Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur á að hafa vit á að hætta þessu nuddi í RÚV

Umfjöllun um hrunaskýrslu lifeyrissjóðanna opinberar gríðarlegt tap almennings og hversu vonlaust skipulag "besta lífeyrissjóðakerfis í heimi" er.  Sömuleiðis veitir umfjöllunin innsýn í sérkennilegt samkrull spilltrar stjórnmálastéttar og hagsmunasamtaka, í gramsi með lögþvingaðan sparnað launafólks. 

Varnarræða Ögmundar fyrrum stjórnarformanns í lífeyrissjóði LSR minnir um margt á málflutning félaga hans Geirs Haarde, sem klifar á því að Ísland hafi orðið illa úti í alþjóðlegum fjármálastormi. Hlaupið er yfir þá staðreynd að litla Ísland var vettvangur stærstu gjaldþrota heimssögunnar og að stjórnvöld sváfu á verðinum.  Skrif Ögmundar eru í raun einn ruglandi en hann þykist hafa varað við og seð að í óefni stefndi fyrir hrun, en stjórnarformennska hans í lífeyrissjóði LSR ber þess engin merki. Tapið á þeim bænum svarar til einnar Kárahnjúkavirkjunar.

Málið er að Ögmundur kokgleypti áróður hagfræðinga á borð við Ragnars Árnasonar, í aðdraganda hrunsins, um að gullöld lífeyrisþega væri handan við hornið. Ögmundur ætti að hætta þessu nuddi í RÚV og sjá miklu frekar sóma sinn í að biðja félagsmenn í LSR afsökunar.

Það sem verra er að Ögmundur virðist enn treysta á ráðgjöf Ragnars Árnasonar og félaga í fleiri málum s.s. um hagkvæmni íslenska kvótakerfisins!

 


mbl.is Gagnrýnir framsetningu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Við erum lánsöm þjóð Sigurjón. Eigum bæði besta lífeyriskerfi í heimi og líka besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.

Þórir Kjartansson, 6.2.2012 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband