Leita í fréttum mbl.is

Ánægja harðsoðinna flokkshesta með Guðmund Steingrímsson

Ekki hef ég orðið var við annað en þeir framsóknarmenn sem eru grænir í gegn séu mjög ánægðir með brotthlaup Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn, en þeir sjá fyrir sér að  ESB umræðan sem Halldór Ásgrímsson hóf í flokknum, verði slegin út af borðinu.  Ekki er ánægjan minni meðal andstæðinga Framsóknarflokksins og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar en þeir sjá fyrir sér framhaldslíf stjórnarinnar og einhverja upplausn í Framsókn, einkum á Höfuðborgarsvæðinu. Lilja Mósesdóttir gladdist mjög við fréttirnar og það jafnvel þó svo að tíðindin fælu í  sér fleiri lífdaga stjórnar sem vinnur að hennar dómi gegn hag almennings. Það eru semsagt allir ánægðir nema mögulega Þráinn Bertelsson og skjólstæðingar hans í kvikmyndaskólanum.

Erfitt er að sjá á verkum Guðmundar Steingrímssonar á Alþingi Íslendinga hver málefnaleg sérstaða nýja flokksins verði en eina málið sem hann var fyrsti flutningsmaður á á síðasta þingi fyrir utan nokkrar fyrirspurnir snérist um að seinka klukkunni og fá bjartari morgna.


mbl.is Guðmundur úr framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú varst nú á þingi í fjögur ár og þóttist ætla að breyta kvótakerfinu en lagðir aldrei fram eitt einasta frumvarp um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Þú ert búin að fá þín tækifæri og klúðraðir þeim. Nú er Framsókn að vinna stóra sigra og flokkurinn á glæsta framtíð.

Óskar Jónasson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar þessi fullyrðing þín er einfaldlega röng og á miklum misskilningi byggð.

Fyrir forvitni sakir hvort veðjar þú frekar á mikla sigra Framsóknar Guðmundar Steingríms eða Sigmundar Davíðs.

Sigurjón Þórðarson, 23.8.2011 kl. 15:21

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski semur Guðmundur við Stjórnarliða um að seinka klukkunni þannig að við horfum allir fram á bjartari morgna í framtíðinni og komumst nær sólarklukkunni. Það gengur ekki að hádegi í Reykjavík sé þegar klukkan er að verða 13:30..... Kannski er þetta undirrótin að vandamálum þjóðarinnar, Sigurjón? Það er verið að draga okkur fram úr bælinu fyrir allar aldir á morgnana og varla hægt að búast við miklum afrekum af syfjaðri svefnvana þjóð sem vaknar í myrkri....!

Ómar Bjarki Smárason, 23.8.2011 kl. 22:13

4 identicon

Bentu okkur bara á hlekkinn Sigurjón sem sýnir okkur frumvarpið þitt sem þú komst með þegar þú varst á þingi um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi. Annars ertu ómerkingur sem segir ósatt hér á blogginu.

Valdimar (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 22:36

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Valdimar, ég vil byrja á að benda þér á nýjustu tillögur Frjálslynda flokksins í þeirri kreppu sem stjórn fiskveiða eru í en þær eru nokkra daga gamlar http://xf.is/index.php?option=com_k2&view=item&id=164:frumvarpið-gengur-út-á-að-stagbæta-ónýtt-kerfi-og-brjóta-mannréttindi&Itemid=4

Ég er viss um að í þessum tillögum felist mikil verðmæti fyrir þjóðina. Varðandi þingmál mín og Frjálslynda flokksins þá eru þau fjölmörg og ég er viss um að okkur væri mun betur borgið ef að þær hefðu náð í höfn.

S.s. að taka botnfisktegundir út úr kvóta, aðskilnaði veiða og vinnslu, úttekt á Færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu og upptaka sóknarstýringar á Íslandsmiðum.  Ég beitti mér sömuleiðis fyrir úttekt á grundvelli ráðgjafarinnar og að útræðisréttur strandjarða yrði virtur. Mörg ef ekki flest þessara mál standa tímans tönn þó svo að ég segi sjálfur frá og eru lykill að farsælli stjórn fiskveiða.  Nú er að sjá hvort að Guðmundur Steingrímsson hafi kjark og dug til þess að taka upp merki Frjálslynda flokksins í umræðu um stjórn fiskveiða eða hvort að hann haldi sig áfram við stefnu Halldórs Ásgrímssonar um að setja allt í kvóta en sú stefna hefur skilað stöðugt færri sporðum á land.

Sigurjón Þórðarson, 24.8.2011 kl. 00:28

6 Smámynd: Halla Rut

Lilja gladdis einmitt ekki ....sjá hennar blogg um þetta á FB.

Halla Rut , 24.8.2011 kl. 23:48

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Halla, það er rétt hjá þér að Lilja fagnaði.

Sigurjón Þórðarson, 25.8.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband