Leita í fréttum mbl.is

Yfirvarp niðurlægðra Vinstri grænna

Steingrímur J. Sigfússon hefur gengið mjög hart fram gegn óánægðum þingmönnum Vg, sem hafa ólíkt formanni flokksins eitthvað viljað standa vörð um stefnu og kosningamál Vg. Villikettirnir hafa smám saman verið gerðir áhrifalausir innan flokksins og hafa nokkrir þeirra séð ráð sitt óvænna og gengið úr flokknum. Að vísu fær Ögmundur enn að dingla eitthvað sem innanríkisráðherra og hnykla vöðvana gagnvart ógæfufólki sem klæðist leðurbúningum í vélhjólaklúbbum, á sama tíma og fjárglæframennirnir sem settu landið á hausinn, fá enn að stunda sinn leik með tilheyrandi afskriftum og arðgreiðslum úr skúffufyrirtækjum.

Síðasta atlaga Steingríms snéri að Jóni Bjarna og meðreiðasveini hans Bjarna Harðarsyni en þeir voru settir út úr ráðneytinu um áramótin. 

Hingað til hafa villikettirnir ekki þorað i beina andstöðu við Steingrím J. en í þess stað staðið fyrir smávægilegum skærum hér og þar.  Engin alvara var á bak við mótframboðin sem voru á síðasta landsfundi gegn Steingrími J. þó svo allt logaði í óánægju.  Ekkert skipulag virðist heldur vera kjarkur til þess að kljúfa sig frá Evrópumiðaðri forystu Vg og fella ríkisstjórnina. 

Mér sýnist sem að markmið dylgja Bjarna Harðarsonar í garð þingmanna Hreyfingarinnar þjóni þeim eina tilgangi að gefa óánægðum og niðurlægðum þingmönnum Vg afsökun fyrir þvi að halda áfram stuðningi sinum við ríkisstjórnina með sinu málamynda mögli.


mbl.is „Hugarburður og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hreyfingin verður að styðja sjávarútvegsfrumvarp Steingríms til að það fari í gegn.Jón Bjarnason styður varla það frumvarp þegar búið verður að henda út bæði byggðakvóta og línuívilnun.Þannig að þinn flokkur hreyfingin mun ráða úrslitum um stjórnun fiskveiða á næstunni Sigurjón.En þau í hreyfingunni hafa greinilega ekki sagt þér frá plottinu.Það er ekki heiðarlegt af þeim.

Sigurgeir Jónsson, 8.1.2012 kl. 21:01

2 identicon

Það er ekkert plott Sigurgeir. :-)

Margrét Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 22:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Best væri Margrét mín að þið gæfuð út yfirlýsingu um að þetta væri rangt, hálfkveðnar vísur duga víst ekki til að slá á áróðurinn,  en lika fyrir fólkið sem vill styðja þessa hreyfingu fólksins, sem ég er reyndar afskaplega ánægð með.  Ég til og með vill koma með tillögu að nafni ef það hefur ekki verið valið.  Ég sé fyrir mér nafnið Áfram og bókstafinn Á.  Áframhópurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Sólbjörg

Margrét, engin í Hreyfingunni hefur svarað því eða minnst á hvort þið hafið gert samning við Jóhönnu og Steingrím um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina. Að sitja hjá er jafngildi þess að styðja ríkistjórnina þegar ekki er meirihluti. Ef það verður raunin þá veit öll þjóðin að þið gerðuð samning við þau fyrir áramót að tryggja þau í sessi, vonandi samt að svo sé ekki. Held að það væri samningur sem yrði ykkur þungt að dragnast með á sálinni - óska ykkur að vera laus við slíkt.

Til viðbótar ef það verður ekki lögð fram vantrausts tillaga þá er víst að þingmenn eru með vissu fyrir að þið hafið gert samning.

Sólbjörg, 9.1.2012 kl. 14:37

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst nú undirlyggjandi í "Kryddsíldinni" á stöð2, af framgöngu Margrétar, Gunnarsstaða Móra og Heilagrar Jóhönnu, að það væri samkomulag í gangi.  Þau voru undarlega sammála í flestu og í öðru var ekkert gefið upp........

Jóhann Elíasson, 9.1.2012 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband