Leita í fréttum mbl.is

Xdogun.is - Krefjumst réttlætis og heilbrigðrar skynsemi

Undirskriftasöfnun fer nú fram á heimasíðunni http://www.xdogun.is/askorun/ þar sem þess er krafist að stjórnvöld leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um framtíðarfyrirkomulag við stjórn fiskveiða.  Það er nauðsynlegt að koma með öllum ráðum í veg fyrir að ólög Steingríms J. nái fram að ganga.

Hér að neðan er greinargerð sem fylgir undirskriftasöfnuninni.

- GREINARGERÐ -

Með nýjum lögum um stjórn fiskveiða er núverandi handhöfum aflaheimilda tryggður forgangur, sem stenst ekki jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, til að minnsta kosti 20 ára. Auk þess stenst það engan veginn nýja stjórnarskrá sem stjórnlagaráð hefur samið. Núverandi stjórnarmeirihluti lofaði fyrir síðustu kosningar að breyta stjórnkerfi fiskveiða þannig að jafnræði yrði tryggt. Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gengur í þveröfuga átt (657. mál, þskj. 1052, 140. löggjafarþing) (http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html).

Fyrir síðustu alþingiskosningar, í apríl 2009, voru báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og VG, á einu máli um að fiskveiðistjórnunarkerfið væri svo ranglátt að það yrði að leggja niður í núverandi mynd og taka upp nýtt kerfi. Lofuðu báðir flokkar að taka tillit til ályktunar mannréttindanefndar SÞ sem átaldi ójafnræði milli borgara í aðgengi að auðlindinni og að ekki gengi að úthluta henni sjálfkrafa til sömu aðila ár eftir ár. Fjölmiðlar eru hvattir til þess að ganga eftir þessum loforðum.

Báðir stjórnarflokkarnir lögðu til 20 ára aðlögunarferli fyrir núverandi kvótahafa og kvótinn, sem þannig kæmi til úthlutunar, yrði leigður á almennum uppboðsmarkaði, beint af ríkinu. Báðir stjórnarflokkarnir einsettu sér að tryggja þjóðareign fiskimiðanna, bæði í raun og að lögum. Sömuleiðis átöldu báðir flokkarnir kvótaframsalið sem leitt hefur til gífurlegrar byggðaröskunar. Við þetta má bæta að eitt af 100 daga markmiðum ríkisstjórnarinnar voru frjálsar handfæraveiðar.

Í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða nær ekkert þessara markmiða fram að ganga. Þvert á móti er núverandi kerfi fest enn frekar í sessi og jafnvel ýtt undir væntingar kvótahafa um bótarétt við breytingar síðar.

Þá vantar inn í frumvarpið að hagsmunir og samkeppnisstaða fiskvinnslu án útgerða séu tryggð til jafns við fiskvinnslu með útgerð.

Skorum við því á ríkisstjórnina að halda þá sátt sem hún gerði við þjóðina í aðdraganda þingkosninga 2009 og í stjórnarsáttmála í kjölfarið. Þjóðin mun aldrei sættast á efni fyrirliggjandi kvótafrumvarps (þskj. 1052 — 657. mál, 140. löggjafarþing).

Að öðrum kosti er forseti Íslands með áskorun hér að ofan hvattur til þess að synja frumvarpinu staðfestingar þannig að þjóðin skeri úr - enda á þjóðin rétt á því að útkljá þetta mál, sem deilt hefur verið um í á þriðja áratug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Mæltu manna heilastur Sigurjón

Jónas S Ástráðsson, 27.4.2012 kl. 00:22

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er fylgjandi þessu algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2012 kl. 00:22

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hvernig ætlast þú til að skynsamleg ákvörðun verði útkoma í þjóðaratkvæðargreiðslu þjóðar sem Hafró og stjórnmálamenn flest allir eru búnir að heilaþvo, að ofveiði hafi valdið lækkun meðaltalsþunga þorskfiska á árunum 76-82 og þess vegna hafi verið nauðsin að draga úr veiðum....  Allt búandi fólk veit, að fallandi meðalþungi er vegna vöntunar á fóðri... Ef þú getur ekki aukið við fóðrið þá verður að fækka á fóðrum....Þessi fræði er viðurkend hjá öllum sem stunda eldi jafnt á land dýrum og fiskum, NEMA HAFRÓ

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.4.2012 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband