Leita í fréttum mbl.is

Lúða á svartan markað

Sjávarútvegsráðherra hefur sagt lúðuveiðum heilagt stríð á hendur. 

Fyrr á árinu bannaði ráðherra veiðar með línu en veiðarnar stunduðu örfáir bátar í risavaxinni landhelgi Íslands. Nú hefur ráðherra bætt um betur og bannað alla lúðuveiði og gengur svo langt að tiltaka sérstaklega hvernig útfæra eigi björgun á "lífvænlegri" lúðu sem veiðist á sjóstöng!

Tekið er fram að lúða sem kemur í veiðarfæri og ekki tekst að bjarga, skuli  fara á fiskmarkað þar sem andvirði aflans verði gert upptækt í ríkissjóð.  Hver maður ætti að sjá það í hendi sér, að lítið af lúðuaflanum mun skila sér á fiskmarkað. Sjómenn munu væntanlega fá að hirða megnið af lúðuaflanum.  

Öll þessi atvinnuhöft og umstang eru til komin vegna vafasamrar reiknisfiskifræði Hafró. Það er vægast sagt hæpið að kenna örfáum línubátum og  aukaafla í togveiðum um að lúðustofninn sé í meintum voða.  Mun líklegri skýring á minnkandi lúðuafla er sú að það sé einfaldlega afleiðing minnkandi togveiða á Íslandsmiðum, endar eru þær nú sáralitlar miðað við það sem áður gerðist.

Mér finnst furðulegt að tillögurnar um atvinnuhöft sem munu hvetja til sóunar og svartamarkaðsbrasks með sameiginlegan nytjastofn þjóðarinnar, skulu ekki fá neina gagnrýna umfjöllun og sömuleiðis líffræðilegur grundvöllur þeirra. 

 


mbl.is Sleppi lifandi lúðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer að minna ískyggilega á atriði í spaustofunni þegar þeir gerðu grín af ströngum reglum í tengslum við rjúpnaveiðar. Sérstaklega er mér minnisstætt atriðið þegar spaugstofumenn í dulargerfi rjúpnaveiðimanna reyndu endurlífgun rjúpu.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 00:09

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Snurvoðin gengur frá lúðu, ýsu og sandsíli!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2011 kl. 00:15

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Aðalsteinn, Það er ágætt að hafa það í huga að ýsan er mjög öflug í sandsílinu og  dragnótarveiðar hafa ekki verið að aukast. 

Sigurjón Þórðarson, 21.12.2011 kl. 00:26

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sigurjón, þetta getur ekki verið einfaldara:

Snurvoðarveiðar á barnaheimilum lúðu, ýsu og sandsíla og fl. valda okkur mikilli ógæfu,

þökkum Halldóri Á. þessa vitfyrringu.

Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2011 kl. 10:32

5 Smámynd: Jón Kristjánsson

Já, kemur svona mikið upp af lúðuseiðum með snurvoðinni?

Barnaheimili lúðunnar er á 300-1000 m dýpi, þar hrygnir hún, eggin svífa á miklu dýpi og seiðin leita botns 3-4 cm löng á sviðuðum slóðum. Já hún er öflug snurvoðin! 

Jón Kristjánsson, 21.12.2011 kl. 15:52

6 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón, nýfæddar lúður fara á vöggustofu,

en eru lúðulokin, 1/2 kg. og upp ekki á barnaheimili?

Aðalsteinn Agnarsson, 21.12.2011 kl. 19:50

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón, Wikipeda segir öfugt við þig, að lúðuseiðin berist

upp að suðurströnd Íslands, ungviðið sest á botn þegar

það er 3 til 4 sm. og eru uppeldisstöðvar lúðunnar

á grunnsævi nálægt ströndinni t.d. í Faxaflóa.

Lúðan heldur sig á grunnsævi í 3 til 5 ár.

Þetta passar alveg við mína reynslu sem sjómaður,

Jón minn.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.12.2011 kl. 21:55

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

En lude.Það á engum að leyfast að níðast á smálúðu á 5o metrum nv. úr Garðskaga.Rétt hjá Alla.

Sigurgeir Jónsson, 25.12.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband