel frá Alþingi í sömu bifreið og sá sem þeir höfðu sýnilega átt í harðvítugum deilum við.
Núna er korter til kosninga. Hvað meinar þú núna Sigurjón með ádeilu þinni á Umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars? Eruð þið hætt að vera vinir eða er þetta kosningaáróður? Hvenær nema í aðdraganda kosninga fer vinskapurinn í valdagræðginni út um þúfur?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 30.4.2007 kl. 16:15
Ég er svo hrikalega einfaldur að eðlisfari og ég ætla að trúa orð Jónínu og nefndarmannanna í alsherjarnefnd þar til annað kemur í ljós.
Thor Thorarensen (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:51
Auðvitað höfðu nefndarmenn ekki hugmynd um tengsl umrædds umsækjanda við ráðherra.
Þegar umsóknin var afgreidd höfðu Bjarni, Guðjón & Guðrún, bundið fyrir augun, stungu fingrum í eyrun og sungu öll: La la la la, ég sé ekkert og heyri ekkert.
Þannig að augljóst er að þau gátu hreinlega ekki vitað um nein tengsl.
Ríkisborgarinn (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:02
Sigurjón, hverskyns ómálefnalegt bull er þetta hjá þér? Þú ert þingmaður - ótrúlegt að setja fram svona fyrirsögn sem þú byggir ekki á öðru en "Ég trúi þessu ekki" - svo þín eigin orð séu notuð. Svo svararu hér í kommentakerfinu að þú ætlir að kalla eftir gögnum. Væntanlega til að grafast fyrir um málið. Samt fullyrðir þú í fyrirsögn að Bjarni segi ósatt. Kjarni málsins virðist vera sá að þú, pólitískur andstæðingur þessa fólks, leggur ekki trúnað við frásögn þeirra. Ekki fullyrða þá að fólk segi ósatt þegar þú byggir það ekki á öðru en því - það er ljótt og óheiðarlegt. Þú ert þingmaður og ættir að sýna einhverja ábyrgð í tali. Þessi pistill þinn segir akkúrat ekkert nýtt í málinu - annað en "ég held að..". Fyrirsögnin er þannig villandi og meiðandi meðan ekki liggur annað fyrir í málinu. Blessunarlega er það svo að orð Þorsteins Pálssonar eiga vel við um skrif þín; Sams konar ásakanir úr penna þeirra sem eru lítilla sanda og sæva hafa ekki þótt svara verðar. Bjarni sér vonandi ekki ástæðu til að bregðast við þeim.
Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:07
Ekki er nú allt afgreitt með þessu, Árni. A.m.k. sé ég fulla ástæðu til að knýja á um svör í þessu máli, eins og fram kemur í vefgrein minni í dag, þar sem einnig er tiplað á öðru og kannski augljósara hneykslismáli Framsóknar.
En nú var verið að tilkynna það í dagskrárkynningu í Sjónvarpinu, að í Kastljósþætti kvöldsins verði upplýst um það, hverjar þær sérstöku ástæður hafi verið, sem lágu því að baki, að þessi unga kona þurfti ekki að bíða nema 15 mánuði eftir nýju ríkisborgarabréfi.
Jón Valur Jensson, 30.4.2007 kl. 19:33
Hvað er málið? Er gúrkutíðin alveg að fara með ykkur? Sigurjón! Ættir þú ekki að hafa áhyggjur af einhverju öðru, eins og t.d. að reyna að komast á þing? Ég sannarlega vona samt að það takist ekki hjá þér, og góðar líkur þar á.
Guðmundur Björn, 30.4.2007 kl. 19:52
Nei, Sigurjón -- þótt hann sé Hegranesgoði -- er ágætur vinnujálkur, það þarf endilega að halda honum inni á þingi.
Jón Valur Jensson, 30.4.2007 kl. 20:09
Sigurjón, nú kannast ég við minn mann - Þetta var aldeilis hárrétt hjá þér að stíga fram og með rökfestu óska eftir fundargögnum er varðar afgreiðslu þessa máls. Kjósendur eiga heimtingu á að vita hver sannleikur málsins er. Sigurjón, haltu áfram að þjarma svona að þeim, annað eiga þeir ekki skilið!!!
Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:15
Ástæðan var "skert ferðafrelsi" samkvæmt útekt Kastljós. Vesen með að endurnýja dvalarleyfi hér á landi og ferðalög til og frá Bretlandi vegna náms. Ég ætla að ráðleggja vinum mínum frá asíu að gera copy/paste af þessari umsókn.
Gunnar Freyr Rúnarsson, 30.4.2007 kl. 20:37
Kemur þetta einhverjum á óvart. Setjum stúlkuna bara á föst fjárlög. X-B.
Björn Heiðdal, 30.4.2007 kl. 21:27
Ég verð nú að segja að mér finnst hallærislegt af manni sem er í framboði til Alþingis að skrifa þvílíka fyrirsögn og grein, skrifin gefa til kynna að frambjóðandinn hafi eitthvað til síns máls... en svo reynist heldur betur ekki vera.
Kemur svo fram í kommentakerfinu að viðkomandi frambjóðandi hefur beðið um gögn.
Hvarflar ekki að mér eitt augnablik að það sé allt með felldu í þessu máli. Kemur mér svo sem heldur ekki á óvart að Sigurjón ætli að skreyta sig með þeim svörtu fjöðrum.... en ég hélt kannski að maðurinn væri skynsamari en svo að kalla einhvern lygara án þess að hafa eitthvað fyrir sér í því.
Heiða B. Heiðars, 1.5.2007 kl. 00:08
Sæll Sigurjón. Nú ert þú á þínum heimavlli og getur talað um kynþátt sem þér er svo hugleikið, enn að nota þetta í baráttunnki núna á eftir að koma þér og Frjálslynda flokknum heldur betur um koll. Ég hafði álit á þér enn þetta hatur út í útlendinga er ekki mér að skapi, og hvað þá að nota þér þetta sem var að ské með teingdadóttir Jónínu Bjartmars.
Eyþór Jónsson, 1.5.2007 kl. 01:17
Sigurjón. Ég var að skoða heimasíðu Alþingis áðan. Þar kemur fram að þú ert í Alsherjarnefnd. Hefur þú þá ekki sem slíkur aðgang að fundargerðum nefndarinnar? Er þá ekki gagnrýni þín á störf nefndarinnar gagnrýni á þig sjálfan í leiðinni?
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 10:56
Sigurður M, Auðvitað á ég rétt á þessum gögnum og mun örugglega fá að sjá gögnin annað væri brot á leikreglum lýðræðisins.
Eyþór Jónsson, ég átta mig ekki á þinni röksemdarfærslu.
Heiða, ég sit fundi allsherjarnefndarfundi og veit vel að nefndarmenn vita mætavel um hagi þeirra sem Alþingi veitir ríkisborgararéttindi m.a. um fjölskylduhagi.
Andri Gunnarsson þú vonar að Bjarni Ben bregðist ekki við þessum ásökunum. Það er einmitt það sem hann reynir í lengstu lög til þess að forðast sannleikann í málinu.
Sigurjón Þórðarson, 1.5.2007 kl. 11:27
Ég er ekki alveg að skilja af hverju þeir sem eru að setja út á færslu Sigurjóns eru að því yfir höfuð?? Hvern er hann að ásaka og kalla lygara?? Það er ekki eins og hann sé að segja e-ð um þetta mál sem ekki er verið að ræða út í þjóðfélaginu!! Og Eyþór... hvað ertu að tala um?? Er nú e-r rasismi sem þú lest úr þessari færslu? Hvað er eiginlega að,maður bara spyr???
sara (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.