Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra talaði niðrandi um mikilvæg störf drengja

Jóhönna Sigurðardóttur forsætisráðherra verður án efa helst minnst fyrir það að hafa í stjórnartíð sinni endurreist óbreytt bankakerfi með ærnum tilkostnaði fyrir skattborgara framtíðarinnar.

Sömuleiðis verður hennar minnst fyrir að hafa beitt kröftum sínum af alefli fyrir því  að slá skjaldborg um verðtrygginguna og illræmtt kvótakerfi í sjávarútvegi. Svo rammt hefur kveðið að þjónkun Jóhönnu Sigurðardóttur við spillt fjármálkerfið, að stjórnvöld hafa hvatt til þess að ekki verði farið að gjaldeyrislánadómi Hæstaréttar fyrr en mögulega eftir einhver ár.

Samfylkingin og Vg boðuðu fyrir síðustu kosningar breytingar á kvótakerfinu í átt til jafnræðis. Efndirnar voru hins vegar í formi frumvarps, sem miðaði að því að festa braskið og kerfið í sessi út 21. öldina. Ekki nóg með það heldur setti ríkisstjórnin nýja fisktegund á Íslandsmiðum, makrílinn, inn í kvótakerfið, þar sem ekkert jafnræði ríkir um réttinn til veiða.  Er hægt að toppa hræsni og ómerkilegheit Vg og Samfylkingarinnar?

Vandamálið er að Samfyllkingin og Vg eru að stjórna landinu með mjög svipuðum hætti og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefðu að öllum líkindum gert.  Það að Jóhanna þenji sig og líki störfum talsmanna Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna  við störf  þeirra sem gegndu mikilvægum störfum við að gæta búsmala sem hélt lífinu í landanum, finnst mér vera mjög niðrandi fyrir smalana.  

Ekki þarf Jóhanna að fara út úr innsta kjarna Samfylkingarinnar og útmála smaladrengi til þess að finna nákvæmlega sömu vinnubrögð spuna og óheiðarleika sem hún gagnrýnir sem orðagjálfur. 


mbl.is Vörn velferðar stærsti sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt

Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:37

2 identicon

Það sem veldur mér áhyggjum, er að Jóhanna og Steingrímur virðast ætla, að skrifa upp á löggjöf,

Þar sem örfáum ófæddum börnum á Íslandi, er ætlað að erfa ófæddan fisk,við Íslandsstrendur næstu 40 árin.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 14:45

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurjón. Þessi pistill er sannleikur. Þess vegna er það mér hulin ráðgáta, hvers vegna Hreyfingarfólkið í Dögun styður þessa ríkisstjórn? Ég skil það ekki!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.8.2012 kl. 15:10

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Anna Si gríður, ekki segjast þau Margrét og Þór styðja ríkisstjórnina.

Sigurjón Þórðarson, 25.8.2012 kl. 16:10

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurjón Þórðarson, ertu að halda því fram að Þór og Margrét styðji ekki JóGrímu stjórnina.

En hvað þú heldur landa þína vera mikla einfeldinga.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 25.8.2012 kl. 17:23

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega rétt Sigurjón, og ég er orðin mikið efins um þau Margréti og ´Þór verð að segja það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband