Leita í fréttum mbl.is

Ólína Þorvarðardóttir hlýtur að segja af sér þingmennsku?

Það hefur lítið sem ekkert heyrst í Ólínu vegna frumvarps Jóhönnu og Steingríms J.. Óstaðfestar fréttir herma þó að Ólína styðji óskapnaðinn sem er margfalt verri smíð en það frumvarp sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra lagði fram á sínum tíma.  Heyrst hefur þó að hún hafi sett einhverja fyrirvara um stuðning sinn og þá við einhver smáatriði í frumvarpinu.  

Þegar Jón Bjarnason lagði fram sitt frumvarp, þá heimtaði Ólína Þorvarðardóttir afsögn ráðherra. Nú hlýtur hún sjálf að vera að íhuga sjálf að segja af sér þingmennsku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hélt nú að þessi ríkisstjórn gæti ekki toppað síðasta fiskveiðistjórnarfrumvarp sitt, en ég hafði rangt fyrir mér.......

Jóhann Elíasson, 27.3.2012 kl. 23:31

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei en það verður að skoða þetta frumvarp og skilja í ljósi þess að þau Steingrímur J. og Jóhanna Sig samþykktu framsalið í denn.

Sigurjón Þórðarson, 27.3.2012 kl. 23:35

3 identicon

Margir sem maður talar við trúa lygamöntrunni um að núverandi kvótakerfi hafi verið sett á eftir hrun þorskstofnsins ca 1980! Fólk er fífl.

Flestir sem maður talar við eru mótfallnir Esb aðild.  Menn velta fyrir sér hvað þeir geti kosið næst og Dögun virðist ekki vera valkostur með sína ónýtu Esb stefnu. Það vantar flokk með skýra stefnu í málinu!

GB (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 07:52

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er það ekki skýr stefna í ESB málum að leyfa þjóðinni að ráða afdrifum málsins?

Sigurjón Þórðarson, 28.3.2012 kl. 07:57

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú segir Sigurjón að það sé skýr stefna í ESB málum að leyfa þjóðinni að ráða afdrifum málsins.Þú skalt þá standa við þá stefnu í þeim flokki sem þú ert aðili að og kallar sig "Dögun ".Þessi flokkur hefur þrjá þingmenn. Hann hefur staðið í vegi fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um ESB aðild og stendur enn.Ef þú meinar eitthvað með þessu tali þínu um að þjóðin fái að kjósa þá skaltu beita þér fyrir því að þjóðin fái það.Þú getur gefið þessu einhvern tímafrest, hálft ár.En ég efa það að þú meinir neitt með orðum þínum.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 28.3.2012 kl. 09:03

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir værirðu til í að rökstyðja: "Hann hefur staðið í vegi fyrir því að þjóðin fengi að kjósa um ESB aðild og stendur enn.".

Sigurjón Þórðarson, 28.3.2012 kl. 09:19

7 identicon

Á erfitt með að sjá Ólínu geta samþykkt þennan óskapnað til ársins 2047, sömuleiðis á hún eftir að skýra hvernig nýliðun á að fara fram í sambandi við makríl, síld og loðnu.

Síðan mun ég aldrei trúa því upp á Ólínu að samþykkja að brjóta Stjórnarskrána, 65.gr. jafnræðisregluna, allir skuli vera jafnir fyrir lögum, með því að gera þær kröfur að eigandi í Strandveiðikerfinu verði að vera lögskráður á bát sinn, stenst ekki Stjórnarskrá, því sama krafa er ekki gerð í krókaaflamarkskerfinu, eð aflamarkskerfinu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 12:08

8 identicon

Sæll Sigurjón.

Ég veit að jafnvel þú og fleiri miðað við stefnumál þessara flokka í fiskveiðistjórnarmálum hafðir einhverjar smá vonir um að þessi Ríkisstjórn myndi eitthvað laga hlutina í þessu fjandsamlega kerfi.

Því miður eru þær vonir nú algerlega brostnar, þvílíkur "bastarður" sem loksins eftir þungar fæðingarhríðir loksins fæddist.

Þessi fjandi er samin á skrifstofum LÍÚ og nú þykjast þeir gráta krókudílatárum !

Það er sorglegt að í eina stóra málinu þar sem þessi ríkisstjórn hefði getað haft meirihluta þjóðarinnar með sér til þess að taka virkilega á hlutunum og gjörbreyta fiskveiðistjórnuninni, þar skuli þeir lippast niður fyrir LÍÚ klíkunni og bera á borð þennan hryllings bastarð, sem enn frekar festir í sessi óréttlátt kvótakerfið og nú til tuga ára í viðbót.

Áfram berst þessi algerlega auma og algerlega trausi rúna rískisstjórn við að koma þessu hagsmunamáli LÍÚ klíkunnar í geng og líka óvinsælu ESB málinu, allt gegn miklum meirihluta þjóðarinnar !

Það er ekki nema von að illa fari ! Hugleysið og hugssjónaleysið hefur heltekið þetta lið !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 15:02

9 identicon

Á ekki að afnema þessa "réttindi" á 20 árum. Það er að innkalla kvótann?

Það hlýtur allt að vera betra en þetta kerfi. Það er hægt að betrumbæta þetta seinna meir. Chill out!

Ari F. (IP-tala skráð) 28.3.2012 kl. 16:12

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Frumvarpið sýnir skýrlega hversu sjúk Samfylkingin og Vg eru. Það er nú því miður svo að Ólína hefur fáar athugasemdir við frumvarpið og það má vera að hún hafi gefist upp á því að vera í minnihluta innan þingflokks Samfylkingarinnar, nema þá að henni hafi verið lofað einhverju?

Sigurjón Þórðarson, 28.3.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband