13.4.2007 | 18:04
Eyfirðingar harðir á móti kvótakerfinu - grein eftir eyfirskan sjómann
Eyjafjarðarsvæðið og Norðurlandskjördæmi eystra hefur löngum verið talið vagga Framsóknarflokksins og varpstöðvar frá fornu fari. Það er ekki fjarri lagi og hér var einnig vagga Samvinnuhreifingarinnar og Kaupfélaganna. Flestir voru háðir sínu Kaupfélagi bæði með vinnu og nauðsynjar, raunar þurftu menn varla að leita annað. Á Akureyri voru Sambandsverksmiðjurnar mjög stór vinnustaður sem ásamt KEA sá til þess að flestir hefðu vinnu þó launin væru vissulega lág.
Síðar komst Útgerðarfélag Akureyringa á legg, en í því fyrirtæki áttu fjölmargir bæjarbúar hlut ásamt Akureyrarbæ.
Allt til þessa dags hefur Framsóknarflokkurinn verið í forystuhlutverki í kjördæminu sem og bæjarmálum á Akureyri, en margt hefur þó breyst frá því sem áður var.
Sambandsverksmiðjurnar eru horfnar, KEA lítið annað en peningaskúffa með fjármunum sem bændur og aðrir félagsmenn töldust áður eiga og sjálft gulleggið, Útgerðarfélag Akureyringa selt undir forystu Framsóknarmannsins og fyrrum bæjarstjóra Jakobs Björnssonar í andstöðu við meirihluta bæjarbúa.
Nú er svo komið að flest öll stóru fyrirtækin sem áður voru í eigu Akureyringa hafa verið seld úr bænum og þau sem enn eru til eru með höfuðstöðvar fyrir sunnan.
Það skal því engan undra þó fjarað hafi undan fylgi Framsóknarflokksins á kjörtímabilinu sem þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn hefur ekkert beitt sér í atvinnumálum hér fyrir norðan.
Raunar er staðan sú að atvinnuleysi á svæðinu hefur verið með því mesta á landsvísu um árabil. Í febrúar var atvinnuleysi á landinu 1.3%, en 2.3% á Norðurlandi eystra.
Ekki bætir úr skák að svæðið er láglaunasvæði sem stendur langt að baki t.d. suðvestursvæðinu.
Margir telja að um sé að kenna slappri verkalýðsbaráttu og athyglisverð er sú staðreynd að nær öllum verkalýðsfélögum á Akureyri er stjórnað af Framsóknarmönnum.
Það þótti mörgum sárt þegar bærinn seldi hlut sinn í ÚA og óttuðust mjög um framtíð fyrirtækisins. Sá ótti hefur ekki reynst ástæðulaus. Fyrir nokkrum árum var fyrirtækið selt útgerðarmanni frá Rifi sem þegar hófst handa við hagræðinguna.
Skrifstofufólki flestu var sagt upp og þau störf flutt til Reykjavíkur. Frystiskip voru seld þar sem tugir sjómanna og þeirra fjölskyldur urðu af miklum tekjum og margir þeirra hafa enn ekki komist í skipspláss eða orðið að flytja úr bænum.
Þá hefur einnig verið dregið verulega saman í ísfiskflota fyrirtækisins auk þess fækkað hefur í áhöfnum þeirra skipa sem enn eru á sjó. Hinn nýji eigandi er einnig talinn einn stærsti kvótaleigusali landsins.
Framtíðaráætlanir hans virðast vera mjög á reiki varðandi fyrirtækið. Um tíma ætlaði hann að láta smíða nokkra línubáta og skipta togurum út fyrir þá, en nú virðist sú áætlun ekki lengur í gildi.
Öllum að óvörum festi hann síðan kaup á mjög stórum frystitogara frá Noregi fyrir nokkru, en hann á fyrir einn stærsta frystitogara landsins Guðmund í Nesi sem gerður er út frá Rifi.
Því er nú spurt, hvar fæst kvóti fyrir hið nýja og afkastamikla skip sem hlýtur að verða að skila miklum afla í land til að dæmið geti gengið upp.
Er nú komið að því að loka frystihúsinu á Akureyri, einum af síðustu stóru vinnustöðum í bænum og færa þá vinnslu út á sjó? Þar færu 100-150 störf.
Hver veit og raunar hefur enginn neitt um það að segja nema eigandinn sjálfur.
En á sama tíma og störfum á Akureyri hefur fækkað beinlínis vegna aðgerða Framsóknarflokksins tala þeir fjálglega um að þeir ætli að fjölga störfum. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hælir sér jafnvel af því að hafa nú nýlega flutt ein 5 störf við skjalaþýðingar fyrir ráðuneytið norður til Akureyrar!
Akureyri sem var kvótahæsti bær landsins er nú að missa þann titil einnig. Guðmundur Kristjánsson eigandi ÚA hefur tekið þá ákvörðun að flytja skráningu á Akureyrartogunum til Reykjavíkur og skráningarnúmer þeirra munu breytast úr EA í RE. Þar með fer allur kvóti þeirra eða ÚA til Reykjavíkur. Svo einfalt er það nú í því fiskveiðistjórnunarkerfi sem við líði er að flytja björgina á milli byggðarlaga.
Og ástæðan sem Guðmundur tilgreinir fyrir þessum flutningi er sú að formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sé ekki nægilega jákvæður og of stífur við að framfylgja kjarasamningum. Skemmtileg skilaboð það, að ekki þurfi að fara eftir kjarasamningum í Reykjavík.
Frjálslyndiflokkurinn mun leggja höfuðáherslu á atvinnumál í kjördæminu og veitir ekki af að snúa þeirri óheillaþróun við sem átt hefur sér stað á liðnum árum.
Sjávarútvegur var og á að geta verið áfram hin raunverulega stóriðja í kjördæminu. Álver á Reyðarfirði og væntanlega á Húsavík er góð viðbót og ætti að tryggja þessu stóra kjördæmi góða framtíð.
Til þess að svo megi verða er þó nauðsynlegt að losa um tök hinnar dauðu handar Framsóknarflokksins sem svo allt of lengi hefur staðið í vegi fyrir framförum og nýjum tímum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 359
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1014073
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 808
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ágæt samantekt. Framsóknarflokkurinn er löngu búinn að glata uppruna sínum og hugsjónum. Hann þar alveg á sama báti og Sjálfstæðisflokkurinn, -og vonandi sekkur sá bátur fljótlega með þeirri ræningjaáhöfn. Allar þeirra gerði undanfarin ár hafa miðast við að hlaða undir valdaklíkur flokkanna, valdar ættir og volduga vini. Þeir hafa enga sómatilfinningu lengur. Gróðapungar, eins og títtnefndur Guðmundur frá Rifi er til skammar fyrir land og þjóð. Eflaust eru þar einhverjir sem lofsyngja hann fyrir snilldina við að plata Akureyringa, en hann svikin hans eru bara geymd en ekki gleymd.
Kjartan Eggertsson, 13.4.2007 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.