Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. og RÚV eru límið í ónýtri ríkisstjórn

"Norræna velferðarstjórn" Vg og Samfylkingarinnar er stjórn hnignunar sem hefur haft að leiðarljósi að halda verndarhendi yfir þeim kerfum og fjárglæframönnum sem komu landinu á hausinn. Á sama tíma og verið er að afskrifa skuldir fjárglæframannanna sem auðguðust margir hverjir vegna sjúks samkrulls stjórnmála og "viðskiptalífs", þá er verið að drekkja heimilunum í verðtryggðum skuldum.

Reiði almennings í garð stjórnarinnar og þingheims kom berlega í ljós í mótmælunum við setningu þingsins. Forsætisráðherrann virðist vera bugaður enda veit hún upp á sig skömmina. Öðru máli gegnir um Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra sem heldur sínu striki og virðist vera í sama ham og hann var í Icesavemálinu. Hann er staðráðinn í að halda áfram herför stjórnarinnar gagnvart heimilunum og mannréttindum sjómanna. Steingrímur J. nýtur fulltingis í þeirri för fréttaflutnings RÚV ohf, en fjármálaráðherra er einráður um skipan stjórnar RÚV ohf.

Í fréttum var í engu getið vandaðrar dagskrár mótmælanna sem fól m.a. í sér magnaðs tónlistarflutnings. Varla var heldur minnst á inntak þeirra ræða sem fluttar voru m.a. af Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsleiðtoga á Akranesi. Kastljós fjölmiðlanna var sett á nokkur egg sem flugu í átt að svikulum þingmönnum.

Búist má við að það verði áframhald á mótmælum enda hefur þingheimur sýnt að hann vill halda áfram að gæla við séhagsmunaöflin sem ollu hruninu á kostnað almannahagsmuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Það verður að halda áfram að mótmæla á fullum krafti koma þarf þessari óstjórn frá með öllum ráðum fyrr mun ekkert gerast hvorki í skuldamálum heimila né öðru

Örn Ægir Reynisson, 2.10.2011 kl. 13:38

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jóhanna glotti nú nokkuð óeðfeldlega þegar hún sagðist ætla að taka málið fyrir næsta þriðjudag. Einkenni þessarar ríkisstjórnar er það að hún er ríkisstjórn "næstu viku". Verst fyrir okkur er að sú vika kemur aldrei, enda er stjórnin eins og í tímahylki.

Það er illt til að vita að þessi ríkisstjórn er svona einbeitt í því endurreisa spillinguna að nýju og er í fjórða gír að koma útrásafólkinu aftur í hásætið.

Haraldur Baldursson, 2.10.2011 kl. 20:42

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Á Íslandi eru tækifærin svo gríðarlega mörg, bæði til kerfisbreytinga og til endurreisnar góðra gilda. Við gætum bætt almenn lífskjör í alvöru lífskjör.

Haraldur Baldursson, 2.10.2011 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband