Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason hlýtur að verða heiðraður af LÍÚ

Ef að Jón Bjarnason kemur þessu frumvarpi í gegnum þingið, hlýtur hann að verða heiðraður af LÍÚ en jafnframt fara í sögubækurnar sem einn mesti kverúlant íslenskra stjórnmála. Jón Bjarnason boðaði fyrir síðustu kosningar að breyta illræmdu kvótakerfi, þannig að þegnar landsins stæðu jafnir að nýtingu sameiginlegrar auðlindar. 

Nú virðist vera sem að hann sé í þann mund að leggja fram tillögur sem festa í sessi kvótakerfið, til a.m.k. tveggja áratuga. Kerfi sem skilar stöðugt færri fiskum á land og brýtur í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Það eru  vissulega kaldhæðni örlaganna að Jón Bjarnason og Atli Gíslason þingmaður sem sat í umræddum starfshóp sem útbjó tillögurnar, lögðu fram á sínum tíma sérstakt þingmál þar sem krafist var að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yrði virt.  Þeim til halds á traust á umræddri þingsályktunartillögu var sömuleiðis Ögmundur Jónasson nokkur, sem nú um stundir skreytir sig með því að kallast mannréttindaráðherra.  Almenningur ætti að vara sig sérstaklega þegar framangreindir mannréttindaníðingar taka sér orðið mannréttindi í munn, en þá er greinilega ekki von á góðu.

Til fróðleiks, þá verður Jón Bjarnason kominn fast að níræðu þegar tillögurnar opna mögulega á nýliðun og jafnræði við nýtingu á fiskveiðiauðlindarinnar.

 


mbl.is Kvótafrumvarpið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver eru helstu atriði nýja frumvarpsins? Hverjir hafa hingað til verið heiðraðir af Líú?=).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 20:57

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Í stuttu máli er verið að festa óbreytt kerfi í sessi í tvo áratugi og það með kostuglegu endurskoðunarákvæði sem ég held að hljóti að flokkast nýsköpunar sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir allar breytingar. Það er engu líkara en að Jón Bjarna telji að hann sé með einhver gimsteinn sem ekki megi breyta en hér er ákvæðið:

"Hafi nýtingarhafi staðið við allar

samningsskuldbindingar sínar skal hann eiga rétt á endurskoðun samnings sem hefja skal sex

árum fyrir lok gildistíma hans en ljúki eigi síðar en fimm árum fyrir lok gildistíma. Heimilt er að

framlengja samning um fimmtán ár hverju sinni."

Sigurjón Þórðarson, 26.11.2011 kl. 21:15

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fávitinn barði stríðshanskanum framan í okkur.

Það hefur verið til einskins barist öll þessi ár.

Það verður stríð !

Níels A. Ársælsson., 26.11.2011 kl. 21:39

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei það verður ekkert stríð Níels. Íslendingar hafa gaman af því að láta berja sig, niðurlægja, nauðga efnahagslega, auðmykja sig og spotta á allan hugsanlegan máta...bara halda áfram og leyfa þettaþ Ef þú ert heppin færðu að vera með í glæpnum og þá hættirðu að vera á móti honum....

Óskar Arnórsson, 27.11.2011 kl. 06:16

5 identicon

Óskar - sammála, en til hvers að eyða tíma og vinnu í breytingar, þegar þessir sömu menn vita að öllu verður breytt til fyrra horfs. Var ekki nóg að breyta bara leturtýpum í frumvarpinu?

Þegar kommúnistarnir eru farnir að nýðast á fólkinu í öllum málaflokkum, þá er þetta aumingjaþjóð og ekkert annað.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:29

6 identicon

sniðugast  í þessu frumvarpi er að samv. 5. gr. a. síðustu malsgr. er óheimilt að gera nýtingasamninga við skip ef ekki eru gildir kjarasamingar við áhöfn.  Þessi malsgr.  útilokar nær allan krókaaflamarks og strandveiðiflotann frá veiðum

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 11:48

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kvótakerfinu verður ekki breytt né heldur verður það lagfært.

Aflaheimildir verða ekki auknar nema sem svarar til þess að bæta kvótagreifum upp "fórnirnar."

Hvenær var talað um aflaleysisárin sem fórnir útgerða fyrr en framsókn og íhald eignuðust aflaheimildir?

Stíðinu er líklega lokið og LÍÚ stendur uppi sem sigurvegari í boði norrænu velferðarstjórnarinnar.

Árni Gunnarsson, 27.11.2011 kl. 12:06

8 identicon

Andið með nefinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók af öll tvímæli með að þetta frumvarp yrði ALDREI lagt fram sem stjórnarfrumvarp og gagnrýndi Jón framsóknarmann harðlega fyrir vinnubrögðin.

Serafina (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 13:02

9 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi vinnubrögð Jóns Bjarnasonar við þessi frumvarpsdrög og skýrslu svokallaðs samráðsvettvangs um nýtingu nytjastofna sýna að hann er algerlega óhæfur .  Ég er orðinn þeirrar skoðunar að hann eigi að snúa sér að öðrum störfum.

Sigurjón Þórðarson, 27.11.2011 kl. 13:13

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ætlar Jón Bjarnason að vera leiksoppur vogunarsjóða og kvótagreifa?

Sigurður Þórðarson, 27.11.2011 kl. 14:45

11 identicon

Jón Bjarnason er ekki kjarkmaður. Nú í kvöldfréttum RÚV reynir að draga í land og heldur nú fram að frumvarpið sé ekki frumvarp heldur umræðugrundvöllur!   -  Ég held endilega að Samfó ætli ekki að klikka í þessu efni, þau eru held ég öll með tölu á móti kvótagreifunum og núverandi sjálftökuaðli. Fyrir mér er málið einfalt; Banna togveiðar innan landhelginnar og gefa krókaveiðar frjálsar. Netaveiðar verði leyfðar með nokkuð ströngum takmörkunum varðandi lengd veiðarfæra og dragnótaveiðar takmarkist við vélarstærð undir 350 kW. Leggja síðan bann við því að sömu aðilar geti átt veiði tæki og vinnslustöðvar. Allur fiskur á markað.

Serafina (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 18:30

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

... síðan hvenær var byrjað að leggja fram frumvarp á alþingi til að skapa umræðugrundvöll?

Er einhver sem veit hvaða lyf Jón Bjarnason tekur, því hvað sem er að honum þá er hann greinilega ekki að taka þau rétttu....?

Óskar Arnórsson, 27.11.2011 kl. 20:52

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hann er að vísu ekki búinn að leggja fram frumvarpið á Alþingi heldur svo undarlegt sem það nú er á heimasíðu ráðuneytisins og kynna það á ríkisstjórnarfundi.

Málið er að þingmenn Vg og Samfylkingarinnar eru upp til hópa hálfgert skítapakk og ekki nein meining á bak við eitt né neitt sem sagt er s.s. framganga Ögmundar, Atla Gísla og Jóns Bjarna sýnir berlega. Þeir sem nú lýsa frati frumvarpið í Samfylkingunni og í Vg s.s. Björn Valur hafa ekki í hyggju að koma fram með neitt skárra. Ríkisstjórnin þarf að fara sem fyrst frá völdum og fá fram kosningar.

Sigurjón Þórðarson, 27.11.2011 kl. 22:13

14 identicon

Enn og aftur sýnist mér stutt á milli VG, Framsóknar, og Sjálfstæðisflokks - þeir eru margir hverjir verðir aldagamalla einkahagsmuna, alþjóðlegrar einangrunnar og annarskonar íhalds.  Það væri ágætt að endurstokka þessum bjöfuls flokkum sem vita ekki hvort þeir eru að fara vinstri eða hægri - Þessir menn, eins og m.a. Jón Bjarna þurfa að sameinast um nýjan flokk sem þá má kallast þjóðernisflokkurinn eða auðmannavörsluliðið.  Þá lendum við ekki að kjósa með öfugt og hræsið lið.

Jonsi (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband