Leita í fréttum mbl.is

Þingeyingar tapa á skattastefnu ríkisstjórnarinnar

Þingeyingar tapa á skattastefnu ríkisstjórnarinnar

  Í janúar sl. skrifaði ég grein í Skarp og birti með henni súlurit þar sem skýrlega sást sá gríðarlegi munur sem er á meðallaunum annars vegar á Norðurlandi eystra og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu.   Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands má ætla að meðallaun á Norðurlandi eystra séu liðlega 500 þúsund krónum lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Þessi launamunur endurspeglar þá stjórnarstefnu sem Framsóknar-  og Sjálfstæðisflokkur hafa rekið gegn íbúum landsbyggðarinnar og gerir þá að 2. flokks þegnum með lægri tekjur og lakari þjónustu. Skattbreytingar ríkisstjórnarinnar hafa líka komið hart niður á því sem almenningur á Norðurlandi eystra fær í beinhörðum peningum í launaumslagið. 

 

 Ef við gerum ráð fyrir því að meðallaun séu nú um 255 þúsund krónur á mánuði er forvitnilegt að reikna út hvað sá sem fær greidd þau laun fer illa út úr þeim breytingum sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa gert á skattkerfinu á kjörtímabilinu. Þeir lækkuðu skattprósentuna í stað þess að hækka skattleysismörk eins og Frjálslyndi flokkurinn lagði til – og það hefur ekki gefist vel. Ef skattleysismörk hefðu fylgt launaþróun og þeim upphæðum sem varið er til sérstakra skattahækkana fyrir þá sem hafa hæstu launin má ætla að skattleysismörkin væru komin vel yfir 120 þúsund krónur á mánuði.  Miðað við skattleysismörk í kringum 125 þúsund hefði meðal-Gunnan haft 120 þúsund krónum meira í vasann árlega – og munar marga um þá upphæð. Meðalhjónin Jóninn og Gunnan hefðu því samanlagt 240 þúsund krónum meira úr að spila til að reka heimilið.  Í stað þess að fara þá leið að hækka skattleysismörkin eins og við í Frjálslynda flokknum boðuðum var farið í skattalækkanir sem hafa gagnast best hátekjufólki. Það er engin spurning að skattastefna núverandi stjórnarflokka er alls ekki sniðin að venjulegu launafólki og ef fólki er vitund annt um budduna sína er líklegast til árangurs að greiða Frjálslynda flokknum atkvæði sitt.     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband