Leita í fréttum mbl.is

Misskilningur ,,þessa" fólks

Í 10-fréttum var sagt frá fólki sem taldi að það væri verið að tala niður til þess þegar innflytjendur væru nefndir þetta fólk. Það er örugglega í langflestum tilfellum ekki meiningin hjá þeim sem nota þetta orðalag. Ég á það t.d. til að nota þetta orðalag um þetta fólk í staðinn fyrir þessa innflytjendur en þegar maður segir þessa innflytjendur á það e.t.v. frekar við um einhverja tiltekna einstaklinga innan þessa ágæta hóps sem er að flytja til landsins. Vonandi getum við rætt um innflytjendur án þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart því að vera að tala niður til einhverra með alvanalegu orðalagi.

Umræða eyðir fordómum.

Es. Ég horfði aftur á fréttatímann og sá þá og heyrði að Berglind Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri í utanríkisráðuneytinu, endaði sitt innlegg í fréttatímanum á því að segja þetta fólk - enda er orðalagið ekki nema eðlilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt Sigurjón í raun er þetta orðhengilsháttur til að finna einhverja gagnrýni á eitthvað að mér finnst varðandi þetta orðhengilsháttur í anda ritskoðunar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sammála þér Sigurjón. Fráleitt að telja "þetta fólk" sagt í niðrandi merkingu!     En þessum ágætu Frjálslyndra-fordæmendum og beturvitrungum þykir "þetta" víst skelfilegt orð! Kæmi ekki á óvartað Vaffgéarar taki á stefnuskrá að banna "þessa" orðnotkun..

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Rétthugsunarofstæki pirrar mig stundum. Eins og kórinn sem bannfærir orðalagið þetta fólk. Þar étur hver upp eftir öðrum af fullkominni heimsku, leyfi ég mér að segja. Af hverju má ekki segja þetta fólk þegar verið er að tala um ákveðinn hóp fólks? Ég vona að það verði ekki tekið sem einhver árás á Ingibjörgu Sólrúnu, slíkt er fjarri mér, en ég leyfi mér að nefna, að í einhverjum samræðum í útvarpinu fyrir nokkrum vikum notaði hún sex sinnum orðalagið þetta fólk - ég byrjaði að telja þegar hún sagði þetta í annað skiptið - og ég sá nákvæmlega ekkert athugavert við það. Hefði einhver aumingjans framsóknarmaður gert slíkt, svo dæmi sé tekið, þá hefði ofstækiskórinn farið í gang eins og venjulega.

Hlynur Þór Magnússon, 17.4.2007 kl. 11:12

4 identicon

Mér finnst ekkert eðlilegra en að tala um ,, þetta fólk " og sé alls ekkert niðrandi við það. Það er alltof mikið ofsóknarbrjálæði ríkjandi hér á landi þessa dagana og ég tel það mest ættað frá öfgasinnuðum feministum, sem er afar fámennur en því og miður of háhvær hópur.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:27

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þetta fólk er velkomið, þetta fólk er okkur mikilvægt, þetta fólk er duglegt upp til hópa, þetta fólk gæti verið hinir níu Islendingar, ég kann bara vel við þetta fólk.

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2007 kl. 11:51

6 identicon

Úff, á nú banna tilvísunarfornöfn? - Heldur verður okkur þá erfitt um mál .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 11:51

7 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Ég verð held ég að leiðrétta mig , ég sagði "VaffGéarar", en meinti auðvitað VáGeyjarar!

Kristján H Theódórsson, 17.4.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband