Leita í fréttum mbl.is

Nauðsynlegt að stöðva allan akstur í Kópavogi!

Hvað yrði sagt ef yfirmaður lögreglu myndi leggja það til í fullri alvöru að stöðva yrði alla bílaumferð í Kópavoginum, í kjölfar þess að nokkrir bílstjórar hefðu verið teknir grunaðir um ölvunarakstur í sveitarfélaginu? Ég er nokkuð viss um að margir myndu hrista hausinn yfir þeirri tillögu að eingöngu væri leyfð umferð gangandi í Kópavoginum, til þess að koma í veg fyrir möguleg lögbrot.

Í kvöldfréttum RÚV lagði yfirmaður Fiskistofu það til, eins og ekkert væri sjálfsagðara að veiðar á grásleppu væru stöðvaðar, til þess að koma í veg fyrir mögulegt brottkast á þorski.  Greinilegt var að atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og fleiri meginreglur réttarkerfisins voru fiskistofustjóra ekki ofarlega í huga.

Allt þetta mál lýsir í raun hálfgerðu brjálæði kvótakerfisins þar sem að háttsettir embættismenn vilja með öllum ráðum vernda kerfið þó svo að það sé greinilega ekki að virka og hvetji til órökréttrar hegðunar s.s. að henda verðmætum.  Í stað þess að breyta kerfinu þannig að það hvetji til þess að öllum afla sé landað þá snýst umræðan um að banna veiðar, sem skila þjóðarbúinu hátt í tvöþúsund milljónum króna.

Spyrja má í framhaldinu hvað þjóð sem hefur efni að henda frá sér þúsundum milljóna sé að vandræðast með einhvern sparnað í skólakerfinu upp á nokkra tugi milljóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tók einmitt eftir þessu þvílík fyrra sem hrjáir þessa fáráðlinga,er ekki komin tími til að losa þá undan þessari áþján Hafró að þurfa að siglas svona snarbrjálaðan sjó og sjá aldrei til lands, og fá Jón Kristjánsson til að hafa vit fyrir þeim?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á meðan enn voru menn á Íslandi fögnuðu sjómenn aflahrotum. Eftir að langskólagengnir vísindamenn tóku þessa dýrmætu auðlind þjóðarinnar "að sér" róa sjómenn með kvíðahnút í maganum vegna óttans við að fá fisk í veiðarfærin og ná ekki að fleygja honum óséðum.

Árni Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 23:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er þvílík háðung að það er þyngra en tárum taki, hvar er hin íslenska fiskveiðiþjóð? Nú ættu allir að draga sína báta á sjó og láta reyna á með samstöðu á það hvar ríkisstjórnin stendur í þessari stöðu, að svelta eða gera sér mat úr því sem býðst.  Erum við menn eða Mýs?????

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2011 kl. 23:55

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta eins og svo margt fleira sýnir hverslags fáránleg vitleysa þetta kvótakerfi er.

Þórir Kjartansson, 28.3.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Grásleppukarlarnir eiga að koma með allan fisk í land,

fólkið ætti að fara á handfæri á öllu sem getur flotið,  og selja fiskinn

á markað.  Frelsi er það sem vantar, ekki nýjar lántökur gjaldþrota

þjóðar !

Aðalsteinn Agnarsson, 28.3.2011 kl. 21:10

6 Smámynd: Dagný

Menn verða "fremur" veruleikafirrtir af að sitja á skrifstofum allan daginn. Fáum fölvann úr kinnunum og sendum þá þangað sem hlutirnir eru að gerast. Fiskistofuliðið á sjó og í landvinnsluna og heilbrigðisráðuneytisfólkið í umönnunarstörf á heilbrigðisstofnunum

Dagný, 30.3.2011 kl. 10:02

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Fiskistofuliðið" er ekki vandamálið, þeir eru sumir vanir sjómenn og vita um hvað málið snýst, þeir verða hins vegar að hlýða skipunum að sunnann.  Það er Hafrannsóknarstofnun sem er vandamálið og svo ríkisstjórnin, og auðvitað E.Í.Ú.  sem berst með kjafti og klóm til að fá að halda forréttindum sínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2011 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband