Leita í fréttum mbl.is

Árangur Færeyinga í stjórn fiskveiða - fundur á Hótel KEA

Þann 17. apríl nk. verður haldinn fundur á Hótel KEA um stefnu Frjálslynda flokksins í stjórn fiskveiða og mikinn árangur Færeyinga við að stýra fiskveiðum. Við Jón Kristjánsson fiskifræðingur verðum frummælendur.

Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur verið helsti ráðgjafi færeyskra stjórnvalda og er hann nýkominn úr ferð til Færeyja þar sem hann var m.a. gestur á fundi Fólkaflokksins. Ávarpi hans á fundi Fólkaflokksins var sérlega vel tekið og hér eru viðtöl sem tekin voru við Jón í Færeyjum í síðustu viku - um gagnsleysi þess að geyma fisk í hafinu  og um þorskainnrásina á Íslandsmið. Í Færeyjum hafa „sérfræðingar“ sem hafa lagt til grundvallar stærðfræðilega fiskifræði lagt árlega til 25-50% niðurskurð á aflaheimildum um áratuga skeið en stjórnvöld hafa nánast ekkert farið eftir þeim ráðum frá árinu 2000. Á þeim tíma hafa fiskistofnar í Færeyjum risið og hnigið í samræmi við það sem Jón Kristjánsson hefur spáð fyrir um.

Uppbyggingarstarf sem fram hefur átt að fara hér á Íslandsmiðum hefur þrátt fyrir tveggja áratuga tilraunastarf orðið byggðum landsins dýrt.

Það er löngu tímabært að við Íslendingar skoðum með opnum hug árangur Færeyinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband