Leita í fréttum mbl.is

Smábátasjómenn á Snæfellsnesi mega ekki veiða síldina

Á sama tíma og síldin leitar hvað eftir annað inn í Kolgrafarfjörð og drepst þar í tugþúsunda tonna tali og hvalir háma síldina í sig inn á Grundarfirði, þá mega heimamenn ekki veiða síldina. 

Steingrímur J. Sigfússon skar niður veiðiheimildir smábáta í lagnet en heimilt er að leyfa 2.000 tonna veiði en atvinnuvegaráðherrann gaf einungis út 500 tonna kvóta.  Landssamband Smábátasjómann reyndi að hnekkja þeirri ákvörðun með því að óska efir 1.000 tonna viðbót við leyfilegan afla smábáta.  Niðurstaðan var að bátarnir fengu 300 tonna aukningu við 500 tonna upphafskvóta. 

Greinilegt er að hagsmunir minni útgerða og sjávarbyggðanna er algert aukaatriði hjá núverandi valdhöfum. Frekar er síldin látin fara forgörðum en að hún sé nýtt af heimamönnum! Reyndar endurspeglar nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar "um stjórn fiskveiða" þetta viðhorf en mesta púðrið í því fer í að takmarka veiðar handfærabáta, á sama tíma og sérréttindum er úthlutað til annarra til tveggja áratuga. 

Það sem mér finnst áhugavert sem líffræðingi er hvort að síld sé ekki víðar að finna víðar í miklum mæli en í Breiðafirðinum og hvort að það sé yfirleitt verið leita að vetrarstöðvum síldar inn á öðrum fjörðum. Margir muna enn eftir Hvalfjarðarsíldinni hér um árið.


mbl.is Enn drepst síld í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Steingrímur J. er náttúrlega heljarmenni að hvorutveggja, dómgreind og líkamsburðum ásamt því að hvatleikinn er óbilandi.

Margra manna maki við át á súrmat.

Árni Gunnarsson, 3.2.2013 kl. 17:16

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Síldin í Hvalfirði lét ekki sjá sig í 60 ár eftir að gríðarlegu magni af dauðri síld var sleppt niður úr síldarskipum um allan Hvalfjörð. Það sama gerðist í Mjóafirði fyrir ca, 20 árum.

Níels A. Ársælsson., 3.2.2013 kl. 17:51

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Liggur ekki beinast við að gefa frjálsar allar síldveiðar smábáta í net og makrílveiðar á handfæri ?

Er ekki hérna kjörið tækifæri fyrir sjómenn og útgerðarmenn hinna minni fiskiskipa og smábáta, ... allra, alls staðar um landið, ... að taka höndum saman og krefjast fullra og óskoraðra réttinda til þess að mega veiða síldina í net og veiða makrílinn á handfæri, hver og einn eftir sinni getu og að eigin vali, hvaða daga sem er, og að ekkert hámark verði, - sem sagt, - að menn verði að lokum frjálsir ?

Tryggvi Helgason, 3.2.2013 kl. 18:08

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú að liggur algerlega beint við.

Sigurjón Þórðarson, 3.2.2013 kl. 20:18

5 identicon

Heilir og sælir; Sigurjón - og aðrir gestir, þínir !

Sigurjón !

Er það liður; í aumingjavæðingu Dögunar, að lúta sífellt boðum og bönnum, frá Reykjavíkur afglöpum - eins og Jóhanni Sigurjónssyni, frænda mínum, og forstjóra Hafrannsókna stofnunar, og öðrum ámóta - að Þistilfjarðar Skoffíninu, meðtöldu ?

Eruð þið ekki; búnir að fá ykkur fullsadda, af Reykjavíkur skrifræð inu, ENNÞÁ ??? 

Kvakið; í ykkur Níelsi A. Ársælssyni, auk ýmissa annarra, er orðið verulega þreytulegt, minnir mig á planh, eða Klöguljóð Próvencölzku og Katalónsku Trúbadoranna, á 12. - 14. öldum, fornvinur góður, þegar þeir voru að kvarta, undan aðbúnaði mis jöfnum, við hirðir Konunga, og Barcelónu Greifanna, þar syðra.

Vitaskuld; fara íslenzkir Sjómenn, sínu fram, þar sem gnægð er Fiskjar - og SKJÓTA einfaldlega, á hvern þann Landhelgisgæzlu mann, eða þá Vaktara (lögreglumann), sem dirfðust að trufla veiðarnar.

Það; myndu frændur mínir Mongólar gera, að minnsta kosti, Sigurjón minn !

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem oftar / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 20:52

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sæll Óskar Helgi og þakka þér fyrir skrifin - Þú verður að ganga til liðs við Dögun og gefa liðinu lýsi til þess að herða okkur.

Sigurjón Þórðarson, 3.2.2013 kl. 22:34

7 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Sigurjón; fornvinur kær !

Nehei; að ganga til liðs, við Dögunar hörmungina - væri hið sama, og að lýsa yfir stuðningi, við áframhaldandi þingræði, og þar með flokka kraðakið allt, og stuðning við óværu, hinna 4urra flokkanna, einnig.

Það; kemur einfaldlega, ekki til mála, Sigurjón minn - þinghúss kofann, vildi ég helzt, sprengja í loft upp, eða,...... samþykkja með semingi, að fluttur yrði austur að Skógum, til Þórðar gamla, stein fyrir stein, hefði hann smáspildu aflögu, þá; gætu Íslendingar nútímans, sem og framtíðarinnar, minnst þeirra stóru mistaka, að alþingi skyldi endurreist verið hafa, árið 1845; og valdið stórtjónum einum, allar götur síðan.

Lýsis gjöfin; aftur á móti, væri ánægjunnar virði aftur á móti - ein, og sér, fornvinur góður.

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum fyrri, að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 01:31

8 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Sigurjón.

Ég tek fremur undir með Jóhannesi Laxdal og Friðriki Hansen um sama málefni og endurtek fyrri athugasemd:

Þetta er auðvitað alveg borðliggjandi. Þverun fjarðarins er auðvitað hrein og bein gildra. Það er verst að aflanum skuli ekki vera ekið í vinnslu eða bræðslu samstundis. Það væri þá líka hægt að leggja síldveiðiflotanum á meðan og láta sjómennina hreinsa aflan úr fjörunni. Í alvöru sagt: Verður ekki að loka dauðagildrunni með rist eða neti a.m.s.k. þar til samið hefur verið við sjómenn um nýja vinnutilhögun?

Jónatan Karlsson, 4.2.2013 kl. 10:24

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Öll veiðarfæri eru dauðagildrur

Sigurður Þórðarson, 7.2.2013 kl. 11:10

10 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Siggi

Satt og rétt hjá þér, en gæta ber þess að framkvæmdin var ekki hugsuð sem risavaxin gildra - öðru nær.

Jónatan Karlsson, 7.2.2013 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband