5.6.2011 | 17:02
Hver fékk prófessorinn til að halda ræðu?
Fáir hafa veitt íslenskum sjávarútvegi jafn djúp sár og Ragnar Árnason prófessor í Fiskihagfræði. Hann hefur verið helsti boðberi þess að öll fiskimið hringinn í kringum landið séu meðhöndluð eins og eitt mengi sem hægt sé að selja sneið úr, leigja og jafnvel veðsetja. Sömuleiðis hefur hann boðað þá furðulegu kenningu að með því að veiða minna á þá sé hægt að veiða meira seinna. Það er auðvitað eins og hver önnur fjarstæða og hefur ekki gengið upp á Íslandsmiðum þau ár sem sú stefna hefur verið reynd, ekki frekar en annar staðar í víðri veröld.
Skömmu fyrir hrun boðaði Ragnar Árnason að hagkvæmast væri fyrir þjóðina að hætta þorskveiðum til þess að hægt yrði að veiða miklu meira seinna. Glámskyggni "fræðimaðurinn" taldi ári fyrir hrun að þá væri lag til þess að leggja af veiðar og leyfa stofninum að "byggjast upp" vegna þess hve hagur þjóðarinnar stóð traustum fótum.
Hvað rugl er þetta að nokkrum árum eftir hrun sé Ragnar enn að leggja þjóðinni lífsreglurnar og fullyrða að hvítt sé svart og svart sé hvítt. Það hlýtur hver maður að sjá að kvótakerfið er ekki að ganga upp en þorskaflinn er þriðjungur þess sem að hann var fyrir daga kvótakerfisins !
Hver ætli hafi staðið fyrir því að Ragnar Árnason hafi verið fenginn til að ávarpa Reykvíkínga á sjómannadaginn?
Atlaga að sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1014403
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það er per se móðgun við þjóðina að þessi snápur skuli hafa fengið að ávarpa aðal hátíðarsamkomu sjómanna þennan dag.
Bang&Olufsen (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 17:12
Góð spurning hver dró hann upp á pall, eða hverjir borguðu honum fyrir þessa tölu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 17:16
Fer það eitthvað í taugarnar á bloggara að úr ræðustólum landsins sé ekki fluttur einhliða áróður úr smiðju ríkisstjórnarinnar?
Geir Ágústsson, 5.6.2011 kl. 17:34
Það fer í taugarnar á fólki að talsmaður L.Í.Ú. skuli fá að halda áróðursræðu á sjálfan sjómannadaginn, það er málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 17:44
Þetta sýnir sóða hugsunarhátt Þorsteins Má Baldvinssonar og hans kóna. Þetta er nákvæmlega í ætt við hans aðferðir. Lekur af þessu skíturinn eins og Máa sjálfum.
Ólafur Örn Jónsson, 5.6.2011 kl. 18:06
Geir, svo það sé á hreinu þá er ég ekki stuðningsmaður frumvarps Jóns Bjarnasonar en með því er verið að festa kerfi sem reynst hefur vægast sagt illa í sessi til 23 ára. Það er nauðsynlegt að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina og stýringu veiða frá grunni.
Það getur ekki verið ásættanlegt að kerfið skili nú á land einungis 160 þús tonnum af þorski en upphaflegt markmið var 550 þús tonna jafnstöðuafli.
Ragnar Árnason hefur einfaldlega haft rangt fyrir sér um þjóðhagslega hakvæmni kerfisins en ef kerfið væri að gera sig þá væri bæði meiri afli að koma á land og jú útgerðirnar væru ekki biðröð eftir afskriftum í bönkunum.
Sigurjón Þórðarson, 5.6.2011 kl. 18:08
Forrita þarf Ragnar og Geir, alveg upp á nýtt!
Aðalsteinn Agnarsson, 5.6.2011 kl. 20:17
Ég veit það Sigurjón enn að reyna að gera mann tortryggilegan er þér ekki við hæfi. Hann er sínar skoðanir eins og þú sjálfur, sem ert með því að þeir sem seldu sig út úr kerfinu og græddu á því komi sjálfviljugir inn í kerfið aftur. Ég segi nei. Það er ekkert að þessu kerfi nema frjálsa framsalið og menn megi skipta á milli sín afla. Annað er það ekki.
Ef þú ætlar að verða marktækur þá verður þú að fjalla um málinn með réttu hætti. Annað er ekki boðlegt, mér virðist eins og sumir séu með útgerðamenn á heilanum kalla þá jafnvel þjófa og ræningja og finna þeim allt til foráttu sem er ekki samgjarnt. Margir útgerðamenn bjóða sjómönnum uppá flotta vinnuaðstöðu sem best þekkist um víða veröld. Það eitt þekki ég af eigin raun. Ef menn eru að deila þá á að gera það með rökum ekki skítkasti það eitt skilar ekki neinu.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2011 kl. 21:56
Já eiga menn nú líka að fara að þakka útgerðarmönnum fyrir að "skapa flotta vinnuaðstöðu". Ég veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir svona yfirlýsingu. L.Í.Ú. mafían stjórnar Íslandi í dag og hefur gert í mörg ár Jóhann Páll, þeir hafa mútað, keypt og heilaþvegið stjórnmálamenn til að ganga sinna erinda á alþingi og í samfélAginu. Komdu með eitthvað betra en flotta vinnuaðstöðu, sem þú ÞEKKIR AF EIGIN RAUN.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2011 kl. 22:30
Já Ásthildur Cesil Þórðardóttir, það ber að þakka það sem vel er gert. Þú mátt gráta og hlægja fyrir mér. Fyrir mér skiptir fyrir mestu að rétt sé haft eftir hvort það sé hlátursefni við það verður þú að eiga við sjálfan þig.
Þú er með stóryrði þegar þú kallar menn mafíu og hafa keypt og heilaþvegið alþingismenn. Þetta eru ekki rök heldur málefna fátækt. Íslenskir togaraflotinn er með þeim bestu í heiminum þótt víða væri leitað sem hefur skapað vellíðan sjómanna á þeim skipum. Ef þú vilt fara lengra í þeim málum er ég tilbúinn til þess.
Fyrir utan það ég efast að þú hafir verið til sjós og vitir hvað þú ert að fjalla um. Þó ég sé ekki að gera lítið úr þínum orðum. Enn útgerðamenn eru ekki ræningjar eða önnur sóða orð sem eru notuð það er ekki við hæfi.
Jóhann Páll Símonarson, 5.6.2011 kl. 22:46
Jóhann Páll, Það sem ég benti hér á, er að Ragnar Árnason hefur verið að halda fram kenningum sem hafa ekki gengið upp s.s. að veiða minna til að getað veitt meira seinna og að íslenskt efnahagslíf stæði mjög traustum fótum árið 2007. Þessar "skoðanir" hafa reynst rangar og það sem Frjálslyndi flokkurinn hefur bent á sem vondar hliðarverkanir kvótans s.s skuldsetningu útgerðarinnar og hnignun byggða hefur reynst rétt.
Ef menn eru ekki marktækir sem hafa haft árum saman haft rétt fyrir sér og fært gild rök fyrir sínum málflutningi þá er illa komið fyrir opinberri umræðu.
Gleymdu þessu hver seldi sig út og allt það - Málið er að samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ þá eru 84% kvótans í "eigu" 20 fyrirtækja og einungis 2 þessum fyrirtækjum er yngir en 30 ára. Fyrirtækin sem eru ofan á hafa komist á þann stað vegna þeirrar aðstöðu sem stjórnvöld veittu þeim umfram aðra.
Það er ekki hægt að fara að flokka peninga eða fólk sem hefur stundað lögleg viðskipti. Ég geri mér það ljóst þó svo að ég hafi beitt mér fyrir því að koma böndum á þetta rugl í sambandi við veðsetningu á óveiddum fiski. Varla ætla menn að fara setja upp einhvern svartan lista yfir þau fyrirtæki og aðila sem hafa selt eða leigt frá sér kvóta og meina þeim þátttöku í einhverju atvinnurekstri. Ég er hræddur um að þá yrðu nokkur af stærri fyrirtækjum innan LÍÚ á þeim lista.
Ekki hef ég kallað útgerðarmenn einhverjum ónöfnum en mér finnst lítið til koma til þeirra stjórnmálamanna og svokallaðra fræðimanna sem halda ósannindum og beinlínis rugli að almenningi um kosti núverandi kerfis. Sem betur fer er ágæt vinnuaðstaða víða en það er ekki hægt að líta fram hjá því Jóhann Páll að togararnir eru orðnir eldgamlir og ég efast um að nokkur atvinnuvegur á Íslandi nýtir jafn gömul atvinnutæki.
Kerfið er ekki að virka það skilar stöðugt færri sporðum á land og brýtur sömuleiðis í bága við mannréttindi. Þessu þarf að breyta og endurskoða kerfið frá grunni.
Sigurjón Þórðarson, 5.6.2011 kl. 22:50
Sæll Jói ef þú leggur þig eftir rökum sem þessi hagfræðiskækja fer með þá sérðu hvernig hann notar rökleysur og "hagræðingu" staðreynda til að fá eina niðurstöðu. Síðan er hann á launum hjá LÍÚ búinn að hamra á þessu sem eina sannleika í yfir 20 ár.
Varðandi kvótkerfið er það sem stjórntæki handónýtt til að byggja fiskstofna og hámarka afraksturinn og setning þess kostaði þessa þjóð að verða auðugusta þjóð verlaldar við hlið Noregs.
Hvernig getur þú sem trúr Sjálfstæðismaður dásamað Einokun og sérhagsmuna pot að hætti Framsóknarflokksins? Þú manst þegar Davíð Oddsson notaði BÚR til að hysja buxurnar upp um Ísbjarnar strákanna. Eftir það hefði enginn heiðarlegur maður átt að ljá þessum spillta stórnmálamanni atkvæði sitt.
Með aðkomu sinni að viðhaldi kvótans og framgangi veðsetninga á kvótanum ber Sjálfstæðisflokkurinn og klíka innan LÍÚ ábyrð á HRUNINU og því að ekki gengur betur að komast frá því.
Hver hefur vit og hver hefur ekki vit Jói fer ekki eftir því hvort menn hafa verið á fraktara eða ekki. Þegar menn horfa á Einokun af verstu sort og hvernig sjávarbyggðir hafa nánast verið lagðar í eyði og mannréttindi brotin á fólki þá dugar heilbrigð skynsemi.
Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 04:55
Það er málfrelsi á Íslandi. Líka hjá fólki sem hefur ekkert fylgi eins og þið í Frjálslyndaflokknum. Hvaða rugl er það að skipin séu gömul? Hvaða máli skiptir aldurinn á stálinu? Þau eru útbúin með fullkomnasta tæknibúnaði sem til er bæði í veiðarfærum og öllu öðru og viðhaldið á flotanum er mjög gott. Flest skipin hafa farið í vélaskipti og endurnýjun á vindum og öðru. Þið hafið ekkert vit á útgerð.
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 09:27
Jóhann ég þekki ágætlega til sjávarútvegsmála þakka þér fyrir. Og ég veit hvernig útgerðarmenn hafa bæði styrkt flokkana suma all myndarlega fyrir kosningar. Ég veit líka hvernig þeir hafa fyrir kosningar kallað sitt fólk saman á kaffistofuna og sagt þeim að "ef þau kjósi ekki ´RÉTT, sigli skipin burtu og komi ekki aftur. Fólk hefur rætt við mig persónulega og spurt mig hvort þetta megi. Þeir banna líka alla aðra flokka til að ræða pólitík á sinni kaffistofu fyrir kosningar. Hér er svo líka grein sem þú ættir að lesa. http://tbs.blog.is/blog/tbs/entry/1171901/ Eg þetta eru ekki mútur veit ég ekki hvað.
Faðir minn var útgerðarmaður en hann var af gamla skólanum eins og Geiri á Guggunni, þú manst þessi sem átti alltaf að vera gul og landa aflanum á Ísafirði. Þessi kynslóð útgerðamanna var sú sem hélt upp sínum byggðalögum, hugsaði vel um fólkið sitt og styrkti allskonar þjóðþrifamál í sínu byggðalagi. Þeir sem núna ráða eru af allt öðrum kaliber, og af hverju heldurðu að útgerðin á íslandi skuldi núna yfir 500 milljarða?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 09:37
Geiri á guggunni af gamla skólanum? Kanntu annan? Endaði hann ekki á því að veiða hér á ofurtogurum og selja síðan allt draslið til hæstbjóðanda eins og aðrir vestfirðingar sem hafa selt frá sér kvótann? Ert þú kvótaerfingi Ásthildur? Hvert fór kvóti föður þíns? Vestfirðingar hafa alltaf verið duglegir að selja frá sér kvóta og geta bara sjálfum sér kennt um. Akureyringar hafa hins vegar verið duglegir að halda sínu og Samherji gefur mikið til samfélagsmála. Eru þeir þa´ekki af gamla skólanum?
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 09:57
Kostulegt að lesa að Sigurjón er á móti frumvarpi Jóns Bjarnasonar en helsti ráðgjafi Jóns í að semja það er Guðjón Arnar Kristjánsson sem var formaður frjálslynda. Meiri hræsnin.
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:08
Einar, skipin eru orðin eldgömul og allt þetta tal um gríðarlegar tækninýjngar stenst ekki neina skoðun. Flestir togarannn eru eldri en sjálft kvótakerfið og það eru jafn margir sjómenn á þeim og voru í upphafi. Vinnan er sú sama - Veiða, gera að og ísa fiskinn.
Að fara að gera þetta að einhverjum meting á milli landshluta, að Vestfirðingar hafi hegðað sér svona og Eyfirðingar hinseigin, hefur ekkert upp á sig. Eyfirðingar hafa tapað gríðarlega - landaður afli hefur minnkað gríðarlega í Grenivík, Hrísey, Ólafsfirði og mig minnir að sama eig við um Akureyri. Málið er að þjóðin er að tapa á þessu kerfi.
Ég finn að hér í Skagafirði eru sumir smeykir við að missa spón úr aski sínum við breytingar vegna þess að FISK stendur ágætlega og fiskvinnslan er starfrækt með sæmilegum krafti. Samdráttur aflaheimilda hefur leitt til þess að fiskiðnaðurinn er einungis svipur hjá sjón sem að hann var - Ætli það séu ekki nokkru færri að vinna í fiski í Skagafirði nú en unnu einungis í Hofsósi fyrir 25 árum siðan.
Sigurjón Þórðarson, 6.6.2011 kl. 10:17
Þú hefur ekkert vit á sjávarútvegi Sigurjón enda hefur þú ekkert unnið við greinina. Þú ert bara skrifstofukall. Ættir að fá þér vinnu á sjónum eða í fiskvinnsluhúsum fyrir norðan tilað lækna í þér fordómana og ranghugmyndirnar og slá að eins á lýðskrumið. Tæknibreytingar í bæði í veiðum og vinnslu hafa gert að það þarf hlutfallslega miklu minni mannskap við veiðar og vinnslu en áður fyr. Og skipin eru mjög tæknivædd og fiskvinnsluhúsin eru það líka. Hættu að tala niður til fólks í greininni það hefur ekkert á þér að halda enda kýs ykkur enginn eða tekur mark á ykkur.
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 11:42
Alltaf þegar rök þrýtur fara menn í manninn en ekki málefnin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2011 kl. 12:39
Einar Jónsson, mér finnst þú vera orðinn nokkuð glannalegur í fullyrðingum um mína reynslu og þekkingu. Þér til upplýsingar þá er það reyndara svo að ég hef unnið í fiski og jafnvel komið lítillega að rekstri. Sömuleiðis er rétt að fræða þig um að það hafa orðið nokkrar tækniframfarir í fiskvinnslunni og sérstaklega rækjuvinnslu eins og svo fjölmörgum öðrum atvinnurekstri.
Hvað varðar tækninýjungar við veiðar á botnfiski þá eru þær verulega orðum auknar. Hvaða breytingar hafa orðið á við veiðar með handbeitta línu. Eru ekki jafn margir sjómenn á togurunum og það voru fyrir 25 árum síðan. Skipin og búnaður hefur elst en það er nokkuð ljóst að gríðarleg skuldsetning greinarinnar hefur farið í eitthvað annað en að endurnýja búnað. Peningarnir fóru í annað m.a. útrásina blessuðu.
Sigurjón Þórðarson, 6.6.2011 kl. 13:06
Einar Jónsson hefur aldrei séð fullkomið fiskveiði skip ef hann ber það uppá 25 til 35 ára skip að þau séu þau fullkomnustu í heimi.
Þetta er augljóst dæmi um hniknun sem hefst af einokun til margra ára í sjávarútvegi. Rússar, Spánverjar, Japanir hafa gegnið í gegnum það sama og núna eru Íslendingar af öllum þjóðum í frjálsu falli.
Á árunum 1976 til 1990 var bylting í íslenskum sjávarútvegi fyrir tilstilli nýrra kynslóðar manna í veiðum og vinnslu og við komumst í fremstu röð.
Núna sjást engar byltingakenndar breytingar á botntrollurunum enda fjárdrátturinn notaður í eitthvað allt annað!!
Ólafur Örn Jónsson, 6.6.2011 kl. 13:38
Ólafur skipstjóri veit jafn vel og aðrir sem hafa starfað í útvegi að það hafa orðið stórfeldar tækniframfarir í tækjum veiðum og vinnslu og menn hafa verið mjög fljótir að taka þær upp. Líka framfarir í veiðafærum eins og efni í netum og tógi og hlerum. Viðhaldið á íslensku skipunum er mjög gott og öryggi til firirmyndar enda slys sjaldgæf. Aldur á stáli skiptir litlu máli ef viðhaldið er gott. Sigurjón veit þetta auðvitað ekkki enda hefur han aldrei verið a´sjó svoleiðs að heitið geti eða unnið við sjáfarútveg þó hann gaspri um þetta eins og hann hafi stórt vit á þessum málum.
Einar Jónsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:17
Heill og sæll Sigurjón Þórðarson.
Þínar skoðanir um gömul fiskiskip eru ekki réttar. Ég skil ekki mann eins og þig skulir láta draga þig niður á þetta lélega plan. Varðandi endurnýjun í flotanum, það er ekki hægt vegna stefnu stjórnvalda í fiskveiðimálum og fólks eins og þig sem finnur útgerðinni allt til foráttu. Að rífa heila grein niður sæmir þér ekki. þetta er grein sem heldur uppi Íslensku þjóðinni hvað varðar tekjur og gjaldeyri. Þú átt frekar að snúa þér að grein sem þú ert menntaður í stað þess að finna öllu kerfinu til foráttu og reyna hvað þú getur að gera mann tortryggilegan eins og þennan Hagfræði prófessor sem er vel menntaður og ætti að vita hvað hann segir. Ragnar Árnason er sonur togaraskipstjóra sem barist hér á árum áður við ískaldar vetranætur jafnvel að skola fiskinn í pontinum með lopavettlinga um hendurnar. Þetta veit Ragnar Árnason sem er sjómanns sonur fram í fingurgóma.
Ólafur Örn Jónsson þú sem skipstjóri veist hvernig þetta var. Enn reiðinn þín skilar ekki neinu. Þér til fróðleiks þá er ég ekki í neinum flokki og ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður. Nú er ég frjáls eins og fuglinn sem svífum um landið sem betur fer.
Einar það er margt sem þú segir tek ég undir með þér. Ásthildur hvaða flokkar sem hefur sína stuðningsmenn af hverju mega þeir ekki gefa frá sér fé ef þeir eiga það. Það er rétt hjá þér flokkar eiga sína stuðningsmenn.
Jóhann Páll Símonarson, 6.6.2011 kl. 17:28
Aldur fiskiskipaflotans eru ekki einhverjar skoðanir sem hægt er að deila um eins og fegurð eða smekksatriði. Aldur togaraflotans er óvart mældur í árum og hægt er að finna yfirlit um hann á Hagstofunni hér. Ég efast um að nokkur atvinnugrein noti jafngömul atvinnutæki og hinn "tæknivæddi" íslenski togarafloti.
Jóhann Páll ég vona að þú áttir þig á því að ég er þess fullviss að hægt sé að veiða mun meira vilji fyrir alla muni auka frelsi í sjávarútveginum en það mun auðvelda leiðina út úr efnahagsvandræðum þjóðarinnar.
Hvað sem líður göfugu ætterni og langri skólagöngu Ragnars Árnasonar sem ég dreg ekki í efa, þá ætti það vera hverjum hugsandi manni ljóst að Ragnar hefur haft rangt fyrir sér í megin efnum hvað varðar þá stefnu sína að veiða minna til að getað veitt meira seinna og jú að efnahagur Íslands hafi staðið afar traustum fótum árið 2007.
Sigurjón Þórðarson, 6.6.2011 kl. 17:50
Heill og sæll Sigurjón Þórðarson.
Ég veit að togaraflotinn er mældur í árum, á því liggur ekki nokkur vafi. Mikill endurnýjun hefur orðið á fiskiskipum af minni togurum. Og eru enn að bætast í þann flota. Hins vegar vekur það athygli mína hvers vegna þú setur þig ekki betur inn í þau mál varðandi endurnýjun á fiskveiðiflotanum.
Það er ekkert að þessu kerfi ég er margbúinn að segja þér það og mín rök við því. frelsið er nóg yfir því þurfum við ekkert að kvarta. Hinsvegar þurfum við að koma á sátt um þetta fiskveiðikerfi okkar. Smábátaveiðar meiga vera með að hluta ekki ótakmarkað veiði.
Varðandi að bjarga þjóðinni út úr efnahagsvandanum með aukni veiði get ég tekið undir. Enn það ber að fara varlega um auðlindir Íslands.
Þú heldur áfram að bera sleggjudóma á Ragnar Árnason og hefur ekkert fyrir þér í þeim málum. Þú átt nú að hætta þessari vitleysu þinni um mann sem þú þekkir ekkert í raun.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 6.6.2011 kl. 18:13
Jóhann Páll, tvær spurningar:
Ertu sammála Ragnari Árnasyni að rétt sé að veiða meira til að hægt sé að veiða meira seinna og að efnhagur þjóðarinnar hafi staðið á traustum grunni árið 2007?
Annað mál, ekki veit ég betri leið til að kynna mér aldur fiskiskipaflotans en að lesa opinberar hagtölur en þú virðist luma á betri leið til að afla upplýsinga um endurnýjun togarflotans- Ég er alltaf til í að uppfæra og endurskoða minn hug og skoðanir. Bentu mér gjarnan á betri leið félagi.
Sigurjón Þórðarson, 6.6.2011 kl. 20:39
Þakka þér kveðjuna Jói en reiði mín kemur rökum ekkert við. Ég talaði og skrifaði gegn Kvótakerfinu sem leiddi okkur í eitt hrun og leiðir okkur í annað ef ekki verður aflagt.
Jú ég varð fyrir fasískum tilburðum innstu klíku LÍÚ vegna skoðunnar minni á kvótanum frá fyrsta degi. Það var farið á eftir minni persónu og ég sviptur vinnunni og eftir hótanir mátti ég ekki mæla í 12 ár þegar ég var sjálfur kominn í útgerð að Akureyra púkinn var enn að baki mér án þess að ég hefði viðrað skoðanir mínar allan þennan tíma.
Hann beitti slef dræsu sinni Sigurbirni Svavarssyni í annað sinn til að svíkja mig og hafa af mér útgerðina.
Þetta breytir ekki rökum mínum Jói. Ég á börn og barnabörn og barnabarna börn sem ég ber of mikla viðringu fyrir til að láta þeim eftir svona óþverra samfélaga eins og þú ert að verja.
Ólafur Örn Jónsson, 8.6.2011 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.