Leita í fréttum mbl.is

Skynsemin ræður

Frjálslyndi flokkurinn telur skynsamlegt fyrir íslenskt samfélag að stjórna flæði útlendinga sem kemur til landsins og telur rétt að beita öryggisákvæðum í EES-samningnum sem heimila Íslendingum að takmarka flæðið.

Á

Jón Baldvin sammála túlkun Frjálslynda flokksins
stæðan er einföld, það er nauðsynlegt að hægja á innstreymi fólks til þess að íslenskur vinnumarkaður geti aðlagað sig gríðarlegum breytingum sem hafa átt sér stað á örfáum árum. Íslenskt samfélag þarf einnig að ná utan um þann fjölda sem kominn er til landsins áður en enn fleira fólki er stefnt hingað.

Nú ber svo við að talsmenn Samfylkingarinnar, s.s. frambjóðandinn Árni Páll Árnason, telja það lífsins ómögulegt að beita þessu ákvæði. Árni Páll fer með túlkun sinni algerlega gegn afstöðu læriföðurins Jóns Baldvins Hannibalssonar, samflokks- og samhlerunarmanns síns, til þessa ákvæðis.

Í umræðum á Alþingi útskýrði Jón Baldvin Hannibalsson ákvæðið með þeim hætti að það léki enginn vafi á því að það væri mjög rúmt og mætti nota með einhliða ákvörðun Íslands.

Samfylkingin virðist einhverra hluta vegna ekki ráða við að ræða málefni útlendinga á Íslandi og hefur reynt að úthrópa skynsamlega umræðu Frjálslynda flokksins um brýnt þjóðfélagsmál. Ástæðan er eflaust sú að talsmenn Samfylkingarinnar vita sem er að þeir brugðust innlendu launafólki illilega fyrir tæpu ári þegar flokkurinn studdi ekki að nýttar yrðu heimildir til þess að fresta því að galopna landið fyrir innstreymi vinnuafls frá fátækum ríkjum Evrópusambandsins.

 

Nú virðist sem Samfylkingin ætli að bregðast íslensku launafólki öðru sinni með því að úthrópa nauðsynlega og þarfa umræðu sem vonda og eru þessir stjórnmálaflokkar með því að bregðast íslensku launafólki öðru sinni.

Einna lengst í þessu hefur bæjarstjóri Samfylkingarinnar í Dalvíkurbyggð gengið og sett bráðnauðsynlega umræðu Frjálslynda flokksins í samhengi við styrjaldir og skelfilegar þjóðernishreinsanir. Þetta er svona álíka vitlaus tenging og að setja orð og ræður Ingibjargar Sólrúnar í samhengi við glæpi Stalíns.

Svanfríður, helsti talsmaður kvótans í Samfylkingunni

 

Málefni útlendinga eru viðkvæm og stjórnmálamönnum ber að ræða þau af skynsemi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki betur en að Svanfríður sé gamall Stalínisti, svo að það þarf nú ekki að koma á óvart að hún sjái ógnir steðja að sér héðan og þaðan. Við vitum í dag að Stalín var einmitt haldinn ofsóknarbrjálæði. 

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband