Leita í fréttum mbl.is

Pólitískur hálfvitagangur ríkisstjórnarinnar

Erfitt er að ráða í, hvað það er raunverulega, sem rekur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra áfram í því að brjóta öll kosningloforð Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum og sömuleiðis stjórnarsáttmálann.  Það er flestum ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir eru með svikunum endanlega að glata stuðningi stórs hluta kjósenda sinna!

Ekki er að sjá að fámennur en hávær hópur sérhagsmuna, sé að verðlauna ríkisstjórnina fyrir að ætla að festa sérgæðin í sessi næstu áratugina. Heimtufrekjan er slík og sömuleiðis þjónkun  ríkisstjórnarinnar, að eðlilega er gengið á lagið í frekari kröfugerð.

Umræðan sem fram fer nú um frumvarpið um stjórn fiskveiða, á hinu háa Alþingi er óvenju lágkúruleg. Þingmenn vitna ótt og títt samtöl sín við einstaka útgerðarmenn og skuldastöðu þeirra.  Engin umræða er um að kerfið sem nú er verið að festa í sessi, hafi brugðist algerlega öllum upphaflegum markmiðum sínum. Augljóst er að afli botnfiskstegundanna sem kvótakerfið átti að byggja hratt og örugglega upp, hefur dregist svakalega saman frá því að kerfið var sett á!  Engin umræða er um sóunina í kerfinu og svindlið sem því hefur fylgt.  Engin umræða er um að áfram verði handhöfum veiðiheimilda leyft að selja og leigja sameiginlegar eigur almennings. Engin umræða er um álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.  

Nú er að sjá hvort að Ögmundur Jónasson mannréttindaráðherra komi að áliti Mannréttindanefndarinnar í umræðunni á þinginu, en hann flutti sérstakt þingmál um að það ætti skilyrðislaust að virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Ég ber enn þá von í brjósti á því að Ögmundur nái góðri og heiðarlegri lendingu í málinu rétt eins og Jón Bjarnason virðist vera búinn að gera og snúa baki við vondu frumvarpi.


mbl.is Styður frumvarpið ekki óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi nær þetta frumvarp ekki fram að ganga þjóðarinnar vegna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 11:23

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú hefur það í hendi þér hvort frumvarpið nær fram að ganga, og stjórnin haldi velli Sigurjón.Þinn flokkur Dögun, heldur stjórninni uppi á Alþingi.Það er ljóst að frumvarpið fer ekki í gegn nema þingmenn Dögunar styðji það.Það er líka ljóst að stjórninni er ekki sætt ef hún kemur ekki frumvarpinu í gegn.Þú hefur örlög fumvarpsins og ríkisstjórnarinnar í hendi þér Sigurjón.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2012 kl. 15:37

3 identicon

Nú er Steingrímur búinn með reglugerð 206/2012 um Strandveiðar, búinn að útiloka strandveiðiflotann frá öllum makrílveiðum,þannig að bátarnir verða bundnir við bryggju 20-25 daga í mánuði.

Nú er spurt hvernig stenst það 11. gr. Stjórnsýslulaga jafnræðisregluna,að afhenda sumum 150 þúsund tonn af makríl, endurgjaldslaust, en banna öðrum allar makrílveiðar.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband