Leita í fréttum mbl.is

Vilja landsmenn borga 130 milljónir í styrk árlega með einu fyrirtæki?

Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf verið fylgjandi því að það sé sett eitthvert þak á hvað hvert og eitt bú fengi í styrk frá ríkinu og ef að viðkomandi bóndi vildi framleiða meira vegna hagkvæmni  þá væri honum það frjálst en ríkið væri ekki að greiða aukalega með framleiðslunni. 

Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á að stór hætta sé á að ef ekki sé sett þak á styrki til hvert bú þá geti kerfið þróast í algjöran óskapnað.  Auðvitað mætti vera sveigjanleiki ef fleiri en ein fjölskylda standa að búrekstrinum. 

Nú virðist það einmitt hafa gerst sem varað var við þar sem búið er að boða að reisa bú sem á að framleiða þrjá milljón lítra árlega á jörðinni Flatey á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu.

Ef að þetta bú mun starfa innan styrkjakerfis landbúnaðarins þá mun það þýða að ríkið mun styrkja þetta fyrirtæki árlega um 130 milljónir árlega.

Ég er sannfærður um að það verður ekki sátt um að eitt fyrirtæki fái svo gríðarlega háa styrki þar sem að öðrum þræði hafa margir litið með velvilja til styrkjakerfis landbúnaðarins vegna byggðasjónarmiða.

Það er orðið löngu tímabært að Guðni Ágústsson fari að snúa sér að öðrum verkum en að stýra landbúnaðarráðuneytinu en honum er margt til lista lagt s.s. að skemmta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Já þetta með Guðna Ágústsson, er hann ekki kominn á síðasta söludag svona rétt eins og vörur í fátækrahjálp einni voru sem áttu að seðja hungur fátæklinga?

Ég hef svo oft velt fyrir mér hvernig stjórnmálamenn á alþingi geta búið til lög sem allir landsmenn þurfa að fara eftir og eru á móti allri sannfæringu og réttlætiskennd landsmanna og þá á ég sér í lagi við lög sem sett voru um fiskveiðikvótann... Ég er dóttir bónda sem varð að borga af innleggi búsins... fyrst 1/2 % og seinna 1%...Af öllu brúttó innleggi bússins... Það voru sauðfjárafurðir, kjöt og ull, afurðir af kúm svo sem mjólk og kjöt, afurðir af hænsnum en það voru í þá daga egg og allur sá lax sem lagður var inn til kaupfélagsins. Til þess að reysa Bændahöllina á Hagamelnum, seinna var hún kölluð Hótel Saga og núna síðast, Radison SAS Hótel. Eftir að móðir mín lést 2004 en hún lifði föður minn var dánarbúi foreldraminna skipt milli okkar afkomendanna,. Þá kom ekki til skiptanna það sem foreldrar mínir höfðu vegna sérlaga á bændur verið lögum vegna skikkuð til að borga til núna Radisons Hotels.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.4.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

æi veistu ég vona innilega að þetta bú á Flatey verði til þess að þetta úrelda kerfið verði tekið og umbylt og bændum gefið tækifæri á því að reka bú sín á sem hagkvæmasta hátt okkur öllum til hagsbóta. Ég er alveg viss um að við getum notað þessa milljarða sem fara í styrki til bænda í það minnsta hluta af þeim til að gera eitthvað annað en að niðurgreiða mjólk.

-gunni 

Gunnar Pétur Garðarsson, 18.4.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband