19.5.2011 | 09:52
Líffræðingur leiðréttir skipulagshagfræðing
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er án efa einn sá efnilegasti af formönnum Fjórflokksins en hann var m.a. sá eini af fjórmenningunum sem tók ábyrga afstöðu í Icesavemálinu.
Á dögunum heyrði ég ágætt viðtal á Útvarpi Sögu við formann Framsóknarflokksins þar sem hann tíundaði m.a. möguleika Íslands í að auka fiskeldi sem skipt gæti ekki einungis máli fyrir landsmenn heldur heimsbyggðina. Sigmundur hélt því fram að aukið fiskeldi yrði mikilvægur liður í að uppfylla aukna próteinþörf mankynsins, samfara fjölgun þess.
Ekki dreg ég í efa mikla möguleika landsmanna við að ala fisk en hins vegar er það víðs fjarri raunveruleikanum að telja að eldið muni bæta eitthvað sem um muni við að uppfylla próteinþörf mannkynsins. Það er nokkuð ljóst að þær fisktegundir sem koma til greina hér í eldi eru þær sem lifa nú þegar hér við land. Sú af þeim sem hefur gengið hvað best að nýta fóður sér til vaxtar er laxinn. Helstu rök Sigmundar Davíðs voru að þar sem hann taldi að búið væri að fullnýta helstu fiskistofna heimsins væri vaxtarbroddur í auknu fiskeldinu.
Í þessari umræðu gleymdist að eldisfiskur er gjarnan fóðraður með fiski og í laxinum þar sem náðst hefur hve mestur árangur við að nýta fóðrið þarf a.m.k. 3 kg af fiski til þess að búa til eitt kg af laxi. Umrætt orkutap er ekkert sem á að koma á óvart heldur er þetta eitt af grunnlögmálum vistfræðinnar, að orka tapast eftir því sem farið er ofar í fæðupýramídann. Bent hefur verið á þann möguleika að nýta í auknum mæli í fiskeldið næringarefni sem koma beint úr jurtaríkinu. Skýrsla norsku Hafró gefur til kynna að ef fóðrið í norska eldislaxinn, sem er um 1 milljónar tonna framleiðsla á ári, ætti að koma úr jurtaríkinu þyrfti að nýta til þess 600.000 hektara af hveitiökrum í BNA og 6,5 milljón hektara af sojaökrum Brasilíu. Augljóst er að afurðir umræddra akra myndu nýtast mun betur til að næra mannkynið án viðkomu í meltingarvegi laxins.
Þó að greinilegt sé að við eldi á fiski tapist orka og prótein felur eldið í sér möguleika á nýtingu á afskurði og fisktegundum, sem alla jafna teljast ekki matfiskur, til fóðurgerðar. Með öðrum orðum gufar orkan og próteinið upp en krónunum getur fjölgað í fiskeldinu með því framleiða dýran fisk úr því sem fæst minna fyrir. Síendurteknar fullyrðingar, ekki einungis Sigmundar Davíðs, heldur ýmissa sérfræðinga um gríðarlega sóknarmöguleika fiskeldisins vegna meintrar fullnýtingar og ofveiði á villtum fiskistofnum er nokkuð sem gengur alls ekki upp þegar betur er að gáð.
Í allri þeirri umræðu sem nú fer fram um hvernig þjóðin geti komið sér út úr kreppunni virðast leiðtogar Fjórflokksins, allir sem einn, sammála um að hunsa algerlega vel ígrunduð rök þeirra sem telja óhætt að veiða mun meira af þorski. Ég tel rétt að áður en Sigmundur afskrifi algerlega auknar þorskveiðar og skipuleggi hér eldi í öllum fjörðum ætti hann fara yfir þá brennandi spurningu hvers vegna þorskaflinn nú er brot af því sem að hann var áður en núverandi nýtingarstefna var tekin upp - þ.e. svipaður og hann var árið 1913.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 109
- Frá upphafi: 1013224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
góður pistill Sigurjón
Óskar Þorkelsson, 19.5.2011 kl. 11:05
Fínn pistill um ferðalag prótínsins í gegnum fæðuvefinn.
Ég hélt alltaf að nýtingarhlutafall prótína í fiskeldi væri lægra en þetta, einhverstaðar í baklandi minninganna situr hlutfallið 1/12 (það er 12 kg af fiskimjöli gefa 1 kg af eldisfiski).
Hefur þú séð nýlega samantekt á þessu hlutfalli milli tegunda og eldisaðferða?
Arnar Pálsson, 19.5.2011 kl. 11:51
Ég þakka fyrir strákar,
Arnar, ég held að þetta hlutfall sem þú nefnir sé nokkuð of hátt en hafa verður í huga að þurrefnainnihald fiskimjöls er miklu mun hærra en í fiskholdi.
Ég mæli með skýrslu norsku Hafró en þar eru margar mjög athyglisverðar greinar m.a. um orkuþörf makrílsins, síldarinnar og kolmunnans. Mér fannst sú grein undirstrika ofmat veiða á vöxt og viðgang fiskistofna
Sigurjón Þórðarson, 19.5.2011 kl. 19:28
Algengur fóðurstuðull fyrir lax er 1,2-1,5; þ.e. kg þurrfóður til að búa til 1 kg af laxi. Til að búa til þurrfóðri þarf svo einhverja fimm til sjöfalda þyngd fiskjar, allt eftir fituinnihaldi.
Það er gróf sóun á mat að búa til dýrari fisk úr ódýrari, sem væri hægt að éta beint. En það er ekki spurt hver þurfi matinn, heldur hver geti borgað mest.
Jón Kristjánsson, 19.5.2011 kl. 20:03
Eins og að nota milljarð af skattfé til að rækta lerkiskóga sem brennt er svo í Járnblendinu og enginn segir neitt.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 22:00
Takk fyrir svörin.
Ætli þetta hafi ekki verið ónákvæmt hjá mér. Líklega var það 12 kg af fóðurprótíni gæfi 1 kg af laxaprótíni.
Hlutfallið er líklega ekki svona slæmt, miðað við tölurnar hans Jóns, en samt fjarri 1/2 sem fæst í kjúklingarækt (og þar er notað plöntuprótín, ekki dýraprótín).
Ef við gætum alið þorsk á sinu eða lúpínu værum við í góðum málum.
Arnar Pálsson, 20.5.2011 kl. 12:34
norskur lax er grænmetisæta skilst mér
Óskar Þorkelsson, 20.5.2011 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.