Leita í fréttum mbl.is

Láta fjölmiðlar blekkjast?

Jóhanna og Steingrímur J. ætla að halda eitthvert meiri háttar útskriftarpartí þar sem þau kynna gríðarlegan árangur og trausta stöðu þjóðarbúsins. Uppákoman minnir um margt á örvæntingarfulla kynningarferð Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar hérna um árið, korteri fyrir hrun, þegar þau kynntu gríðarlega trausta stöðu þjóðarbúsins og glæstar horfur.

Hér er bréf sem ég skrifaði ásamt nokkrum fjölda fólks um raunverulega stöðu þjóðarbúsins þar sem leiðin út úr vanda er að vita hina raunverulega stöðu. Þess vegna kíki ég af og til inn á heimabankann ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Jújú, auðvita spila fjölmiðlar með, enda er þeim sjálfsagt boðið í teitið. Hver myndir ekki gera það, frítt vín, bjór, kokteilar, snittur og dæmi.

Dexter Morgan, 26.10.2011 kl. 16:20

2 identicon

Sæll Sigurjón.

Þetta er athyglisvert framtak hjá ykkur, en ég er með nokkrar spurningar:

1. Hvað eigið þið við þegar þið segið að byggja eigi upp „raunhagvöxt samfélagsins“? Ég skil þetta þannig að þið viljið að það komist hér á hagvöxtur, sem er jú raunaukning landsframleiðslu samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum. Nú er hagvöxtur kominn á, atvinna að aukast og atvinnuleysi að minnka. Eruð þið með einhverja aðra skilgreiningu á hagvexti en almennt er?

2. Hvernig skilgreinið þið verðbólgu? Ef ég fer inn á vef Hagstofunnar þá fæ ég nokkuð lægri verðbólgu síðustu þrjú árin en þið talið um.

3. Benda ekki launahækkanir síðustu mánuði og misser umfram verðlagshækkun til þess að kaupmáttur launa sé að aukast?

Bestu kveðjur,

Stefán Stefánsson

Stefán Stefánsson (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 18:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

1. Raunhagvöxtur samfélagsins er sá hagvöxtur sem skilar sér í raun til samfélagsins í staðinn fyrir að safnast allur upp í bönkunum og/eða fara út úr hagkerfinu, t.d. til erlendra vogunarsjóða.

2. Frá janúar 2008 til janúar 2011, á nákvæmlega þriggja ára tímabili, hækkaði samræmd vísitala neysluverðs um 38% og þó að það hafi verið námundað upp í sléttan tug er það hverfandi frávik miðað við alla talnamengunina sem stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa framleitt undanfarin misseri með sífellt misvísandi upplýsingagjöf sinni.

Tilgangurinn með bréfinu er ekki síst að benda á hversu miklu getur munað eftir því nákvæmlega hvaða forsendur þú gefur þér. Veistu til dæmis hversu miklu eftirgjöf skulda heimilanna nemur í allri þessar þúsundamilljarðasúpu? Ekki nema 30 milljörðum ca. en Samtök fjármálafyrirtækja hafa hinsvegar fengið að komast upp með villandi framsetningu til að gefa í skyn fimmfalt hærri upphæð sem er firra.

3. Hefur þú fengið launahækkun? Dugar hún til að vega upp hækkandi kostnað, t.d. vegna stökkbreyttra húsnæðislána? Það skiptir akkúrat engu máli hvað einhverjar prósentutölur sem stjórnvöld gefa út í excel formi segja, ef veskið þitt segir allt aðra sögu. Ekki frekar en hvaða fjölda þorska einhverjir fiskifræðingar reikna sig niður á ef þeir kíkja aldrei nokkurntímann hvað er að gerast ofan í sjónum.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Falskur hagvöxtur er vöxtur sem keyrður er upp á lánum til framkvæmda, sem bera litla sem enga ávöxtun í sér til skamms tíma. Það er akkúrat strategían nú. Að byggja og virkja, bora göng og leggja göng í meira mæli en þekktist jafnvel á góðæristímunum.  Frekara lánshæfi byggist svo á þessum falska hagvexti og boltinn rúllar aftur af stað þar til að skuldadögum kemur á ný.

Gott dæmi um slíkan hagvöxt eru fjöldi borga í Kína, sem byggðar hafa verið frá grunni s.l. ár án þess að þar búi sála. Þær standa auðar og fasteignaverðið hærra en nokkur borgari ræður við. Þetta kemur samt vel út á exelinu. GDP er guð hérna, hvernig sem sú niðurstaða er fengin.

Þetta er munurinn á raunhagvexti og plathagvexti. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:13

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þess meira sem þú færð lánað umfram efni og spreðar út í loftið, þess meira færð þú lánað og þess betur lítur bókhaldið út í hugarheimi fjármálaaflanna.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:16

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Styrkur Íslenskra banka lá í eignarsöfnum sem samanstóðu af útlánum til vitfirrtra framkvæmda og fjárfestinga. Útlánin byggðu svo á erlendum lánum á lágum vöxtum og hagnaðurinn var fyrirframreiknaður vaxtamunur á óinnheimtum og óinnheimtanlegum lánasöfnum. Junk bonds.

Lausnin á efnahagsvandanum nú skal vera eftir sömu formúlu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband