Leita í fréttum mbl.is

VG viðkvæmir fyrir umræðu um sjávarútvegsmál

Frambjóðendur Frjálslynda flokksins hafa mátt sæta ýmsum rangfærslum og útúrsnúningum á þeirri stefnu flokksins að ætla að sporna við óheftu flæði  erlends vinnuafls.   Í þeim útúrsnúningum hafa frambjóðendur VG í Norðausturkjördæmi gengið ótrúlega langt.

 

Ætla mætti að þeir sem fara út fyrir allt velsæmi í að gera fólki upp skoðanir í tengslum við skynsamlega stefnu Frjálslynda flokksins í vinnumarkaðsmálum gætu tekið rökstuddri gagnrýni á stefnu sína eða réttara sagt stefnuleysi sitt í sjávarútvegsmálum.

 

Á fundi í Tjarnarbæ í Ólafsfirði spurði ég hvað aðrir stjórnmálaflokkar, þar með talið  VG, væru að meina með byggðastefnu ef þeir ætla ekki að breyta þessu kvótakerfinu sem eyðir byggðinni skipulega.

 

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Einn frambjóðandi VG brást mjög illa við þessari rökstuddu gagnrýni minni á stefnuleysi og vondar tillögur VG í sjávarútvegsmálum og missti sig í eitthvert tal um óábyrga stefnu Frjálslynda flokksins. 

 

Hvað hefur núverandi stefna í sjávarútvegsmálum sem VG ætlar að hlaupa undir bagga með fært íbúum Fjallabyggðar? Nú búa 500 færri íbúar í Fjallabyggð en gerðu samtals í Ólafsfirði og Siglufirði fyrir  áratug síðan. Íbúar nú væru á fjórða þúsund ef íbúaþróun hefði verið hér með sama hætti og annars staðar á landinu -  í stað liðlega 2.200.

 

Þetta er staðreyndir málsins og einnig að Frjálslyndi flokkurinn hefur skynsamar og raunhæfar breytingar á kvótakerfinu sem munu færa byggðunum atvinnurétt sinn á ný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig skírirðu fólksfækkun á stöðum þar sem kvóti hefur aukist, eins og sumsstaðar á Vestfjörðum?

Fiskveiðar er matvælaiðnaður, er ekki eðlilegt að slíkt sé stundað þar sem það er arðbærast? Viljum við gera Vestfirði að mjólkuriðnaðarsvæði, bara af því það væri svo réttlátt gagnvart einhverjum bændum þar? Hverju eru fiskveiðar að skila í ríkiskassann í dag, miðað við fyrir daga kvótakefisins? Geturðu svarað því Sigurjón?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú er örugglega að vísa til fréttar sem var á forsíðu Fréttablaðsins, þar sem sagði að kvóti hafði aukist á Vestfjörðum frá árinu 2001. 

 Það rétta í málinu er að veiðiheimildir og landaðurr afli hafa dregist stórlega saman á Vestfjörðum á þessum 5 árum!

Hvernig skyldi standa á því að kvóti aukist á sama tíma og aflaheimildir og veiði dragast saman?

Ástæða er sú að það er búið að setja fleiri tegundir inn í kvótakerfið en áðurs s.s. aukaafla krókabáta s.s. ýsu, löngu og keilu en það eru einmitt tegundir sem við í Frjálslynda flokknum ætlum að taka út úr kvótakerfinu fyrst af öllu.  Hin ástæðan er sú að minnstu trillurnar voru nýlega settar inn í kvótakerfið en þær voru fyrir utan kerfið þar til fyrir um 2 árum.  Þær lönduðu nokkurþúsund tonnum af þorski á Vestfjörðum og taldist sá afli ekki með í kvótatalningunni 2001.

Ég get tekið undir með þér að það eigi að stunda þá atvinnuvegi í þeim landshlutum þar sem þeir henta s.s. suðfjárrækt á Ströndum.   Þess vegna er óskynsamlegt að koma á kerfi sem fækkar og mun í náinni framtíð leggja af að fiskveiðar séu stundaðar út frá sjávarbyggðum sem liggja vel við nálægum fiskimiðum.   Það er ljóst að þó svo að menn hætti að veiða í Bakkaflóa þá mun ekki veiðast mun meira út af Vestfjörðum eða í Breiðafirði.  Þetta kerfi sem við búum við er óskynsamelgt út frá þjóðarhag.

Ég lít á það sem mikil tækifæri að breyta kerfinu og þá fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnnar.  það er ljóst að það fæst meira fyrir 2 fiska en einn og núverandi kerfi skilar helmingi færri þorskum á land en fyrir dag kvótakerfisins.

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Jóhann H.

VG eru viðkvæmir fyrir umræðu um atvinnumál yfirleitt.  Þeir eru bara blankir í þeim efnum.  Þeim lætur best að klæmast með umhverfismálin og kvarta yfir einkaframtakinu...

Jóhann H., 1.5.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gunnar. Við skulum halda því til haga að sú eina jákvæða breyting sem sést eftir að þetta kvótakerfi komst á er betra hráefni. Og það er bara ekki neinu miðlunarákvæði að þakka, heldur einfaldlega því að nú ráða fiskmarkaðirnir hráefnisverðinu og það er bara einfalt lögmál.

Pólitísk yfirstjórn atvinnumála með svæðaskiptar lausnir er aðferð sem Sjálfstæðisflokkurinn tók traustataki á sovéskum sorphaug.

Þeir þarna i Sovétinu voru búnir að sanna fánýti þessa kerfis sem hafði brugðist þeim. Vestfirðir byggðust ekki upp af opinberum störfum og ekki af menntastofnunum, enda eru Vestfirðingar stórum betur menntaðir upp til hópa en langskólagengið fólk, og það er auðvitað bara lögmál.

 Vestfirðingi ber ekki skylda til að búa á Vestfjörðum og þar af leiðir að stjórnvöld þurfa ekki að hafa af því áhyggjur þó hann kjósi bara að vinna í álveri fyrir austan og flytji þangað. En stjórnvöldum bar -og ber enn skylda til þess að láta hann í friði við að nýta þau atvinnuskilyrði sem byggðarlag hans óx af og enn eru fyrir hendi, ef hann kýs að fara þá leið.

Málið er nefnilega sáreinfalt eins og við Frjálslyndir! höfum ævinlega bent á. En kommúnisti sem segist vera boðberi óhefts réttar einstaklingsins til að bera ábyrgð á eigin lífi og kallar sig eitthvað annað en hann er, það er ekki einföld persóna til skilgreiningar.

Árni Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 22:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta svar Sigurjón, nema þú svarar ekki því hvað greinin er að skila í ríkiskassan í dag miðað við fyrir kvótakerfið. Þó ég beri hag landsbygðarinnar fyrir brjósti þá er ég tregur til að beita ríkisstyrkjum henni til styrktar, nema það leiði af sér að hún hjálpi sér sjálf í framhaldinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 00:06

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll það hér er grein eftir EKG frá árinu 2003 http://ekg.is/greinar-raedur/nr/172 sem bendir á þá stöðnun sem hefur orðið í greininni.

Síðan þá hefur ástandið ekki lagast þ.e. samdráttur var á árinu 2005 vegna þróunar gengis en á árinu 2006 hækkuðu tekjurnar og má það einnig rekja til gengisbreytinga.

Athyglisvert er það sem fram kemur í grein EKG að eina leið Sjálfstæðisflokksins er að búa til opinberan sjóð með fullt af milljónum til að ráðstafa en það er af og frá að það eigi að opna greinina fyrir nýliðum.  Það þarf ekkert að styrkja landsbyggðinni heldur leyfa fólkinu að nýta nálæg fiskimið.

Sigurjón Þórðarson, 2.5.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband