Leita í fréttum mbl.is

Íslandshreyfingin í tómri vitleysu í sjávarútvegsmálum

Erfitt hefur verið að átta sig á yfirlýsingum formanns Íslandshreyfingarinnar Ómars Ragnarssonar um sjávarútvegsmál.  Hann hefur þó  lýst því yfir að hann sé fylgjandi kvótakerfinu.

Fyrsti fundur sem Íslandshreyfingin sá ástæðu til að boða til um sjávarútvegsmál er í kvöld og eru framsögumenn forsvarsmenn helstu hagsmunasamtaka sem vilja halda nánast óbreyttu kerfi sem hefur skilað þjóðinni tjóni  og höggvið djúp skörð í sjávarbyggðirnar.

Framsögumenn á fundinum eru Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ og Arthur Bogason, formaður LS. Fundarstjóri er Jakob Frímann Magnússon.

Það er spurning hvort að þeir bræður Sverrir og Dóri Hermannssynir munu sitja undir þessum ræðuhöldum á fremsta bekk?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar sagði að þau væru með vel skilgreinda stefnuskrá í öllum málum.  Hún væri einstök og framboðið væri engu öðru líkt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já, því miður er Íslandshreyfingin með einhverskonar stefnu í sjávarútvegsmálum. Ómar lýsti því yfir í sjónvarpinu að Íslandshreyfingin vildi ekki fyrna kvótann!  

Þar með hefur kvótaflokkunum fjölgað um einn og eru orðnir þrír. Fyrir voru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn einu raunverulegu kvótaflokkarnir.

Ég sendi fyrrum félögum okkar í Frjálslynda flokknum innilegar samúðarkveðjur.

Sigurður Þórðarson, 12.4.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Katrín

Skyldi Þorsteinn Baldvins ekki hafa átt heimagengt?

Undarlegur viðsnúningur á frænku Dóra..hvað skyldu vinir Dóra segja núna?

Katrín, 12.4.2007 kl. 23:24

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Hér er frétt af fundinum þeirra. Annars heldum við fínan fund um sjávarútvegsmál í kosningamiðstöðinni okkar í Skeifunni 7 í gærkvöld. Þú hefðir haft gaman af að mæta, ef þú hefðir ekki verið upptekinn í kjördæminu þínu fyrir norðan og austan. Kveðja yfir heiðar. MÞH

Magnús Þór Hafsteinsson, 13.4.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband