Leita í fréttum mbl.is

Allt tal Jóns Bjarnasonar um að verið sé að auka byggðatengingu er tóm þvæla

Jón Bjarnason hefur haldið því  hélt því fram að umdeild frumvarpsdrög feli í sér auknar byggðatengingar og hefur kallað eftir efnislegum umræðum um frumvarpið.   Í sjálfu sér er erfitt að  þræða í gegnum ruglingslegar og vægast sagt óskýrar tillögur núverandi ráðherra. Ekki er síður vandasamt að átta sig á mótsagnakenndan málflutning sjávarútvegsráðherra.

Helsta efnislega breytingin sem drög sjávarútvegsráðherra og starfshóps hans fela í sér á frumvarpinu sem kynnt var í vor eru:

1) Lengri nýtingasamningar við þá sem njóta sérstakra sérréttinda umfram aðra landsmenn og eru í flokki 1, en samningarnir verða til tveggja áratuga samkvæmt drögunum.  Sömuleiðis erendurskoðunarákvæðið í drögum að frumvarpi afar furðulegt, þar sem segir að það eigi að hefja endurskoðun á nýtingarsamningum sex árum áður en samningstími rennur út og ljúka 5 árum áður en samningar renna út!

2) Veiðiheimildir í flokki 2 eru eftirfarandi :
a. Strandveiðihluta.
b. Byggða- og bótahluta.
c. Til ráðstöfunar á kvótaþingi Fiskistofu.
d. Línuívilnunarhluta,

Samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í vor, áttu veiðiheimildir í flokki 1 smám saman að seytla inn í flokk 2 á 15 árum en fara aldrei yfir 15% markið, þannig að þeir sem njóta nú forréttinda áttu að halda 85% af þeim að 15 árum liðnum.  Í nýju tillögum er algerlega fallið frá umræddri  fyrningu og ekki er hægt að skilja frumvarpið með öðrum hætti en svo að nú eigi  að úthluta 100% að frádregnum 6,5% sem gera 93,5% til tveggja áratuga.  Í núgildandi lögum  er úthlutað a.m.k. 94,7% aflaheimildunum. Hin raunverulega breyting er því rétt rúmlega eitt prósent og kerfið njörvað í tvo áratugi. Megnið af 6,5% mun renna í Byggðahluta, línuívilnun og strandveiði og því mun nánast ekki neitt verða eftir í opna leigupotta.  Af þessu leiðir að ekki verður neitt rými fyrir nýliðun.

3) Samkvæmt nýjum tillögum Jóns, þá er verið að kynna þá breytingu frá frumvarpinu frá því í vor að í stað þess að aukning veiðiheimilda fari að flæða til jafns í forréttindaflokk 1 og í jafnræðisflokk 2  þegar aflaheimildir í þorski verða umfram 160 þúsund tonn, þá er verið að þrengja þá opnun og setja markið við 200 þúsund tonn.
Til fróðleiks þá er rétt að benda á að miðað við núverandi "nýtingarstefnu" Hafró þá þarf reiknaður viðmiðunarstofn að fara yfir  eina milljón tonna til þess að eitthvað magn farið að flæða yfir í flokk 2!

4) Tillögur Jóns Bjarnasonar  fela í sér að strandveiðar verði skertar frá því sem þær voru á sl. sumri þegar landað rúmlega 7 þúsund tonnum af þorski en þær verða samkvæmt tillögunum verða einungis 6 þúsund.  Hér er því um skerðingu að ræða.

Allt tal um að það sé verið að auka byggðatengingu er því algjör þvæla.


mbl.is Miðað við samninga til 20 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vorum við ekki sammála um að leggja niður kvótakerfið Sigurjón? Það er fyrst og fremst vegna kvótakerfisins sem byggðunum blæðir og einhverjar smánar bætur úr hendi ráðherra breyta engu þar um.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jú við erum sammála um það og við í Frjálslynda flokknum gerðum einmitt þær athugasemdir við frumvarp Jóns Bjarnasonar.

Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 12:57

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Gott að heyra. Það þarf skýrar línur. Alltof margir sem vilja í raun leggja kerfið af eru líka að krukka í tillögum til breytinga sem er ekki nógu gott. Efnum til þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna:

Viltu leggja niður kvótakerfi við stjórn fiskveiða?

Nei

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 13:10

4 identicon

Ef við bönnum togveiðar með öllu innan landhelginnar, þarf enga veiðistjórnun. Náttúran sjálf mun sjá um hana þegar orkusóðarnir með 10.000 hestafla vélarnar hafa verið reknir burtu.

Serafina (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:52

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Togveiðarnar eru alls ekki vandamál að mínu viti heldur vanveiði.

Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 13:55

6 identicon

Sæll Sigurjón.

Ég tel að Jón sé að stíga mikilvæg skref í átt til réttlætis hann er ekki að stiga skrefið til fulls enda fékk hann því líka því líka gagnríni í fyrra fyrir að leifa þessi 7 þúsund tonn af þorskinum.. ég styð hann því hann seiglast áfram í gegnum skaflana sem voru settir á þessa slóð á undanförnum árum. það eru því miður ekki allar leiðir færar en trukkarnir fóru þá á seiglunni hér áður fyrr. Jón  er seigur..komdu með þínar tillögur  til úrbóta og sýndu að sú leið sé fær. Það er ekki nóg vera á kantinum og að tala. það er auðveldara en framkvæma þú veist það nú..

kær kveðja til þín

að sunnan.

Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 15:32

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Sigríður, Jón er að festa mannréttindabrotin í sessi. 

Eina afsökunin sem Jón mögulega getur haft er að hann hafi ekki vitað hvað fælist í tillögunum sínum. Satt best að segja þá trúi ég því rétt mátulega. 

Varðandi tillögur Frjálslynda flokksins þá eru þær í fyrsta lagi að leyfa frjálsar handfæraveiðar.

Sjá annars: http://xf.is/index.php?option=com_k2&view=item&id=164:frumvarpi%C3%B0-gengur-%C3%BAt-%C3%A1-a%C3%B0-stagb%C3%A6ta-%C3%B3n%C3%BDtt-kerfi-og-brj%C3%B3ta-mannr%C3%A9ttindi&Itemid=4

Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 16:05

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er hreint út sagt ótrúlegt harðlífi í gangi hjá Jóni blessuðum. Mann ræfillinn er búinn að vera að rembast í tvö ár við að koma þessu frá sér sem ekkert er. Veit mann fjandinn ekki að það er sterk krafa nánast alls staðar í þjóðfélaginu um að gera rótækar breytingar á kerfinu. Ef hann treystir sér ekki til þess þá á hann að hundskast til að segja af sér áður en hann verður rekinn.

Þá er alveg dæmalaust að sjá þessa hungurlús sem ætluð er til strandveiða. Því í andskotanum er ekki hægt að hækka þetta aðeins upp þannig að einhverjir geti kannski frekar lifað af þessu en að deyja. Það er eins og allt ætli um koll að keyra ef minnst er á nokkur tonn í þennan flokk. Hvað halda blýantsnagararnir eiginlega að gerist ef það færu 15 þúsund tonn í þennan pott. Það er eins og þeir haldi að trillukallar myndu stinga af og aldrei koma til baka.

Ég frábýð mér allavega að verða vitni að enn einni fífla nefndinni sem skipuð er einhverjum pappakössum sem ekkert vita og enn minna skilja til að koma með fleiri bjána tillögur um ekki neitt.    

Atli Hermannsson., 28.11.2011 kl. 20:48

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það má einmitt búast við því að sú verði raunin að enn einni fíflanefndinni verði komið á legg.

Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 21:32

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og sú nefnd  kemur aldrei til með að skila neinu frá sér, því þessi ríksstjórn fellur áður en til þess kemur og ný ríkisstjórn leysir þessa nefnd upp............................

Jóhann Elíasson, 29.11.2011 kl. 20:49

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Jóhann, þetta er ein allsherjar hringavitleysa.

Sigurjón Þórðarson, 29.11.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband