Leita í fréttum mbl.is

Sonur vinar míns berst í Írak

Ég hef alltaf verið andstæðingur Íraksstríðsins og fannst sorglegt að Íslendingar skyldu styðja Bush-stjórnina í þessu ömurlega stríði. Stundum snerta heimsviðburðirnir Íslendinga með beinum hætti og berast jafnvel inn á gafl til manns. Það gerðist í dag þegar sonur vinar míns, Kristján Sigurðsson frá Siglufirði og Florida, kom til Íraks til að taka þátt í bardögum.

Í þessum hildarleik hafa ekki einungis farist tugþúsundir eða hundruð þúsunda Íraka, heldur einnig mörg þúsund ungir Bandaríkjamenn, og fleiri hafa særst og beðið tjón á sál og líkama.

Maður óskar þess að friður komist á sem fyrst þótt vonin sé veik. Ég furða mig alltaf á því að sjálfstæðis- og framsóknarmenn þráist við að viðurkenna mistök sín og biðja bæði íslensku þjóðina og umheiminn afsökunar og koma Íslandi af þessum lista yfir viljugar og stríðsfúsar þjóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hvaða mistök ertu að tala um.  Heldur þú að Bush hafi hringt í Davíð og beðið hann að skrifa upp á kosningavíxil???

Björn Heiðdal, 3.4.2007 kl. 22:45

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vissulega mjög sorglegt og skömm Davíðs og Halldórs mun loða við þá út yfir gröf og dauða...þessi smánarblettur verður seint þrifinn af nafni Íslands. Virkilega aumt líka að bera fyrir sig þeirri endemis þvælu að menn hafi ekki vitað betur, fjöldi fólks um allan heim sá í gegnum næfurþunnan lygavefinn og margir höfðu hátt hér heima á Íslandi og bentu á æpandi þversagnir og annað sem var ekki sannfærandi í máflutningi Bandríkjamanna...en allt kom fyrir ekki, heimskan og undirlægjuhátturinn hafði betur enn og aftur.

Georg P Sveinbjörnsson, 3.4.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband