Leita í fréttum mbl.is

Munu þau sjá að sér?

Í dag var ég í kosningasjónvarpi RÚV að ræða mál Norðausturkjördæmis. Eins og oft áður barst talið að byggða- og atvinnumálum. Þau eru oft rædd án þess að þau séu skilgreind með nokkrum hætti - eða þá að hver skilgreinir þau með sínu nefi. Framsóknarmenn skilgreina atvinnumál á landsbygginni bara sem uppbyggingu stóriðju en oft er ómögulegt að vita hvað Sjálfstæðisflokkurinn á við þegar hann fer að ræða atvinnu byggðanna. Hann heldur því í sífellu fram að atvinnulífið sé sterkt þótt allar hagstærðir sýni annað, fólki fækki og umsvif dragist saman.

Það er oft erfitt að átta sig á Vinstri grænum og Samfylkingunni sem reyna að leiða umræðuna út í samgöngumál, rafmagnsverð og flutningskostnað og stundum að málefnum einnar stofnunar norður á Sauðárkróki sem heitir Byggðastofnun.

Allir þessir flokkar forðast eins og heitan eldinn að ræða fiskveiðistjórnunina sem kemur í veg fyrir nýliðun og hefur að auki leitt stórtjón yfir þjóðina.

Frjálslyndi flokkurinn sér það sem allir ættu að sjá að ef það á að vera framtíð í sjávarbyggðunum þarf nýjum aðilum að gefast kostur á að hasla sér völl innan atvinnugreinarinnar. Vinstri grænir hafa að vísu kynnt stefnu fyrir kosningarnar en hún er arfavitlaus eða svo sagði leiguliði, maður sem leigir til sín aflaheimildir - hann sagði að kerfi þeirra myndi einungis gera stöðu hans enn erfiðari og er hún ekki góð fyrir.

Ég skil ekkert í sósíalískum flokki að þora ekki að koma fram með framsæknar tillögur eða skeleggt kerfi til að takast á við kerfi sem misbýður réttlætiskennd þjóðarinnar og er á góðri með að leggja stóran hluta landsins í eyði.

Ég vonast svo sannarlega til þess að fólkið sjái að sér. Það felast ógrynni tækifæra í að breyta kerfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þú stóðst þig frábærlega eins og þín er von og venja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.4.2007 kl. 22:53

2 identicon

Kjánalegt af þér að ráðast á mögulegan samstarfsflokk með þessum hætti. Það voru vonbrigði að sjá ekki meiri töggur í þér gagnvart sjálfstæðismönnum sem verðskulda ekki það fylgi sem þeir hafa í könnunum. Þú átt að reita fjaðrirnar af xD linnulaust!

Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 06:35

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég verð nú lítið var við samstarf eða nokkurn vilja til þess af hendi VG.  S og VG hafa einmitt bein sínum kröftum að FF með mjög ósvífnum hætti. 

Ég hefði gjarnan viljað beina öllum kröftum mínum að því að fella ríkisstjórnina en nú um stund virðast VG og S uppteknari að öðru. 

Sigurjón Þórðarson, 30.4.2007 kl. 09:47

4 identicon

Það eru vonbrigði ef svo er, því það er einmitt það sem Sjálfstæðismenn vilja - óeiningu innan stjórnarandstöðunnar. Hættið þessari vitleysu og takið "svarta xD svaninn" hálstaki og reitið fjaðrirnar af honum í sameiningu, þannig fellið þið ríkisstjórnina! Ég vona að Steingrímur J. lesi þetta!!!

Ragnar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:47

5 Smámynd: Jóhann H.

Í hverjum kjördæmaþættinum á eftir öðrum hefur málefnafátækt VG í atvinnumálum verið himinhrópandi.  Engar lausnir.  Alls engar. 

Ég mæli sérstaklega með því að menn kynni sér "frammistöðu" Jóns Bjarnasonar í kjördæmaþætti NV á heimasíðu RÚV.  Þvílík endemi.  Hann refst bara og skammaðist, gjammaði frammí og var alveg blankur þegar hann var beðinn að benda á lausnir VG. 

Ég miklar efasemdir um erindi VG í þessum kosningum.  Fyrir utan umhverfisklámið, náttúrulega....

Jóhann H., 30.4.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband