Leita í fréttum mbl.is

Græningjarnir í Sjálfstæðisflokknum höfðu rangt fyrir sér

Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins komust á snoðir um að Vinstri græninginn Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra ætlaði að gefa veiðar frjálsar á rækju, þá sögðu þeir frelsið svartan blett. Fremstur í því að úthrópa sjávarútvegsráðherrann fór græninginn Jón Gunnarsson. Hann leiðir sömuleiðis fábjánalega baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn því að fiskur fari á frjálsan uppboðsmarkað. Með í því, að reyna kveða niður atvinnufrelsið, tók Byggðastofnun en því var haldið fram að frelsið til þess að afla verðmæta myndi gera einhver ólögleg veð sem stofnunin veitti verðlaus!

Hver er síðan niðurstaðan af þessu frelsi til veiða? Það ber ekki á öðru en að Hafró mæli nú meira en nóg af rækju þrátt fyrir upphrópanir Sjálfstæðisflokksins. 

Nú er að sjá hvort að þingmenn Sjálfstæðisflokksins dragi ekki þann lærdóm af þessu máli og styðji frjálsar handfæraveiðar og þá sjómenn sem ætla á veiðar í samræmi við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur!

Gaman þætti mér að sjá sjálfstæðismenn styðja

frjálsarhandfæraveiðar, sem leysa byggða, mannréttinda,

fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 24.10.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það verður aldrei til þess eru hagsmunir L.Í. Ú. of miklir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.10.2011 kl. 20:07

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sjá til hvort Sjálfstæðismenn dragi ekki lærdóm!!!! - áttu annan Sigurjón. Við getum svo sem haldið eitthvað áfram í vonina. 

Framundan er landsfundur hjá Sjálfstæðismönnum og vertu viss, það verður engin ályktun í þá áttina og það þrátt fyrir að úr sjávarplássunum komi hópur manna sem vita upp á hár hvað tilslakanir í strandveiðum geta gert mikið fyrir þeirra heimabyggð. Ég skora á sveitunga þeirra að fylgjast með þegar þeir limpast niður er þeir komast í tæri við enn stærri sérhagsmunaaðila.

Atli Hermannsson., 24.10.2011 kl. 22:14

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já það er rétt að allar líkur eru á því að Jón Gunnarsson, Bjarni Ben, Tryggvi Þór, Illugi, Bigir Ármanns, Ragnheiður Elíln, Ólöf Nordal sem er reyndar sérkapítuli, setji afar þrönga sérhagsmuni í forgang á kostnað almannahagsmuna, jafnræðis og atvinnufrelsis en maður finnur það á mörgum Sjálfstæðismanninum að þeim þykir nóg um þjónkuna og eru farnir að finna til lítillar samleiðar með þessu fólki í framvarðarsveitinni.

Sigurjón Þórðarson, 24.10.2011 kl. 22:34

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er sorglegt að xD sem kennir sig við frelsi, skuli enn vera fastur í klóm kvótakerfisins. Ég sé ekkert í spilunum hjá xD sem sýnir fram á nokkrar breytingar. Það sem gerir þetta enn sorglegra er hversu margir almennir flokksmenn þar innan dyra vilja einmitt sjá breytingar. Hverjum gegnum sjálfstæðismanni væri hollt að íhuga þetta mál af alvöru og með eigin sannfæringu sem mælikvarða. Þeir hljóta að gera annað tveggja, hefja baráttu gegn núverandi stefnu, eða segja sig úr flokknum og ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn.

Haraldur Baldursson, 25.10.2011 kl. 21:46

6 Smámynd: Jón Kristjánsson

Taktu eftir því Sigurjón að í Skýrslu Hafró, sem þú vísar til, sýna mælingarnar að það er árið 1999 sem allri rækjustofnar á Norðurlandi hrynja, en ekki fyrir vestan í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Hvað var að gerast árið 1999?

Jú, þá var að vaxa úr grasi sterkur árgangur frá 1997, sem brást svo síðar vonum manna, því það tók við hungursneyð og sjálfát hjá þorski, sem olli "stóra vanmatinu árið 2000. Þetta var reyndar fyrirséð: http://fiski.blog.is/blog/fiski/entry/230529/

Við Kristinn höfðum rétt fyrir okkur 1998, því miður, á maður víst að segja. 

Jón Kristjánsson, 26.10.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband