28.11.2011 | 11:46
Allt tal Jóns Bjarnasonar um að verið sé að auka byggðatengingu er tóm þvæla
Jón Bjarnason hefur haldið því hélt því fram að umdeild frumvarpsdrög feli í sér auknar byggðatengingar og hefur kallað eftir efnislegum umræðum um frumvarpið. Í sjálfu sér er erfitt að þræða í gegnum ruglingslegar og vægast sagt óskýrar tillögur núverandi ráðherra. Ekki er síður vandasamt að átta sig á mótsagnakenndan málflutning sjávarútvegsráðherra.
Helsta efnislega breytingin sem drög sjávarútvegsráðherra og starfshóps hans fela í sér á frumvarpinu sem kynnt var í vor eru:
1) Lengri nýtingasamningar við þá sem njóta sérstakra sérréttinda umfram aðra landsmenn og eru í flokki 1, en samningarnir verða til tveggja áratuga samkvæmt drögunum. Sömuleiðis erendurskoðunarákvæðið í drögum að frumvarpi afar furðulegt, þar sem segir að það eigi að hefja endurskoðun á nýtingarsamningum sex árum áður en samningstími rennur út og ljúka 5 árum áður en samningar renna út!
2) Veiðiheimildir í flokki 2 eru eftirfarandi :
a. Strandveiðihluta.
b. Byggða- og bótahluta.
c. Til ráðstöfunar á kvótaþingi Fiskistofu.
d. Línuívilnunarhluta,
Samkvæmt frumvarpinu sem kynnt var í vor, áttu veiðiheimildir í flokki 1 smám saman að seytla inn í flokk 2 á 15 árum en fara aldrei yfir 15% markið, þannig að þeir sem njóta nú forréttinda áttu að halda 85% af þeim að 15 árum liðnum. Í nýju tillögum er algerlega fallið frá umræddri fyrningu og ekki er hægt að skilja frumvarpið með öðrum hætti en svo að nú eigi að úthluta 100% að frádregnum 6,5% sem gera 93,5% til tveggja áratuga. Í núgildandi lögum er úthlutað a.m.k. 94,7% aflaheimildunum. Hin raunverulega breyting er því rétt rúmlega eitt prósent og kerfið njörvað í tvo áratugi. Megnið af 6,5% mun renna í Byggðahluta, línuívilnun og strandveiði og því mun nánast ekki neitt verða eftir í opna leigupotta. Af þessu leiðir að ekki verður neitt rými fyrir nýliðun.
3) Samkvæmt nýjum tillögum Jóns, þá er verið að kynna þá breytingu frá frumvarpinu frá því í vor að í stað þess að aukning veiðiheimilda fari að flæða til jafns í forréttindaflokk 1 og í jafnræðisflokk 2 þegar aflaheimildir í þorski verða umfram 160 þúsund tonn, þá er verið að þrengja þá opnun og setja markið við 200 þúsund tonn.
Til fróðleiks þá er rétt að benda á að miðað við núverandi "nýtingarstefnu" Hafró þá þarf reiknaður viðmiðunarstofn að fara yfir eina milljón tonna til þess að eitthvað magn farið að flæða yfir í flokk 2!
4) Tillögur Jóns Bjarnasonar fela í sér að strandveiðar verði skertar frá því sem þær voru á sl. sumri þegar landað rúmlega 7 þúsund tonnum af þorski en þær verða samkvæmt tillögunum verða einungis 6 þúsund. Hér er því um skerðingu að ræða.
Allt tal um að það sé verið að auka byggðatengingu er því algjör þvæla.
Miðað við samninga til 20 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 1014397
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Vorum við ekki sammála um að leggja niður kvótakerfið Sigurjón? Það er fyrst og fremst vegna kvótakerfisins sem byggðunum blæðir og einhverjar smánar bætur úr hendi ráðherra breyta engu þar um.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 12:49
Jú við erum sammála um það og við í Frjálslynda flokknum gerðum einmitt þær athugasemdir við frumvarp Jóns Bjarnasonar.
Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 12:57
Gott að heyra. Það þarf skýrar línur. Alltof margir sem vilja í raun leggja kerfið af eru líka að krukka í tillögum til breytinga sem er ekki nógu gott. Efnum til þjóðaratkvæðagreiðslu um spurninguna:
Viltu leggja niður kvótakerfi við stjórn fiskveiða?
Já
Nei
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2011 kl. 13:10
Ef við bönnum togveiðar með öllu innan landhelginnar, þarf enga veiðistjórnun. Náttúran sjálf mun sjá um hana þegar orkusóðarnir með 10.000 hestafla vélarnar hafa verið reknir burtu.
Serafina (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:52
Togveiðarnar eru alls ekki vandamál að mínu viti heldur vanveiði.
Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 13:55
Sæll Sigurjón.
Ég tel að Jón sé að stíga mikilvæg skref í átt til réttlætis hann er ekki að stiga skrefið til fulls enda fékk hann því líka því líka gagnríni í fyrra fyrir að leifa þessi 7 þúsund tonn af þorskinum.. ég styð hann því hann seiglast áfram í gegnum skaflana sem voru settir á þessa slóð á undanförnum árum. það eru því miður ekki allar leiðir færar en trukkarnir fóru þá á seiglunni hér áður fyrr. Jón er seigur..komdu með þínar tillögur til úrbóta og sýndu að sú leið sé fær. Það er ekki nóg vera á kantinum og að tala. það er auðveldara en framkvæma þú veist það nú..
kær kveðja til þín
að sunnan.
Sigríður Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 15:32
Nei Sigríður, Jón er að festa mannréttindabrotin í sessi.
Eina afsökunin sem Jón mögulega getur haft er að hann hafi ekki vitað hvað fælist í tillögunum sínum. Satt best að segja þá trúi ég því rétt mátulega.
Varðandi tillögur Frjálslynda flokksins þá eru þær í fyrsta lagi að leyfa frjálsar handfæraveiðar.
Sjá annars: http://xf.is/index.php?option=com_k2&view=item&id=164:frumvarpi%C3%B0-gengur-%C3%BAt-%C3%A1-a%C3%B0-stagb%C3%A6ta-%C3%B3n%C3%BDtt-kerfi-og-brj%C3%B3ta-mannr%C3%A9ttindi&Itemid=4
Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 16:05
Það er hreint út sagt ótrúlegt harðlífi í gangi hjá Jóni blessuðum. Mann ræfillinn er búinn að vera að rembast í tvö ár við að koma þessu frá sér sem ekkert er. Veit mann fjandinn ekki að það er sterk krafa nánast alls staðar í þjóðfélaginu um að gera rótækar breytingar á kerfinu. Ef hann treystir sér ekki til þess þá á hann að hundskast til að segja af sér áður en hann verður rekinn.
Þá er alveg dæmalaust að sjá þessa hungurlús sem ætluð er til strandveiða. Því í andskotanum er ekki hægt að hækka þetta aðeins upp þannig að einhverjir geti kannski frekar lifað af þessu en að deyja. Það er eins og allt ætli um koll að keyra ef minnst er á nokkur tonn í þennan flokk. Hvað halda blýantsnagararnir eiginlega að gerist ef það færu 15 þúsund tonn í þennan pott. Það er eins og þeir haldi að trillukallar myndu stinga af og aldrei koma til baka.
Ég frábýð mér allavega að verða vitni að enn einni fífla nefndinni sem skipuð er einhverjum pappakössum sem ekkert vita og enn minna skilja til að koma með fleiri bjána tillögur um ekki neitt.
Atli Hermannsson., 28.11.2011 kl. 20:48
Það má einmitt búast við því að sú verði raunin að enn einni fíflanefndinni verði komið á legg.
Sigurjón Þórðarson, 28.11.2011 kl. 21:32
Og sú nefnd kemur aldrei til með að skila neinu frá sér, því þessi ríksstjórn fellur áður en til þess kemur og ný ríkisstjórn leysir þessa nefnd upp............................
Jóhann Elíasson, 29.11.2011 kl. 20:49
Jóhann, þetta er ein allsherjar hringavitleysa.
Sigurjón Þórðarson, 29.11.2011 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.